Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 43

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 43
Frásögn Rúdis Þar kom að móðir min var handtekin ogsend til Varsjár. Ég held að hún hafi allt að þvi verið fegin að fá skellinn. Þó hun hefði getað verið nokkra mánuði í viðbót í gömlu vinnustofunni hans Karls var hún að brotna niður vegna dauða Önnu og fjar- veru sona sinna og eiginmanns. Ef til vill var það einhver úr Helms-fjölskyldunni sem sagði til hennar. Inga sver og sárt við leggur að foreldrar hennar hafi ekkert sagt þó þeir færu ekki í felur með óbeit sina á móður minni. Hvað sem því líður var hún hand- tekin um leið og hreinsað var til í þessum bæjarhluta. rekin upp á nístings- kaldan kvikfjárflutningavagn ásamt hundruðum annarra Berlínargyðinga, aðallega kvenna og barna. og send til Varsjár. Faðir minn var við störf á barnadeild gyðingaspítalans þegar hann frétti að Berta Weiss, sem segðist vera konan hans, væri komin á Umschlagplatz skammt frá brautarstöðinni í gettóinu. Max Lowy, prentarinn og gamall sjúklingur föður míns, kom hlaupandi með fréttirnar. Faðir minn og kona sem hét Sarah Olenick og var hjúkrunarkona voru að leita að mat og lyfjum fyrir veiku börnin. Þau dóu nokkur á hverjum degi, samanhnipruð við kaldan ofninn, stynjandi og kveinandi og höfðu ekki mótstöðuafl gegn sjúkdómunum sem hrjáðu gettóið. Lowy hélt því fram að hann hefði séð móður mina. Faðir minn rauk um- svifalaust út af spitalanum og hálf- hljóp alla leiðina að skráningarskrif- stofunni á stöðinni. Og þannig fundust þau á ný, rúmu ári eftir að faðir minn var fluttur burt. í bréfum sem móðir mín skrifaði Karli (þau virðast aldrei hafa verið send, eða að þau voru endursend og Inga geymdi þaul kemur í ljós hve tilfinningar hennar til föður míns voru djúpar. Fyrir framan börnin var hún alltaf dul, sönn dóttir gamals herforingja. En bréfin sögðu aðra sögu. I einu þeirra skrifaði hún: Ef til vill er það min sök, elsku Karl. að þú ert jafnfeiminn og — hvað á ég að kalla það — bældur eins og þú ert. Ég sýndi aldrei djúpa ást mína eða nokkrar tilfinningar til föður þíns blessaðs eða ykkar bamanna. Þetta merkir ekki að ég hafi ekki elskað hann eða ykkur. Hvemig gæti ég annað? Faðir þinn er hreinlega þannig góðmenni að gæska hans er sjálfsagður hlutur. Hann auðsýnir hinum aumasta sjúklinga sinna, verstu betlurum, þorpurum og væluskjóðum sömu virðingu og hann myndi sýna prinsi. Og ógreiddu reikningarnir! Og hæfileikinn sem hann hefur að innheimta þá ekki! Stundum ruglar hann mig í ríminu og ég veit að hann er betri manneskja en ég. Ást mín á honum er blandin eins konar undrun, furðu á óþrjótandi gæsku hans.’ Þúátt þetta líka til, Karl... Móðir min hafði aldrei verið gædd þeim hæfileika að sýna djúpar tilfinning- ar eða hlýju út á við. Hún var einkabarn og alin upp i gróðrarstöðvarandrúms- lofti hjá ströngum foreldrum, þannig að hún gætti sín á kossum, faðmlögum og hvað þá kynferðislegum dylgjum opin- berlega. En nú kysstust þau faðir minn blygðunarlaust eins og ungir elskendur. Hann striddi henni á því að hún vildi standa í biðröð og láta skrá sig, kallaði hana löghlýðinn Berlínarbúa. Hann full- vissaði hana um að jafnvel i aumu Var- sjárgettóinu væri skrifræðið ófullkomið og að hún gæti beðið með að láta skrá sig stutta stund meðan þau settust inn á ' stað sem nefndur var kaffihús og þættust vera á Adlon hóteli. „Þar sem gyðingar eru, þar verður að vera staður fyrir fólk að sitja á, haldast