Vikan - 28.08.1980, Side 35
Ljósm.: Jim Smart
segja að þe'ta sé hálfgerð anarkista-
músik, stjórnlaus, þetta er kannski
mótleikur gegn því sem kallað er músik-
framleiðsla. Þetta eru uppreisnarmenn,
en það er stór hópur sem hlustar á þá.
Hlustar þú á þá?
— Ég hlusta á punk, eins og ég hlusta
á alla tónlist. Ég hef gaman af þvi. og ég
veit að margir punktónlistarmenn eru
mjög frábærir artistar. Þó punkið sé á
margan hátt mjög ruddaleg músík. þá
kemur þetta beint upp úr rótum
rokksins. Og það er náttúrlega fóstur-
plánetan fyrir allar þessar tónlistar-
stefnur.
Finnst þér þú eiga rætur i rokkinu...
— Já, alveg tvimælalaust...
.. .frekaren t.d. ijassinum?
. . . ég kynntist jassinum ekki fyrr en
ég kom hingað suður, 19 ára gamall.
Hvaðan?
— Ég er frá Vopnafirði . . . fór þaðan
1969...
Varstuþáfarinn adspila...?
— Ég eignaðist mitt fyrsta hljóðfæri
þegar ég var smápjakkur og fyrsta spila-
mennskan var skólaspilamennska í
barnaskóla. En hingað kom ég í topp-
spilamennsku, fór að spila með Magnúsi
Ingimarssyni, fimm kvöld í viku, alls
konar tónlist. Þar voru m.a. spiluð jass-
lög, ég kynntist tónlist á mjög breiðum
skala þar.
Framtíðardraumar?
— Ég er algjörlega framtiðardrauma-
laus maður, ég lifi fyrir daginn í dag ...
H i 'að iangar þig að gera i dag?
— I dag? Jú. þegar ég er búinn með
þetta viðtal, þá held ég að ég taki mér
rólegan bíltúr niður í bæ. Það er litið
sem ég þarf að gera annað en slappa af
og vera með sjálfum mér eftir erfiða
helgi. Ég hef gaman af að pæla.
En i músík?
— Mig langar að halda áfram við það
sem ég er að gera. Efst á baugi hjá mér
er samvinnan við þennan mannskap.
sem ég vinn nú með og hvernig hún
kemur til með að þróast. Við höfum
alltaf á prjónunum að reyna að vinna
eitthvað frumsamið og setja það á skifu,
mér finnst ástæða til þess ef menn semja
tónlist, ef hún er frambærileg og góð,
að reyna að skera hana á vinylinn, þvi
þá gleymist hún ekki og . . . jú reyndar,
ég á mér smádraum, það er að farið
verði að gera eitthvað róttækt i því að
gefa út islenska jassmúsik á hljómplötu.
Heldurðu að sá draumur rœtist?
— Ég vil trúa þvi að það gerist.
Messoforte hafa gefið út eina rokkjass-
plötu, og það er mjög gott, og nú ætla
þeir að ráðast i aðra plötu, og það er
ennþá betra. Nú, ég hef unnið mikið
með Guðmundi Ingólfssyni, jass-
píanista, þetta er maður sem er búinn að
halda uppi jassi hérna á höfuðborgar-
svæðinu siðustu 2-3 árin, búinn að spila
jass lengi og er mjög fær. Ég vona að ég
eigi eftir að sjá breiðskífu eftir hann
einhvem tíma.
Ertu bjartsýnn á framtíðina i plötu-
útgáfu?
— Já, það er ég tvimælalaust, það er
nauðsynlegt að hún haldi vel áfram, ég
held líka að aukinn áhugi og áhrif
þeirra sem hafa áhuga á alþýðutónlist
muni skapa tónlistarmönnum aðhald.
svo að þeir hugsi frekar uppávið. Lendi
ekki i einhverri lognmollu. Ég segi fyrir
mig að ég held að þessi timabundna lægð
sem við höfum verið í eigi eftir áð verða
öllum til góðs.
aób.
Ég er bjartsýnismaður.
„Mér finnst gott að vera
einn með sjálfum mér."
35. tbl. Vikan 35