Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 19

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 19
Að loknu margra ára striti hafði hinn þekkti bandaríski iðju- höldur, Gilbert Morton, loks tima aflögu og lét gamlan draum rætast, hnattferð með hinu glæsilega skemmtiferðaskipi Ocean Star! Það setti stórt strik í reikninginn þegar Patricía, eiginkona hans sl. 18 ár, krafðist þess að fá að vera leiðsögu- maður hans í draumaferðtnni. Þetta urðu Gilbert mikil vonbrigði þegar það er haft í huga að öll þessi ár höfðu þau búið saman og samkomulagið verið eins og hjá hundi og ketti. Nóg var af fallegu kvenfólki um borð, ekki vantaði það, margar voru einar á ferð og til í flest. En Patricía hafði augu í hnakkanum og vék ekki frá manni sínum. Hún sá og heyrði ' allt sem máli skipti. Aðeins einu sinni missti hún sjónar á manni sínum en það var þegar Ocean Star rakst á sker skammt frá Vináttu-eyjunum og sökk á þrem mínútum. Eftir að Gilbert hafði svamlað i sjónum dágóða stund kom hann auga á timburfleka á reki þar skammt frá. Var þetta fleki sem nokkrir ungir amerískir vísindamenn höfðu haft með sér um borð í skipið og nú flaut hann einn og yfirgefinn í ákjósanlegri nálægð við Gilbert. Honum tókst að skríða upp á flekann ásamt Díönu Twist, frægri sjónvarpsstjörnu og fyrir- sætu. Gilbert trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá hversu heppinn hann hafði verið. í sannleika sagt hafði hann verið skotinn í Díönu alla ferðina og reyndar verið aðdá- andi hennar miklu lengur. En hann vissi sem var að hann var henni ekki samboðinn og hafði aldrei verið. Þegar mesta örvæntingin var yfirstaðin strauk hún ljósa, raka lokkana frá^enninu og brosti til hans. Hjartað í Gilbert Morton tók kipp og hann flýtti sér að brosa á móti. — Jesús minn almáttugur, sagði hún og dæsti, — þetta voru nú meiri lætin! Gilbert náði ekki að svara, því við flekaröndina skaust nú upp andlit, pústandi og stynj- andi og spýtti út úr sér vatns- bunu í löngum boga í átt til hans.‘ Það fór ekki á milli mála, þetta var andlit Patricíu ... — Nú þarna ertu þá, elskan! sagði Gilbert um leið og hann velti því fyrir sér hvort hann ætti ekki að sparka í puttana hennar þannig að hún missti takið og hyrfi aftur. En hið góða í honum varð hinu illa yfirsterk- ara (þökk sé hvössu augnatilliti sem Patricía sendi honum) og með miklu basli tókst honum að draga hana upp á flekann sem var ekkert lítið mál vegna þess að hún vó álíka mikið og hippo- potamus en það er kurteislegt nafn á flóðhesti. En upp á flekann komst hún og þá var upp komin hin sígilda staða: Einn karlmaður og tvær konur á fleka einhvers staðar á miðju Kyrrahafinu. Er til betri grund- völlur fyrir góðri sögu? Lítum nánar á hvernig þetta gekk svo fyrir sig. Flekann bar skjótt frá þeim stað þar sem Ocean Star hafði sokkið. Sólin var steikjandi, þó ekki meira en svo að vel var hægt að lifa það af. Nóg var af vatni og næringu sem betur fer. Ekki var mikið um samræður á fleka þessum. Gilbert sat þögull og starði út á hafið. Það sem fyrir stuttu leit út fyrir að ætla að verða mesta ævintýri lífs hans sprakk eins og sápukúla þegar Patricía allt í einu skaust upp að flekanum þeirra. Díana hafði nóg með að koma krullunum sínum í samt lag og virtist una hag sínum vel við þá iðju. Aftur á móti var Patricía langt frá því að vera ánægð og eyddi mestum tíma sínum í það að senda Díönu fjandsamlegt augnaráð. Svona liðu dagarnir. Sólin hvarf, nóttin skall á og stjörnur birtust á himninum. Gilbert varð ekki svefnsamt. Hann reisti sig við dogg og sá að konurnar tvær sváfu djúpum svefni hlið við hlið. Nú fékk hann góða hugmynd — frábæra! í neyðar- kassa flekans fann hann beittan hníf og byrjaði umyrðalaust að saga í sundur bönd þau sem héldu flekanum saman. Með því móti gat hann auðveldlega skipt flekanum í tvo jafnstóra hluta. Það tók hann nær alla nóttina að fullvinna verk sitt en þegar því var lokið ýtti hann öðrum hluta flekansfrá. — Vertu sæl, Patricia mín, hvíslaði hann ofurlágt og vitni, en þau voru engin, hefðu getað séð ánægjulegt glott leika um varir hans. Flekinn með frúnni fjarlægðist óðum og innan stundar sást hann ekki lengur. Gilbert var alsæll og með græðgi í augum skreið hann yfir að teppinu sem huldi ljóshærða sælgætið sem nú var allt hans. — Nú erum við ein, ástin mín . . . loksins, loksins! Hann reif teppið af Ijóskunni sinni . . . og sjá! Þar lá Patricía ! ! ! Þýð.: ej 35. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.