Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 50
Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran Hann sá fyrirfram hver myndi seljast og hvar T i ?/, V “ ^ • /h við aðferð sem — hvernig sem á var litið — gat fullnægt ströngustu visindalegri gagnrýni." Í þrjú hundruð blaðsiðna bók eftir Tenhaeff prófessor sem ber heitið De Voorschouw (Framskyggnil og út kom árið 1961 er að finna safn þessara sætis- tilrauna. Ég ætla nu eftir því sem pláss vinnst til i þessari stuttu grein að rekja nokkrar slikra frásagna, sem eru valdar úr ritum dr. Tenhaeffs, hollenska timaritinu um dulsálarfræði og skýrslum Utrecht- háskóla. Þegar honum brást kaupsýslan tók hann að íhuga hvort hann gæti ekki unnið fyrir sér með þvi að beita hinunt furðulegu skyggnihæfileikunt sinum. Og 34 ára gamall hóf hann störf sem byggðust á skyggnigáfu hans undir leiðsögn lærðasta ntannsins i landinu i þessum efnum W. H. C. Tenhaeffs prófessors við háskólann i Utrecht í Hollandi. þvi sjálfur var hann Hollendingur og bar hið franska nafn Gerard Croiset. Þessir hæfileikar hans leiddu til samstarfs við lögregluna í Hollandi, þá ýmsum öðrum Evrópulöndum og loks í Bandaríkjunum. Og til hvers var hæfileikum hans beitt? Hann kom upp um þjófa og morðingja, fann týnd börn, fullorðna menn, dýr og hluti sem týnst höfðu og hjálpaði visindamönnum til að gera sér grein fyrir fornunt handritum ogsögulegum minjum. Lesandi góður! Hugsaðu þér að þú ætlir á fund i kvikmyndahúsi (þar sem sælin eru númeruð) eftir þrjár vikur. Imyndaðu þér að þú hafir uppdrátt yfir öll sætin í húsinu. Veldu nú eitt sætið (við getum sagt t.d. sæti nr. 5 á 10. bekk). Heldurðu að nokkur maður geti sagt þér hvaða persóna nwni setjast i þetta sæti á fundinum eftir þrjár vikur? Já, og svo skýrt að þessi ntaður geti lýst viðkomandi persónu nákvæmlega, klæðaburði hennar og úlliti? Þú myndir eðlilega telja slikt fráleitt meðöllu. Þóer til niaður sem hefur sannað það undir nákvæmu eftirliti visindamanna að hann getur gert þetta. Hver? Gerard Croiset. Þessar tilraunir sent Tenhaeff prófessor gerði sérstaklega úr garði fyrir Croiset hófust fyrir allmörgum árum á Norðurlöndum og hafa siðan verið margendurteknar af vísindamönnum i fimm öðrum Evrópulöndum. Þetta vakti vitanlega stórfurðu fólks unt alla álfuna og þaggaði vel niður i þeim sem lítið hafa gert úr yfirskilvitlegum fyrirbærum og talið þau tóma vitleysu. Þessar tilraunir voru nefnilega gerðar undir strangasta visindalegu eftirliti með fyllstu varúðarráðstöfunum. Aðferðin er þessi: Valið er af handahófi sætisnúmer úr grunnteikningu yfir sæti á fundi sent á að halda siðar, segjum þriðja sæti i fimrntu röð. Engin sæti eru tekin frá. Auk þess er fundurinn stundum haldinn i annarri borg og er Croiset iðulega ekki skýrt frá því. Sætisnúmer er valið af þeini sem stjórnar tilrauninni, ein- hverjum sent er ekkert við fundinn riðinn eða Croiset. Ýmist dregið úl eða með frjálsu vali. Hver sem aðferðin er, þá segir Croiset fyrir hver muni setjast i umrætt sæti, og er fyrirvarinn allt frá einni klukkustund uppí tuttugu og sex daga fyrir fundinn. Hljóðritaðar spár C'roisets eru settar i innsiglað umslag og læstar inni peninga- skáp og ekki opnað fyrr en á fundinunt. Spárnar eru svo rannsakaðar lið fyrir lið eftir að fundargestir hafa komið sér fyrir i sætum sínunt á fundinum, með þvi að spyrja persónuna sem situr í sætinu vandlega undirbúinna spurninga. Fullyrðingar Croisets hafa reynst svo nákvæmlega réttar að ekki er hægt að útskýra þær sem ágiskanir eða tilviljanir. Þegar hinn skyggni maður fær enga sýn fyrir fundinn kemur venjulega i Ijós síðar að sætið var autt þegar fundurinn hófst. Einnig kemur það fyrir að sýnir hans eru mjög óskýrar, og stafar það iðulega af því að fleiri en ein persóna hafa setið í eða snert sætið, en það hefur sömu áhrif og þegar tvær ljósrnyndir eru teknar hvor ofani aðra á filmu. Stundum er Croiset Ijóst að tvær myndir hafa runnið saman, en stundum ekki. Croiset sér ekki