Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 8
Sveitalíf Sigríður Thorlockis flutti rMstafnu- gestum þétt úr Sélinni hans Jóns míns eftir Davíð Stofónsson fró Fagraskógi. stefna aö því að vinna fullt starf utan heimilisins. Yfirleitt gengur það þannig að ef kona vinnur úti þá þarf hún hreinlega að vinna tveggja manna verk. Heimilis- verkin ganga ekki jafnt yfir bæði þótt þokast hafi í þá áttina. Við Kristján skiptum heimilis- störfunum alls ekki jafnt með okkur. Hins vegar höfum við alltaf rætt alla hluti áður en ráðist var í þá svo að það rikir fullt samkomulag á milli okkar um þessa verkaskiptingu. — Þú er nýkomin frá alþjódtegri rádstefnu i Hamborg. Hvað um réttindabaráttu kvenna i þridja heiminum svonefnda? — Jafnrétti á langt I land i þriðja heiminum, það er að segja þróunar- löndunum. Til dæmis þarf að aðlaga trúarbrögð eins og íslamstrúna nútímanum. Þar er aðstaða kvenna mjög slæm. I búddatrú hefur konan betri aðstöðu á heimavígstöðvum þótt ekki sé í opinberu lífi. Á ráðstefnunni i Hamborg i mai fregnaði ég hve jafnréttismál eiga langt i land í Afríku. Jafnvel i borðhaldi tíðkast þar viða enn röðin: faðir, synir, móðir og dætur. Hægt er að telja mönnum trú um hvað sem er á meðan þeir eru hvorki læsir né menntaðir til að gera sér grein fyrir möguleikum á breytingum. Þess vegna er mikilvægt að sem mest sé gert fyrir menntun kvenna þróunarland- anna. Þó tel ég alrangt að reyna að mata þær á evrópumenningu, það þarf að fara öðruvisi í sakirnar. Ólæsi, hungursneyð og vankunnátta i heilbrigðismálum hrjá lönd þriðja heimsins og bitna einkum á börnum og konum. En þótt við tölum mikið um þriðja heiminn eða þróunarlöndin og erfiðleikana þar megum við ekki minnka fyrir okkur vandamálin heima fyrir. Okkar vestrænu velferðarþjóðfélög hýsa sín vandamál sem eru ekki smá i sniðum þegar kringumstæðureru hafðar í huga. Uppbygging vestrænna María flutti ráðstefnugestum íslensk þjóðlög. samfélaga og margt miður nauðsynlegt prjál sem jxtim fylgir breiða yfir þau vandamál sem að okkur steðja. Um allan heim leggja konur sig frani um að taka vandamálin til umræðu og þær reyna með öllum tiltækum ráðum að bæta úr bölinu. Þær skoða ekki vandamálin einvörðungu heldur vilja takastá viðþau. — Viltu sepja okkur nánar frá samtökunum sem hétdu þessa alþjóðlegu ráðstefnu I Hamborg? — Samtökin Associated Country Woman of the World (ACWW) halda ráðstefnur á þriggja ára fresti og að þessu sinni fór ráðstefnan fram i Hamborg I Vestur-Þýskalandi. Sigríður Thorlacius og ég vorum fulltrúar Islands. Þetta eru alþjóðleg samtök sveita- kvenna í 70 ríkjum og Kvenfélagasamband islands tilheyrir samtökunum. Á vegum ACWW er unnið gifurlegt starf til að bæta aðstöðu kvenna um allan heim. Margt er gert I nánu samstarfi við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Einnig eru haldin alþjóðleg námskeið og ráðstefnur, unnið hjálparstarf í ýmsum myndum. Ályktun þingsins í Hamborg sem beint var til kvennaráðstefnunnar i Kaupmanna- höfn gefur til kynna stefnu ACWW. Það gerðist markvert á ráðstefnunni að í fyrsta skipti var samtökum kvenna austantjalds veitt innganga í ACWW. Ekki gerðist þetta átakalaust. Ég varð þarna áþreifanlega vör við það hve virkir lýðræðissinnar konur frá Norðurlöndum eru. Við stóðum saman um að mæla með aðild pólsku kvenna- samtakanna við fulltrúa annarra rikja. Konur frá Ástraliu veltu þessari spurningu lítið fyrir sér en bandarisku fulltrúarnir voru andvígir aðild pólsku kvennasamtakanna. Samtök pólskra sveitakvenna hafa átt samstarf meðevrópsku samtökunum frá 1976. Okkur Norðurlandakonum þótti sem verið væri að loka öllum dyrum ef ekki væri tekið í útrétta höndina. Þrátt fyrir allt eru samtökin ACWW ópólitísk. 8 Vikan 35- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.