Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 38

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 38
enginn kjáni; það hafði hann aldrci ver- ið. Og hann lærði smám saman að menn þurftu að standa fast á sinu á ýmsan hátt, eða farast ella. Á saumastofunni, svo tekið sé dæmi, hafði hann barist með aðstoð Weinbergs fyrir því að fá sæti hjá ofninum — en það var mikill ávinningur — og hann hafði sigrað. Það er dapurleg staðreynd en nasistarnir sáu sér hag í þvi að etja gyðingunum saman. Það út- skýrði grimmd kapóanna. Og það skýrði Iíka hvernig hæglátur maður eins og bróðir minn gat þróað með sér seigt yfir borð, klæki og mótþróa. Karl starði illskulega á Melnik. „Fari hann til andskotans," sagði hann hátt við Weinberg. „Weiss,” sagði kapóinn aðvarandi. „Þaðer bannaðað borða í skálunum." Weinberg grátbað Melnik um að láta sem hann tæki ekki eftir þessu. En kapó inn var engu að síður fórnarlamb en þeir. Ef SS kæmist að þessu myndi hann missa letivinnuna sina. „Þú ert gyðingur eins og við, Melnik," sagði Karl. „Gefðu okkur tækifæri. Við erum ekki að borða. Við erum bara aðsmakka á því." „Þegiðu. Láttu mig fá djöfuls brauðið. Hvern einasta mola.” „Nei," sagði Karl. „Weinberg vann fyrir því. Það er handa klæöskerum en ekki andskotans löggu og kjaftaskúm eins og þér.” Melnik kippti harðri gúmmíkylfunni úr beltinu og gekk að kojunni. „Finn læknissonur frá Berlin, ha, Weiss? Of góður fyrir okkur hina fangana. Láttu mig fá helvitis brauðið.” „Láttu hann fá það, Karl,” sagði Weinberg. Hann ýtti brauðhleifnum sinum til Melnik. En Karl neitaði. Hann var glorsoltinn og gott btauðbragðið minnti hann á allt það sem hann hafði misst: frelsið, eiginkonuna, fjölskylduna, hæfileikana. Þegar Melnik reyndi að kippa brauð- inu af honum réðst Karl á hann. Það urðu stympingar og kapóinn tók að berja Karl með stuttri, harðri gúmmi- kylfunni. Það var eins og illur andi hefði hlaupið i Karl — hann orgaði, sparkaði, beit og reyndi að rifa kylfuna af Melnik. Weinberg reyndi að skerast i leikinn og hann varð lika fyrir höggum. Hinir fangarnir horfðu á, hrópuðu hvatningar- orð til Karls en vildu engan þátt eiga sjálfir. Refsingin fyrir slagsmál I svefn- skálunum gat verið dauði — eitt skot i hnakkann eða henging opinberlega. „Weiss, Melnik,” hrópaði Weinberg, „í Guðs bænum, hættið! Gyðingar að berjast!” „Litli skrattinn réðst á mig,” orgaði kapóinn. „Verðir! Verðir!” Annar kapó kom hlaupandi, fyrrum glæpamaður eins og Melnik, og óð beint I slagsmálin. Hann barði Karl fyrst i handleggina, síðan í höfuðið. Fáeinum andartökum síðar voru bróðir minn og Weinberg yfirbugaðir og barðir þar til þeir misstu næstum rænu. Refsing var þegar i stað framkvæmd. SS-liðþjálfinn sem var á vakt skipaði svo fyrir að farið yrði með þá að „trjánum”. „Trén voru T-laga tréstaurar í garðinum og á þeim fóru fram nokkurs konar krossfestingar. Karl og Weinberg voru bundnir með sverum reipum og handleggirnir festir fyrir aftan þá á þvertrénu. Fæturnir dingluðu um það bil tvö fet fyrir ofan jörðu. Þannig heftist blóðrásin bæði i handleggjum og fótleggjum og andar- drátturinn var erfiðari. Menn höfðu dáið eftir að hafa kvalist á þennan hátt i einn dag. Weinberg minnist þess að Karl varð óskiljanlegur eftir fáeinar klukkustund- ir. Hann staglaðist á nafni konu sinnar. „lnga . . . Inga . . .” „Rólegur, drengur,” sagði Weinberg. „Sparaðu loftið.” „Ég er hættur, Weinberg. Mig langar að segja þeim að þeir hafi unnið, þeir hafi sigrað mig. Láttu þá drepa mig.” „Nei, nei, Weiss. Það er alltaf betra að lifa. Það er alltaf möguleiki. Hver og einn okkar sem lifir er Guði til dýrðar. Ég held að ég hafi farið rétt með það. F.g er ekki trúaður maður en rabbíarnir segja manni þetta.” „Ég vil ekki Iifa.” „Auðvitað viltu það. Þú skalt bara stynja ef það hjálpar eitthvað.” Weinberg fullvissaði Karl um það að þeir yrðu skornir niður næsta dag. Þeir myndu hressast þegar þeir fengju vatn. Raunar átti Weinberg vin í Buchenwald- sjúkraskýlinu og sá myndi koma þeim í samt lag aftur. Og liðþjálfinn, þessi sem vildi fá fallegu nærfötin, hann myndi ekki láta Weinberg, besta skraddarann i búðunum, og vin Weinbergs. deyja. Siðan ráðist var á Önnu á gamlárs- kvöld fór heilsu hennar stöðugt hrak- Gyðingar fluttir um borð i lest til útrýmingarbúðanna Auschwitz. andi. Hún sem hafði verið svo lifandi og lifsglöð var nú hætt að borða, hætt að baða sig og loks. móður minni til mikill- ar skelfingar, hætti hún að tala i júlí. Tamar segir mér að til sé læknaheiti yfir þetta ástand. Anna húkti saman- hnipruð úti í homi með höfuðið við vegginn, likamann einkennilega kýttan, handleggina beygða og klemmda að bringunni, fæturna dregna upp. Hún vildi ekki matast og móðir min og Inga reyndu að neyða hana til þess. Eitt sinn var hún hreinust og Ijúfust allra stúlkna, nú forðaðist hún sápu og vatn, vildi ekki skipta um föt og gaf engin hljóð frá sér nema lágt kjökur. Þrátt fyrir þá staðreynd að það var strið og að sérstök læknismeðferð sjúkl- inga — hvað þá gyðinga! — var mjög sjaldgæf héldu móðir min og lnga að þær gætu leitað til læknis nokkurs, Haefer að nafni, en faðir minn hafði þekkt hann og hann var sagður talsvert frjálslyndur. Að því er þær best vissu var hann ekki meðlimur i flokknum og hann lagði enn stund á taugasjúkdómalækn- ingar. Móðir min hafði ekki geð í sér að fara með Ingu og Önnu. Auk þess var best að hún yrði áfram i felum. Inga verslaði fyrir hana og réð henni til að halda sig sem mest innandyra. Dr. Haefer horfði á samanhnipraðan og hreyfingarlausan likama Önnu og hann virtist einlæglega samúðarfullur. Inga sagði honum undir fjögur augu hvað hefði komið fyrir Önnu og hvernig henni hefði stöðugt hrakað siðan — martraðir, móðursýkisköst, fáránleg hegðan og nú þessi flótti frá heiminum og getuleysi að gæta sjálfrar sin. „Og hvað er það sem þér viljið að verði gert, frú Weiss?” spurði hann. „Ef til vill einhvers konar læknismeð- ferð. Hæli sem myndi taka við henni. Ég veit að ég ætlast kannski til of mikils. Þegar litið er á það að hún er...” 38 Vikan 35. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.