einungis framtið viðkomandi einstaklings, heldur einnig fortið hans, ekki síst ef hinn skyggni hefur orðið fyrir svipaðri reynslu í eigin lifi. Hérereittdæmi: Tveim dögum fyrir sætistilraun þar sem sætið var valið með þvi að draga það út að viðstöddum hópí mennta- manna i Hilversum i októbermánuði 1953, sagði C'roiset við Tenhaeff prófessor: „Persónan sem mun setjast i þetta sæti var erlendis i nokkrar vikur. Ég sé hann á gangi í stórborg. Skó- þvengir hans eru lausir. Hann beygir sig fram til að binda þá. Þegar hann gerir það sé ég að maður nokkur gengur á eftir honum og rekst á hann." Við hinar venjulegu spurningar á fundinum kom i Ijós að þetta reyndist hverju orði sannara. Atburðurinn hafði átt sér stað á götuhorni í Lundúnum þar sem umferð var niikil, að þvi er sætishafi tjáði fundarmönnum. Ekki ósvipaður atburður hafði eitl sinn komið fyrir í lífi Croisets sjálfs, þótt langt væri siðan. Dr. Tenhaeff sagði svo frá þvi: „Þegar Croiset var tólf ára gamall var hann staddur á heimili vinar sins, þar sent einhverFhafði dáið. Vinur Croisets fór inn í herbergið þar sem likið lá. Þar eð hann var rómversk kaþólskur beygði hann kné sin við líkkistuna. En Croiset sem hafði ekl^i átt von á þessari snöggu hreyfingu vinar sins hrasaði unt hann og rak höfuðið i likkistuna.” Fyrsta sætistilraun CToisets fór frant i Amsterdam i októbermánuði 1947 i viðurvist hollenska sálarrannsókna félagsins. Árangurinn varð svo merkilegur að tilraunin var endurtekin. Árið 1951 bauð Tenhaeff prófessor þýska dulsálfræðingnum dr. Hans Bender að starfa með sér að þessunt rannsóknum og gera flokk sjálfstæðra sætistilrauna í Freiburg-háskóla (i Breisgau). Öðrum rannsóknamönnum i Sviss, Austurríki og Ítaliu var síðan einnig veitt tækifæri til þess að gera sætistilraunir með Croiset. Árið 1951 var honunt boðið til dvalar á einka- heimili i Englandi. Þar sýndi hann óformlegar sætistilraunir. Um það segir Tenhaeff prófessor: „Croiset ferðaðist þangað einn sins liðs og enda þótt hann kynni ekki stakt orð i ensku rataði hann til þessa húss.” Með árunum hefur tæknin við þessar tilraunir verið bætt. Um það segir Tenhaeff prófessor: „Að lokum fundunt Hjúkrunarkonan Siðari hluta dags þann 6. mars 1950 var hollenski blaðamaðurinn E.K. á snöpum i Amsterdam eftir fréttaefni. Hann hringdi þá til Gerards C'roisets i Enschede og bað um ótviræðar sannanir fyrir dulrænunt hæfileikum hans, sem mikiðorð fór af um allt Holland. „Eftir tvo daga," sagði Croiset, „geri ég sætistilraunir á fundi fyrir Utrecht- deild Sálarrannsóknafélagsins. Gerið þér svo vel að velja sætisnúmer fyrir þann fund. Nefnið hvaða númer sem yður kemur í hug." „Þriðja sæti frá hægri i sjöundu röð" valdi blaðamaðurinn. „Gott!" sagði Croiset. „Skrifið vinsamlega niður þessa lýsingu sem ég læt yður nú fá. Ég sé að á þennan stól ntuni setjast kona nokkur gráhærð. Hún er grannvaxin og mjóslegin. Hún hefur ánægju af þvi að hjálpa fólki, en kallar allt sem hún gerir í þeim efnum kristilegl þjóðfélagsstarf'. Þegar gengið var úr skugga unt þessar fullyrðingar undir stjórn dr. Tenhaeff kvöldið þann 8. mars kom i Ijós, að i þessu sæti sat hjúkrunarkona mótmælendatrúar. systir L.B.. sem vissulega helgaði sig kristilegu þjóðfélagsstarfi. ! lýsingu sinni skeikaði CToiset hvergi. Lýsing hans gat með engu móti átt við neinn annan viðstaddra. Systir L. B. viðurkenndi að lýsing hins skyggna manns á henni væri rétt. En hún sagði að minnstu hefði munað að hún sæti heima þetta kvöld og að val sitt á sæti hefði verið algjörlega af handa- hófi. Nánari rannsókn Tenhaeffs prófessors leiddi eftirfarandi í Ijós: Systir L. B. var ekki félagi i hollenska sálar- rannsóknafélaginu. Það var hrein tilviljun að hún hlaut aðgöngumiða, sem hún þar að auki fékk ekki fyrr en kl. 5.40 þann 8. mars. Croiset veitti blaðamanninum upplýsingar sínar áður en gestir viðstaddir tilraunina höfðu fengið boðskort sín. Auk þess vissi 50 Vikan35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.