Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 35
Ljósm.: Jim Smart segja að þe'ta sé hálfgerð anarkista- músik, stjórnlaus, þetta er kannski mótleikur gegn því sem kallað er músik- framleiðsla. Þetta eru uppreisnarmenn, en það er stór hópur sem hlustar á þá. Hlustar þú á þá? — Ég hlusta á punk, eins og ég hlusta á alla tónlist. Ég hef gaman af þvi. og ég veit að margir punktónlistarmenn eru mjög frábærir artistar. Þó punkið sé á margan hátt mjög ruddaleg músík. þá kemur þetta beint upp úr rótum rokksins. Og það er náttúrlega fóstur- plánetan fyrir allar þessar tónlistar- stefnur. Finnst þér þú eiga rætur i rokkinu... — Já, alveg tvimælalaust... .. .frekaren t.d. ijassinum? . . . ég kynntist jassinum ekki fyrr en ég kom hingað suður, 19 ára gamall. Hvaðan? — Ég er frá Vopnafirði . . . fór þaðan 1969... Varstuþáfarinn adspila...? — Ég eignaðist mitt fyrsta hljóðfæri þegar ég var smápjakkur og fyrsta spila- mennskan var skólaspilamennska í barnaskóla. En hingað kom ég í topp- spilamennsku, fór að spila með Magnúsi Ingimarssyni, fimm kvöld í viku, alls konar tónlist. Þar voru m.a. spiluð jass- lög, ég kynntist tónlist á mjög breiðum skala þar. Framtíðardraumar? — Ég er algjörlega framtiðardrauma- laus maður, ég lifi fyrir daginn í dag ... H i 'að iangar þig að gera i dag? — I dag? Jú. þegar ég er búinn með þetta viðtal, þá held ég að ég taki mér rólegan bíltúr niður í bæ. Það er litið sem ég þarf að gera annað en slappa af og vera með sjálfum mér eftir erfiða helgi. Ég hef gaman af að pæla. En i músík? — Mig langar að halda áfram við það sem ég er að gera. Efst á baugi hjá mér er samvinnan við þennan mannskap. sem ég vinn nú með og hvernig hún kemur til með að þróast. Við höfum alltaf á prjónunum að reyna að vinna eitthvað frumsamið og setja það á skifu, mér finnst ástæða til þess ef menn semja tónlist, ef hún er frambærileg og góð, að reyna að skera hana á vinylinn, þvi þá gleymist hún ekki og . . . jú reyndar, ég á mér smádraum, það er að farið verði að gera eitthvað róttækt i því að gefa út islenska jassmúsik á hljómplötu. Heldurðu að sá draumur rœtist? — Ég vil trúa þvi að það gerist. Messoforte hafa gefið út eina rokkjass- plötu, og það er mjög gott, og nú ætla þeir að ráðast i aðra plötu, og það er ennþá betra. Nú, ég hef unnið mikið með Guðmundi Ingólfssyni, jass- píanista, þetta er maður sem er búinn að halda uppi jassi hérna á höfuðborgar- svæðinu siðustu 2-3 árin, búinn að spila jass lengi og er mjög fær. Ég vona að ég eigi eftir að sjá breiðskífu eftir hann einhvem tíma. Ertu bjartsýnn á framtíðina i plötu- útgáfu? — Já, það er ég tvimælalaust, það er nauðsynlegt að hún haldi vel áfram, ég held líka að aukinn áhugi og áhrif þeirra sem hafa áhuga á alþýðutónlist muni skapa tónlistarmönnum aðhald. svo að þeir hugsi frekar uppávið. Lendi ekki i einhverri lognmollu. Ég segi fyrir mig að ég held að þessi timabundna lægð sem við höfum verið í eigi eftir áð verða öllum til góðs. aób. Ég er bjartsýnismaður. „Mér finnst gott að vera einn með sjálfum mér." 35. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.