Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 37

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 37
Þýð.: Magnea Mattíiíasdóttír. (Ljóam. einkaréttur Vikan — Worldvision Enterprices Inc.) Sjötti hluti „Almáttugur," sagði Weinberg. „Hann er búinn að ná henni allri. nema Sviss og Rússlandi. Þó hann geri ekki meiri kröfur." Hátalarinn gall áfram: „Enn á ný leggur foringinn áherslu á hjartanleg og bróðurleg samskipti sín við Sovétríkin og sendir hlýjar kveðjur til félaga Stalíns.” „Bíddu bara, Stalín,” sagði Weinberg. Hann var að sauma bleikan undirkjól með blúndum. „Röðin kemur að þér." „Hvenær kemur hún að okkur?" spurði Karl. „Ekki spyrja mig. Weiss." Weinberg hallaði sér l'ram úr efri kojunni og hvíslaði: Ég frétti að einn náungi héfði keypt sig út. Fimmtiu þúsund sviss- neskir frankar, sem SS-foringinn fékk. Konan hans smyglaði peningunum inn.” „Konan hans,” sagði Karl. „Ég hef • ekki séð mína I tvö ár. . . og engin bréf, ekkert lífsmark." „Þau eru búin að gefa okkur upp á bátinn, drengur. En ekki láta það draga úr þér kjarkinn." Weinberg stökk úr kojunni og sýndi Karli flíkinu, sem hann hafði verið að sauma. Hann hélt henni á lofti eins og afgreiðslustúlka I verslun. „Hvernig finnst þér? Handa SS-liðþjálf- anum Kampfer, handa hórunni hans." Karl brosti. „Ekki stríða mér, Weinberg." „Striða þér? Þetta er bara til að sýna þér að þetta eru viðskipti. Ég bý til falleg nærföt handa Kampfer og ég fæ umbun.” „Þú kemur mér á óvart, Weinberg. Kannski hefurðu réttar hugmyndir. Lifa af, hlæja, láta sem ekkert hafi breyst." „Ekki hæðast að mér, drengur. Ég bjó til blúndubuxur fyrir Kampfer í siðustu viku — stundum dettur mér i hug að hann sé afbrigðilegur og gangi i þessu sjálfur en hann segir að nærfötin séu handa pólsku hórunni hans — og sjáðu hvaðhanngaf mér." Skraddarinn dró upp hálfan rúg- brauðshleif — ekta brauð og nýtt— sem hann hafði geymt undir röndóttri fangablússunni. Hánn bauð Karli með. „Fáðu þér helminginn." „É.g get það ekki, Weinberg. Þú vannst verkið. Ég geri ekki annað en að kvarta." „Engan kjánaskap. Gerðu svo vel. Rúgbrauð, rétt eins og ég var vanur að kaupa í Bremen." Karl þakkaði honum fyrir og braut bita af brauðinu og þeir sátu þarna og tuggðu hugsi. í þvi kom Melnik, kapó- inn, röltandi. „Fljótur að gleypa," sagði Weinberg. „Feldu brauðið." En Karl hafði breyst við veru sina í Buchenwald. Það höfðu margir fang- anna gert. Þeir komu þangað óttaslegn- ir, fullir hugmynda um heiður og siða- vendni — og svo urðu þeir seigir og ein beittu sér að að þrauka af. Karl var lengur. Ég hef það á tilfinningunni að ég sjái þau aldrei framar. Ég þarfnast einhvers sem er hjá mér á nóttunni. Hlýrrar veru sem heldur utan um mig þegar ég snerti hana. Þegar það er dimmt og kalt." „Ó, Rúdi — mig vantar lika einhvern." „Þú verður að sofa I heysátum. Stela frá bændum.” Hún brosti. „Ekki beinlínis neinir hveitibrauðsdagar." „Það væri verra að vera hér kyrr og láta þá hirða sig. Þeir gefa manni enga von. Þeir Ijúga bara. Þeir eiga enga miskunn. enga samúð. og þeir vilja losna við okkur öll. Sama hvernig." Við héldum hvort öðru fast og svo elskuðumst við aftur og við vorum hamingjusöm. „Þekkirðu söguna um Rut i Biblíunni?" spurði hún. „Ég er ekki viss um að ég muni hana. Ég skrópaði alltaf úr hebreska skólanum." „Þú þarft ekki að muna nema einn hlutann af henni." Hún kyssti mig á kinnina. „Þangað sem þú ferð, þangað ferég líka." Karl var kyrr i Buchenwald. Það voru ekki eyðingarbúðir en fólk dó þar hundruðum saman daglega — af barsmiðum, pyntingum, hungri. Hann lifði af vegna vinnu sinnar á sauma- stofunni og með þvi að hlusta á menn eins og vin sinn. Weinberg. sem þekkti á hlutina. Það var ekki hægt að komast af einn. Maður varð að vera hluti af hóp — kommúnisti, síonisti, hvað sem var. Mennirnir á saumastofunni áttu sér kliku og þeir reyndu að deila með sér umframmat og vernda hver annan. En lifið var alltaf i hættu. Þeir lifðu á þunnri súpu og svörtu brauði. Hreinlætisaðstaðan var hræðileg. Grjót- náman var verst og lika hinn svonefndi „garður" þar sem menn voru barðir í hel fyrir minnstu yfirsjón. Það var líka vinsælt hjá vörðunum að grafa þrjóska fanga lifandi. Fyrrverandi foringi i austurriska hernum, gyðingur, fór dag nokkurn til yfirmanna búðanna og kvartaði yfir þessum villimannlegu siðum. Honum var sagt að vegna þess að hann væri fyrrverandi hermaður myndu ráð- leggingar hans íhugaðar gaumgæfi- lega. Svo var farið með hann út, hann látinn krjúpa á auða svæðinu i búðunum miðjum, fyrir framan aðra fanga. og skotinn i hnakkann. Nótt nokkra var uppgjöf Frakklands útvarpað I yfirfullum og ógeðslegum svefnskálunum. Karl, Weinberg og aðrir félagar þeirra hlustuðu á og var þúngt um hjartað meðan fréttirnar bárust úr hátalaranum. „Þannig sameinast Frakkland Hollandi, Belgiu, Noregi, Danmörku. Austurriki, Tékkóslóvakíu og Stór- Póllandi og verður hluti af nýrri skipan Evrópu. Foringinn hefur afsalað sér öllum kröfum til landsvæða og óskar aðeins friðar og öryggis Evrópu til handa. Svo slíkt megi verða verður farið fram á að England gefist upp og...” 35. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.