Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 7
YFIRLÝSING frá alþjóðasamtökum sveitakvenna til alheims- ráðstefnu Sameinuðu þjöðanna vegna kvenna- áratugsins, haldinnar í Kaupmannahöfn 14.-30. júlí 1980 FRÁ þvi kvennaársráðstefna Sameinuðu þjöðanna var haldin i Mexfkó árið 1975 hafa aðeins batnað aðstœður þeirra kvenna sem þegar voru vel stœðar. Flestar konur, og þá einkum þœr sem búa i dreifbýlinu, hafa alls ekki notið þeirra framfara sem oröið hafa frá 1975. Ef á heildina er litið hafa aðstœður kvenna versnað, enn fleiri eru fátækar, vannærðar og búa við bágar framtíðarhorfur. Associated Country Women of the World eru alþjóðleg samtök sem 8,5 milljónir kvenna í 70 löndum eiga aðild að. ACWW skora á Kaupmannahafnar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin er i tilefni kvenna- áratugsins, að leggja megin- áherslu á vanda og þarfír þeirra kvenna og stúikna sem verst eru settar, hvort sem þær búa i þróunarlöndunum eða i iðnrikj- unum. Það er grundvallaratriði að kvenfólk fái að minnsta kosti næga menntun til að geta tjáð sig i þvf skyni að skoðanir þeirra njóti athygli og sannmælis þegar ákvarðanir eru teknar um fram- vindu þeirra byggðarlaga sem þær búa i. Mikilvægt er að ekki sé litið á konur sem þiggjendur. Þær eiga fullan rétt á að móta stefnu, skipu- leggja og stjórna framkvæmdum. Ráðstefna ACWW telur að leggja þurfi sérstaka áherslu á þessar þarfir: hreint vatn, ódýra orku, bætt mataræði og heilsu- gæslu, grunnmenntun og læsi, forystuþjálfun, starfsmenntun og lánafyrirgreiðslu, viðurkenningu á störfum bændakvenna, áherslu á hagsmuni byggðarlagsins, fræðslu um friðsamlega sambúð þjóða og aukinn skilning milli kynþátta. n hjá tjeim. Ég starfaði þá mikið á veg- um æskulýðshreyfingar kaþólsku kirkjunnar og lék forvitni á að kynnast Islandi. sem ég þekkti þá einungis af Nonnabókunum. Ég hafði ætlað til náms i Bandarikj- unum. Stjórnvöld þar höfðu úthlutað styrkjum til fimm stúdenta við Kölnar- háskóla og ég átti að fá einn styrkinn. En öll styrkveitingin var felld niður þegar upp komst að prófessor nokkur hafði misnotað aðstöðu sína til að konta syni sinum í hópinn. Ég hafði látið skrá mig úr háskólanum i Köln svo að ég vann um sumarið og um haustið tók ég boðinu um íslands- förina. Ég kunni strax vel við ntig hér á landi. Ég naut frelsisins, eftir það ófrelsi sem ég hafði upplifað á hlitlerstímanum. Ég hafði lika fengið ákaflega strangt uppeldi. var komin af þýsku miðstéltar- fólki og dæmigerðri kennarafjölskyldu. Lif slíkra fjölskyldna var afar fastmótað og stéttbundið. Ég held að ef ég hefði verið um kyrrt í Þýskalandi hefði ég einangrast við slikan þjóðfélagshóp. Hjá Geir og Elfriede var ég um veturinn i góðu yfirlæti. Mig langaði til að læra íslensku vel svo að ég fékk mér vinnu við hjúkrun á Vifilsstöðum sumarið eftir. Ég vann á Vifilsstöðum til ársins 1952. Það sumar fékk ég starfa sem ráðskona i veiðihúsinu við Straumfjarðará, í Dal í Miklholts- hreppi. Það var þá sem ég kynntist Kristjáni sem bjó hér að Hrisdal sem er ein af jörðunum við Straumfjarðará. — Þú hefur starfað mikið að félags- máium. hvaða hugmyndir hefur þú um baráttufyrir jafnrétli kynjanna? — Réttindabaráttan verður að byrja á heimilinu sjálfu. Ég vil höfða til skynseminnar og byrja á einföldustu athöfnum. Geti maður ástundað jafnrétti frá grunni, bæði á heimilinu og i daglega lífinu, þá er hægt að reyna að breyta öðrum hlutum. Ég er andvíg mismunun í störfum og launum. En ég held að það muni taka langan tima að útrýma þvi misrétti sem lengi hefur viðgengist. Ég álít að menn eigi ekki að gera ráð fyrir skemmri tinia en hálfri öld til að jafna aðstöðu kynjanna. Að mínu mati vilja rauðsokkar snúa dæminu við og undiroka karla. En karlar hafa i langan tíma vanist þvi að berjast fyrir veldi sinu. Konur eru í eðli sinu sáttfúsari en karlar og geta oft með lempni náð sínu frani, jafnvel látið karla finnast þeir hafa öll ráð i sinum höndum. Ég er andvíg ofstæki i hvers konar mynd. Til að mynda tel ég að rauðsokkar hafi skemmt fyrir réttinda- baráttu kvenna með þvi að miða sína baráttu við útivinnandi konur. Mér finnst að konur eigi ekki endilega að 35. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.