Vikan


Vikan - 31.07.1980, Qupperneq 43

Vikan - 31.07.1980, Qupperneq 43
í nafni mannúðar, hvað getið þið gert fleira á hlut okkar?” Heydrich hefur á réttu að standa uni haettuna sem fylgir því að verða of nákominn gyðingum. Þeir skírskota, kveina og biðja sér griða. Samt verð ég að viðurkenna að Weiss bar sig virðulega. „Þú mátt ekki leita hjálpar minnar,” sagði ég. „Jafnvel jsótt ég hafi stundað fjölskyldu þína? Ég mat foreldra þina mikils. Ég held þau hafi borið virðingu fyrir mér." Ég hristi höfuðið. „Ég ber ekki óvildarhug til þín. Hlíttu ráði mínu og forðaðu þér og þinum.” Þegar ég gekk út heyrði ég að leikið var á píanó einhversstaðar í húsinu. Mig minnir að pabbi hafi einhvern tíma sagt að læknisfrúin væri fær píanóieikari. Hún lék lag eftir Mozart. Frásögn Rúdís Nóvembermánuður 1938 rann uppog enn vorum við í Berlín. Þegar ég hugsa aftur i tímann á ég erfitt með að ásaka móður mína eða nokkurn annan. Við héldum kyrru fyrir. Við máttum líða fyrir það. Engan óraði fyrir þeim skelfingum, sem biðu okkar — nema örfáa menn. Ég man eftir óendahlegum umræðum. Verum kyrr. Förum. Þetta lagast. Við eigum góðan mann að. Hann er í hárri stöðu. Dag nokkurn léku mamma og Anna dúett eftir Mozart þegar pabbi kom upp stigann. Ég þekkti fótatak hans. Hann var ekki stór maður en sterkur. Hann leyfði mömmu og Önnu að ljúka laginu á Bechstein píanóið og klappaði. Anna þóttist reið. Þær voru nýbúnar að læra lagið og þær höfðu ætlað að koma honum á óvart á afmælisdegi hans. Ég sat úti í horni stofunnar og las í- þróttasíður dagblaðsins. Ég hafði ekki haft áhuga á að lesa aðra hluta blaðsins frá því ég var lítill. Foreldrum minum gramdist hve latur ég var að læra heima og sögðu að ég hefði lært að lesa svo að ég gæti lesið um úrslit knattspyrnuleikja og hver hefði sigrað í hnefaleikjum. „Þetta er dásamlegt,” sagði pabbi. Hann kyssti Önnu. „Það verður enn á- nægjulegra að heyra þetta á afmælinu minu. Einhvern tímann verður þú betri Pianóleikari en mamma." Hann strauk hár hennar. „Nú verð ég að tala við hana móður þína. Viltu vera svo væn að fara fram?” Anna setti stút á varirnar. „Ég held ég viti hvað þið ætlið að ræða um. í Förum við eða verðum við um kyrrt?” Af einhverri ástæðu mátti ég vera eftir. Ef til vill fannst þeim ég orðinn nógu gamall. Faðir minn kveikti eld í pípu sinni og fékk sér sæti hjá píanóinu. „Manstu eftir Dorf-fjölskyldunni?” spurði hann mömmu. „Bakarafjölskyldunni. Þau skulduðu þér heilmikla peninga og fluttu burt án þess að greiða þér.” „Sonur þeirra var hér.” „Borgaði hann skuldirnar?” „Varla. Ungi maðurinn er í Öryggis- sveitinni. Hann bannaði mér að stunda aria og réð mér að fara úr landi.” Ég þóttist niðursokkinn í íþrótta- fréttirnar en hlustaði af athygli. Faðir minn virtist ráðvilltur og áhyggjufullri en ég hafði nokkru sinni áður séð hann. „Við hefðum átt að fara fyrir þremur árum,” sagði hann. „Strax og Karl var giftur. Þá höfðum viðtækifæri til þess." „Móðir mín strauk aftur hár sitt. „Áttu við að við höfum verið um kyrrt min vegna, Jósef?” „Nei, góða mín. Við. . . ákváðum þetta bæði.” „Léstu ekki sannfærast af orðum minum? Ég sagði að þetta væri mitt land jafnt sem þeirra. Það held ég enn. Við lifum lengur en þessir villimenn.” Faðir minn reyndi að taka á sig sökina að nokkru leyti. Þeir gyðingar sem urðu eftir þyrftu á læknishjálp að halda og hann hefði verk að vinna. En mamma — og ég líka — vissi að hann var að látast og tókst það ekki sem best. Það var járnvilji mömmu sem hélt okkur á þessum stað. „Kannski er nægur tími enn," sagði pabbi. „Inga segir að það sé maður á jám- brautarstöðinni sem geti kannski hjálpað okkur. Móðir mín brosti. „Já, við getum talað við hann aftur. Síðast heimtaði hann digran sjóð í þóknun.” „Ef við förum ekki leyfum þá a.m.k. börnunum að fara, Karli, Rúdí og Önnu. Látum þau hefja nýtt lif einhvers staðar. Þessi Dorf kom mér úr jafn- vægi.” Móðir min reis upp af píanóbekknum. Hún strauk gljáfægt pianóið. Hún átti það. Það hafði verið í eigu fjölskyldu hennar. „Við munum lifa, Jósef,” sagði og glœsilegan fyrsta flokks matsölustað, Smiðjuna (Er í sama húsi og Bautinn) Bjóðum allar veitingar en þó fyrst og fremst úrvals mat og þjónustu YFIRMA TREIÐSL UMAÐUR: Hallgrímur Arason YFIRÞJÓNN: Sigmar Pétursson Á kvöldin í sumar spilar Gunnar Gunnarsson og fleiri „dinnermúsik” HEITIR OG KALDIR RETTIR ALLAN DAGINN Opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 14.00 og frá kl. 18.30 — Bautinn er opinn frá kl. 8-23.30 Morgunverðarhlaðborð frá kl. 8-10.30 GRILL - CAFETERIA Hafnarstræti 92, Akureyri Sími 96-21818 SMIÐJAN restaurant Hafnarstræti 92, Akureyri Sími 96-21818 31.tbl. Vlkati 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.