Vikan


Vikan - 29.05.1980, Síða 31

Vikan - 29.05.1980, Síða 31
Popp I tilefni af sjómannadeginum, sem er á sunnudaginn kemur. 1. júní, er miðju- myndin að þessu sinni af hinni söng- glöðu áhöfn Halastjörnunnar sem aflað hefur vel undanfarnar vikur á miðum skemmtanalífsins. Plata þeirra, Meira salt. hefur fallið í góðan jarðveg og á létt dægurmúsík með textum um sjómennsku greinilega miklu fylgi að fagna hjá landanum. Það kemur reyndar ekki á óvart því það sem öðru fremur einkennir íslenska dægurmúsík eru söngvar um sjómannslif, ástir og ævintýr því tengd. Flestallir um borð i aflaskipinu Halastjörnunni eru vel sjóaðir i íslensku skemmtanalifi og skal fyrstan telja skipstjórann, Rúnar Júliusson, sem gerði garðinn frægan hér á árum áður með Hljómum frá Keflavík. Hann hefur aldrei gefið spilamennskuna upp á bátinn, þótt stundum hafi ekki viðrað sem skyldi. og hefur af seiglu starfrækt hljómsveitina Geimstein undanfarin ár. Gylfi Ægisson, sjóarinn og lagasmiður- inn góðkunni, er aftasti maður á bátnum og er siglingafræðingurinn um borð. Hann gefur tóninn og hefur samið öll lög og texta á plötunni. Annar hásetinn er Ari Jónsson, sem heldur er enginn aukvisi. Hann lék i mörg ár með hinni geysivinsælu hljómsveit Roof Tops — var þar trommari og aðalsöngvari. Hann hefur siðan sú hljómsveit lagði upp laupana haldið kunnáttunni við í ýmsum smærri danshljómsveitum og hefur auðheyrilega engu gleymt. Hinn ÁHÖFNIN Á HALASTJÖRNUNNI: Allir vel sjóaðir í íslensku skemmtanalífi hásetinn er Viðar Jónsson og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann rær á svona mið. Hann gaf út plötu fyrir nokkrunt árum með sjómannalögum eftir sjálfan sig og er því fær í flestan sjó á þessu sviði. Loftskeytamaðurinn er F.ngilbert Jensen. Hann lék. eins og Rúnar skipstjóri, með Hljómunum frægu og söng mörg þeirra bestu lög. Kokkurinn er enginn annar en Grettir Björnsson, snjallasti harmóníkuleikari landsins, og er ekki dónalegt að hafa slíkan mann um borð með nikkuna við höndina þegar vel liggur á mannskapnum. Þá eru ótaldar kvensurnar um borð. Þær eru ekki margar áhafnirnar sem hafa á að skipa tveimur valinkunnum söngkonum. Kona skipstjórans, María Baldursdóttir, hefur um margra ára skeið sungið með hljómsveitum, nú með Geimsteini, og hefur sungið inn á fjölmargar hljóm- plötur. Hún er háseti um borð. Óreynd- asti bátsverjinn er María Helena og aðstoðar hún kokkinn við matseldina, sérstaklega ef kjötsúpa er á boðstólum. Hún hefur í vetur sungið með hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar en kom fyrst fram á sjónarsviðið i veigamiklu hlut verki á plötunni Íslensk kjötsúpa. Áhöfn Halastjörnunnar er þar með upptalin og greinilegt að þar er valinn maður í hverju rúmi. Skipshundurinn Kobbi tilheyrir einnig áhöfninni en hann fæst ekki til að syngja á mannanna visu og lætur sér nægja að halla spekings- lega undir flatt og hlusta af andakt þegar mannskapurinn tekur lagið — reyndar með tilheyrandi athugasemdum. Gömlu góðu Skuggamir komnir aftur á kreik. Fré vinstri: Hank Marvin gitariaikarinn netti, trommarinn Brian Bennett og Bruce Welch gitarleikari. SHADOWS: Gömlu mennirnir slá í gegn á ný Þeir byrjuðu að leika saman fyrir 22 árum og kölluðu sig Drifters — gitar kvartett sem seinna átti mikið eftir að láta að sér kveða í dægurtónlistinni undir nafninu Shadows eða Skugg- arnir. Þeir stóðu framan af í skugg- anum af söngvaranum Cliff Richard, á árunum kringum 1960 — voru undirleikarar hans en sköpuðu sér þó brátt nafn því leikur þeirra þótti sér- lega skemmtilegur Þeir hlutu skjótan frama, eignuðust aðdáendur um heim allan og urðu fjölmörgum hljómsveitum til eftirbreytni. Metsölu- plöturnar frá áratugnum '60-70 skipta tugum, bæði með og án Cliff Richard. En frægðin er fallvölt og slitu þeir samskiptum á tónlistarsviðinu að mestu áður en áratugurinn 70 '80 gekk í garð. Síðustu árin hafa þeir þó af og til komið saman til að leika inn á hljómplötur en hafa þess utan haft ærinn starfa sem hljóðfæraleikarar með hinum og þessum og eru eftir- sóttir sem slíkir, svo ekki sé meira sagt. Siðasta plata Shadows, String of hits, en hún hefur hlotið sérlega góðar viðtökur, hefur orðið til þess að gömlu mennirnir hafa sameinað krafta sína á ný og fara nú hljómleikaferðir víða um lönd. I bigerðer svo ný hljómplata sem ætti að sjá dagsins ljós með sumrinu. **. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.