Vikan


Vikan - 29.05.1980, Page 29

Vikan - 29.05.1980, Page 29
21. Staðarskáli í Hrútafirði )urleið hefur neitt ekta, eigið bragð. þótt hann sé svo sem alveg ætur. Boðið var upp á þurran og daufan mat, gerðan umhugsunarlaust með stöðluðu salt bragði. Óþarfi er að taka fram, að allt meðlæti er staðlað, franskar kartöflur. kokkteilsósa, hrásalat og ananasneið. Gervikartöflurnar voru brimsaltar, hæfilega steiktar. Kokkteilsósan var $vipuð því sem venja er hér á landi. Hrá- salatið var einfalt, hvítkál blandað með niðursoðnum ávöxtum, dálítið súrt. Lambakótilettur SteiEftar lambakótilettur voru nokkuð þurrar ogJ öf saltaðar, en ekki bornar fram með óhóflega miklu fitulagi. Þeim fylgdu franskar, kokkteilsósa, hrásalat og ananas. Verðið var 4.300 krónur. Kjúklingur Grillaður, hálfur kjúklingur var einnig nokkuð þurr og of saltaður, en samt trúlega skásti matur þessarar prófunar. Honum fylgdu franskar, kokkteilsósa og hrásalat, en ekki ananas. Verðið var 5.200 krónur. Lambasneiðar Steiktar lambasneiðar voru of saltaðar, mjög ákaft barðar og miðlungi meyrar eftir þvi. Á þeim var óhóflega mikið fitulag, líklega helmingur alls rúmmálsins. I meðlæti voru franskar, kokkteilsósa, hrásalat og ananas. Verðið var 4.300 krónur. Nautasneið Nautasneið var of söltuð. mjög ákaft barin, en samt fremur seig. Beðið var um hana hrásteikta. en hún var borin fram miðlungi steikt. Litið var í þetta kjöt varið. Því fylgdu franskar, kokkteilsósa, hrásalat, ananas og að auki smjör og sítrónusneiðar. Verðið var 5.900 krónur. Kaffi Kaffið var snarpheitt og gott, kostaði 350 krónur með mat. Liklega halla ég mér að því næst, þegar ég á leið um Staðarskála og fæ ntér þá kannski nteð heita eða kalda samloku i stað eiginlegs matar. Meðalverð aðalrétta á fastaseðlinum er 4.900 krónur. Það er jafnhátt og á Esju- bergi og í Aski, mun hærra en gengur á venjulegum matsöluhúsum i Reykjavík. Slíkt verð mundi ég kalla rán, þótt maturinn væri skárri. Matreiðsla Staðarskála fær fjóra í einkunn. umhverfi og andrúmsloft sex. Vegin meðaleinkunn staðarins eru þrír. Þar með er ekki sagt, að þetta sé vondur þjóðvegarstaður. Aðeins er sagt, að jafn- vel hinn skásti þeirra er ekki nógu góður. Jónas Kristjánsson 1 næstu Viku: Nýr greinaflokkur GUNNAR MESSEL Ný vasabrotsbók frá Prenthúsinu á næsta blaðsölustað 22. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.