Vikan


Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 29.05.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssaga MEYJARFÓRNIN Framhaldssaga eftir David Gurney „tn ég sá hann! Hann var þarna alltaf, þegar ég fór inn!" Umbúðatúrbaninn var á sinum stað og hvíldi hljóður á koddanum. En ein hvern tíma um nóttina hafði hann orðið sjónhverfing. blekking, tómt hismi. Sömuleiðis útlinur líkamans undir sængurfötunum . . . Það var ógerlegt að segja nákvæmar til um timann, þegar hann hvarf, heldur en eftir klukkan tíu að kvöldi og fyrir klukkan hálfsex að morgni, en það virt ist liklegt, að hann hefði horfið, meðan óróleiki var á deild átta. Um fjögur þrjá- tiu var næturhjúkrunarkonan kölluð á litla stofu, þar sem aðeins voru fjögur rúm. Einn sjúklinganna, eldri maður, hrópaði upp og bylti sér i rúminu, þannig að hann truflaði næstum alla i þessum hluta þriðju hæðar. Það hafði verið kallað á unga kandí datinn í snarhasti. Hann mætti, klæddur i hvita sloppinn sinn yfir náttfötunum. Hann skoðaði villimanninn á deild átta vandlega og flautaði lágt. Siðan hringdi hann til dr. J^n Kopek, sem kom á staðinn tíu minútum síðar og staðfesti í annað sinn þetta kvöld sjúkdómsgrein ingu yngra læknisins á einkennilegu og óvenjulegu tilfelli. I þetta sinn var það óvenjulegt vegna umhverfisins og bak sviðssjúklingsins. „Ég mundi segja, að á því léki enginn vafi,” sagði Kopek á reiprennandi ensk- unni sinni með mikla hreimnum. „Þessi maður hefur fengið sprautu af hugvikk andi efni.” Hann endurtók þetta við yfir- foringjann yfir morgunverði og bætti við: „Það hefði getað verið LSD eða Ingólfsstræti 2, simi 13271 MIKIÐ ÚRVAL Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGERÐIN jafnvel STP. Raunar er eitt efni sem við notum talsvert hér við tauga- og geð- lækningar. Það nefnist RS80 og er mjög sterkt afbrigði af lysergic acid diethyla- mide. eða LSD sjálfu. með öðrum orðum, en hefu'r enn eftirtektarverðari og skjótvirkari sikómínetisk áhrif. Það kallar á örskammri stundu fram af- brigðileg hegðanamynstur, þar með taldar ofskynjanir af heiftarlegustu gerð — einkenni, sem vesalings maðurinn á deild átta sýndi einmitt. En það, sem ég á örðugt með að skilja er, hvernig þetta hefur getað gerst hér i sjúkrahúsinu. Og það með svona mann. Mjög sómakæran mann og virðingarverðan. Að sjálf- sögðu vantar okkur starfslið. Öll sjúkra- hús vantar starfslið. Við fáum starfslið gegnum skrifstofur og auk þess afleys- ingafólk, og það er alls staðar á ferðinni, að mestu leyti án eftirlits. Það hefði greinilega ekki reynst ókunnugum manni örðugt. svo fremi hann hafi verið rétt klæddur, að komast inn á hvaða deild sem vera skal á þessum tíma sólar- hringsins og stinga nál i roskinn mann, sem þegar var sljór af svefni og lyfjum." „Einvörðungu til að draga athygli frá því, þegar Mike Benson var fjarlægður úreinkastofu sinni?” „Ég myndi geta mér þess til. Hinn ungi starfsbróðir minn segist hafa farið fram hjá tveimur burðarmönnum, sem renndu áfram á milli sín likama á sjúkra- vagni, meðan hann var á leiðinni á deild átta. Hann minntist þess ekki fyrr en síðar. En fyrirspurnir hafa leitt i ljós, að engin dauðsföll urðu á þriðju hæð i nótt, og enginn aðstoðarmanna okkar vill viðurkenna að hafa farið með sjúkra- vagn á þriðju hæð um þetta leyti.” Kopek hellti sér meira kaffi i bolla. „Hann var auðvitað búinn að fá svæfingu undir nóttina. Fremur sterka svæfingu eins og ég hafði sagt fyrir um. Ég vildi til dæmis ekki, að hann færi að klóra í brunasárin. og ég kærði mig ekki um, að hann reyndi að stinga af. Honum varð auðveldlega komið í uppnám, eins og þér vitið." Hann horfði yfir brúnina á kaffiboll- anum á yfirforingjann, sem smurði rist- uðu brauðsneiðina sina vandlega. „Hvers vegna," spurði hann, „hefurdul- ræna rannsóknadeildin svona mikinn áhuga á Michael Benson? Getið þér sagt mér eitthvað af baksviði hans? Eitthvað um það, sem þið leitið að?” „Ekki enn.” 40 Vlkan 22. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.