í hendur og tala saman," sagði faðir minn. „Jafnvel þó ekkert kaffi sé til á kaffihúsinu.” Þau horfðu hvort á annað nokkur andartök. Þau höfðu elst. Þjáningarnar höfðu skilið eftir sig merki, grópai drætti i andlit þeirra. „Þú dylur mig einhvers,” sagði faðir minn. Hann þekkti geðbrigði hennar, viðbrögð hennar. „Jósef... Anna er dáin.” Hún sagði honum frá bréfinu skrýtna um dauða Önnu af völdum lungnabólgu á hælinu. Inga reyndi að komast að fleiru, finna gröfina, en varð ekkert ágengt. Faðir minn grét óhindrað, hann gat ekki haft hemil á sorg sinni. Móðir mín laug að honum um aðdraganda andláts Önnu. Hann fékk ekkert að vita um hvernig fullir fantar nauðguðu henni og misþyrmdu og hvernig það braut hana niður andlega. „Það var sársaukalaust,” sagði móðir mín. „Hjúkrunarfólkið sagði að lyfin hefðu deyft allar kvalir og að hún hefði dáiðá friðsælan hátt." „Ég trúi þessu ekki," kjökraði hann. „Barnið mitt, Anna mín. Hvað vilja þeir okkur í Guðs nafni? Hvaða fórnargjöf heimta þeir? Lif barna okkar?” Hann sagði ekkert lengi vel, hneigði höfuðið og þrýsti höndunum að augum sér meðan mamma laug um Önnu. Hann var ofgóður læknir til að trúa því að hún hefði misst vitið upp úr þurru. Þegar fólk brotnaði svona andlega, sagði hann og reyndi að hemja takmarkalausa sorg sína með sjúkdómsgreiningu, þá var það yfirleitt vegna einhvers áfalls. Hafði eitthvað komið fyrir Önnu? Nei, sagði móðir min — bara síaukið þung- lyndi. „Lífið i henni. lífið í henni,” grét hann. „Þeirdrápu það." Nú gerði hann sér grein fyrir þvi að okkur átti ekki að hlí'fa viði neinni skömm, neinni auðmýkingu, neinni kvöl — hvorki Weiss-fjölskyldunni eða gyðingum Evrópu. Hann myndi ekki losna við mynd dóttur sinnar látinnar það sem hann átti ólifað. Móðir mín reyndi að breyta um um- ræðuefni. Hún spurði um aðstæður í Varsjárgettóinu. Hafði hann vinnu? Hvar áttu þau að búa? Með ótæmandi gáfu sinni til bjartsýni og að sjá Ijósu hliðamar á öllu sagði hún að hún ætlaði að bjóðast til að taka að sér kennslu. Hún hefði heyrt að skólarnir í gettóinu væru mjög virkir og fullir af námsglöðu fólki, þrátt fyrir allan skortinn og eymd- ina. Hún vildi gjarnan kenna tónlist og ef til vill líka bókmenntir. Faðir minn samsinnti þessu en hann gat ekki hætt að tala um Önnu. „Ég trúi því ekki að hún sé horfin. Þú hefur ekki sagt mér allt af létta. Hvar var spítalinn? Hver var læknir hennar?” Hún tók um hönd hans. „Jósef, gráttu, ef það er einhver hjálp. En það færir okkur ekki dóttur okkar aftur. Kannski . . . kannski . . . er það best þannig." „Best? Lífið er alltaf betra en dauðinn." „Ég er ekki viss um það. Ekki spyrja mig að meiru.” „Drengirnir?" „Karl er enn í fangelsinu. Já, hann er á lífi og þraukar. Inga segist enn vera að reyna að hitta hann, reyna að kippa i spotta og fá hann látinn lausan.” „Rúdí?” „Stunginn af. Villingurinn okkar. Götustrákurinn. Hann hvarf eina nóttina, skildi eftir bréf handa mér og sagði að við mættum ekki hafa áhyggjur af honum en að hann vildi ekki vera kyrr og biða þess að þeir hand- tækju hann." Faðir minn hristi höfuðið. „Mikið sakna ég þeirra. Ég talaði aldrei nóg við þá, var ekki nóg með þeim. Mikið vildi ég að þeir væru komnir hingað, svo að ég gæti bætt þeim það. Einu sinni olli ég Rúdí svo miklum vonbrigðum. Það var í fyrsta skiptið sem hann lék miðherja i stórleik, sextán ára gamall og yngsti leik- maðurinn í liðinu. Og ég fór á einhvern 35. tbl. Vlkan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.