Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 51
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson
persónan, sem lét systur L. B. fá
aðgöngumiðann sinn, ekkert um þær
upplýsingar. sem hinn ófreski maður
hafði gefið fyrirfram.
Sjólidinn
Kvöldið þann 15. nóvember 1949 var
Croiset staddur í höfuðstöðvum lögregl-
unnar i borginni Hengelo. Hann var að
vinna við sakamál. Þegar hann hafði
lokið störfum kl. 9.30 e.h. bað hann
lögregluforingjann hr. S. að skrá niður
hugmyndir um sætistilraun, sem
ákveðið var að halda kvöldið eftir i
Enschede fyrir kvenfélag sveitarinnar i
nágrenninu.
Að þessu sinni sagði Croiset fyrir níu
atriði. „Þetta er fjórða sæti i þriðju röð
frá hægri.
1. Þar sé ég grannvaxinn ungan mann i
dökkum fötum með hárið greitt upp
frá enninu.
2. Hann er með litinn vasaklút i brjóst-
vasanum.
3. Hann er sifellt að tala við unga
stúlku um tuttugu og fjögurra ára
gamla sem situr við hlið hans.
4. Þessi stúlka er með rósrauðar
kinnar.
5. Vinstra megin við hana situr
fullorðin kona. Þessi kona hefur
skiptingu i hárinu. Hún er i svörtunt
kjól. Hún hefur hvöss blá augu og
leikur ævinlega við það sem hún er
með i höndunum.
6. Þetta fer i taugarnar á eiginmanni
hennar.
7. Eiginmaður hennar er digur. að
verða sköllóttur og notar gleraugu
þegar hann les.
8. Hann datt á vinstri fót og er með ör
fyrir neðan vinstra hnéð.
9. Fullorðna konan á son sem er
klæddur einkennisfötum flotans.
Hann er að minnsta kosti sjómaður.
Ég sé tundurskeyti springa. Hefur
þessi kona misst ættingja í slíkri
sprengingu viðströnd Atlantshafsins
... í einhverri höfn?”
Þessar upplýsingar voru fengnar
fundarstjóra i innsigluðu umslagi fyrir
fundinn þann 16. nóvember.
Og hvernig bar þeim nú saman við
sannreyndir? I hinu valda sæti sat ungur
maður sem að útliti kom heim við fyrstu
þrjú atriðin í lýsingu Croisets. Á
fundinum sagði hann við þennan unga
mann: „Þér eruð með ör fyrir neðan
vinstra hnéð."
Furðu lostinn viðurkenndi maðurinn
að þetta væri rétt.
Einnig kom það heim að við hlið hans
at ung stúlka, rjóð i kinnum, sem hann
var alltaf að tala við. Upplýsingar
Croisets um hana reyndust því réttar,
enda þótt hún væri reyndar tuttugu og
sex ára i stað tuttugu og fjögurra.
Vinstra megin við hana sat fullorðin.
bláeyg kona í svörtum kjól, sem einnig
viðurkenndi að lýsingin á sér væri rétt.
Auk þess reyndist lýsing hins skyggna
manns á eiginmanni hennar einnig rétt.
En nú kom babb í bátinn. Þessi
fullorðna kona neitaði þvi i heyranda
hljóði að sonur hennar væri sjóliði, sem
hefði farist þegar skip hans varð fyrir
tundurskeyti.
En ekki hafði hún þó lokið máli sinu
fyrr en önnur kona, ungfrú W.v. B. reis
úr sæti sinu og gaf þessar upplýsingar:
„Bróðir minn var sjóliði, slökkviliðs-
maður hjá landgönguliði flotans i
styrjöldinni. Hann dó þegar skip hans
varð fyrir tundurskeyti i árás nálægt
Plymouthflóa."
Croiset botnaði hvorki upp né niður í
þessum ruglingi. Hann sagði við
konuna: „Getið þér hugsað yður nokkra
ástæðu til þess hvers vegna ég fékk þessa
hugmynd frá yður?" Hún svaraði: „Já,
rétt fyrir fundinn þá sendi ég hringinn
minn uppá sviðið og bað yður að segja
mér eitthvað í sambandi við hann."
Croiset hafði tekið við hringnum hjá
henni og smeygt honum á milli
blaðanna i minnisbók sinni og sagt við
hana: „Ég get ekki gert það núna, en ég
vonast til þess að fá tækifæri til þess
síðará fundinum.”
Þótt furðulegt megi virðast hafði hinn
skyggni maður þannig fengið skýra
mynd í sambandi við þennan tengihlut
kröldið áður en hann hafði tekið við
hringnum, enda þótt mynd þessi að visu
blandaðist saman við önnur áhrif.
Auða sœtið
Autt sæti getur einnig valdið ruglingi
um tima.
Þann 15. október 1952 var Tenhaeff
prófessor að undirbúa sætistilraun sem
fara átti fram fjórum dögum síðar i
Rotterdam. Prófessorinn valdi sæti
númer 18.
„Ég sé ekkert," tautaði Croiset.
„Eruð þér viss?"
„Fullkomlega."
Þetta kom mjög flatt uppá prófessor-
inn. Fram að þessu hafði Croiset náðallt
að fullkomnum árangri.
Dr. Tenaeff reyndi annað númer —
þriðja sæti. Þá brosti Croiset og sagði að
bragði: „Þarna mun kona sitja. Hún er
með ör á andlitinu. Ég sé að þessi ör
standa í einhverju sambandi við
umferðarslysá Ítaliu."
Kvöldið sem halda átti fundinn
snjóaði í Rotterdam. Af þeim þrjátíu
gestum sem boðnir voru til fundarins gat
einn ekki komið. Og hvað um auða
sætið? Það var númer 18 — þar sem
Croiset sagði: „Ég sé ekkert."
En í þriðja sæti sat kona meðáberandi
ör á andliti. „Já, það er alveg rétt," sagði
konan. „Ég lenti i umferðarslysi á italíu
fyrir tveim mánuðum. En segið mér eitt.
Hvernig gátuð þér vitað það?"
Að tilrauninni lokinni staðfesti
Tenhaeff prófessor spá Croisets með
vitnisburði frá eiginmanni konunnar, en
hann er taugalæknir.
I næsta þætti mun ég skýra frá
nokkrum fleiri afrekum þessa frábær-
lega skyggna manns, sem þegar hefur
beitt einstökum hæfileikum sínum fjölda
manns til blessunar. □
35. tbl. Vikan 51