Vikan - 17.02.1983, Qupperneq 7
hans. Sá um fjöldaframleiöslu á
ýmsu smárusli með nafni Dalís og
endaði ævintýrið með því að f jármál
listamannsins komust í óleysanlega
óreiðu og áritanir verkanna þóttu í
meira lagi óáreiðanlegar. Það tók
meistarann frá Spáni mörg ár að
jafna sig, losna við Sabater og við
tók Frakkinn Jean-Claude Dubarry.
Þá átti að koma öllu í gott lag en
margir telja að þar hafi verið farið
úr öskunni í eldinn.
Ofan á þessa erfiðleika bættist svo
vanheilsa á hinum síðari árum, en
Dalí þjáist af hinni erfiðu Parkisons-
veiki og margir bjuggust við að hann
yrði ekki langlífur. Ekki reyndust
þeir sannspáir, Gala kona hans lést
á undan og meistarinn er nú um átt-
rætt. Dauði Gölu varð honum mikið
áfall og hann lokaöi sig inni í Púbol-
kastalanum þar sem Gala kona hans
er jarðsett. Konan Gala, eða Elena
Diakonof réttu nafni, varð honum
mikill örlagavaldur og þau áttu sam-
leið alla ævi. Ymislegt í sambandi
þeirra varð mönnum umhugsunar-
efni og einkum þó ástalíf Gölu sem
ekki samrýmdist hugmyndum Spán-
verja og reyndar flestra Evrópu-
manna um hina fullkomnu eigin-
konu. Hún átti alla tíð unga elskhuga
og milli þeirra hjóna var engu í þeim
efnum haldið leyndu. Púbolkastal-
ann byggði Dalí sjálfur fyrir hana og
þar hitti hún elskhugana sem voru
margir vel kunnugir meistaranum.
Dalí og Gala bjuggu víöa og eyddu
mörgum stundum í hótelherbergjum
stórborganna. Því var þeim ætíð
mikilvægt að geta snúið heim og
slakaö á í réttu umhverfi. Þau voru
alla tíð spænskir ríkisborgarar og
aðalaðsetur voru á Spáni og í
Mónakó. Giftust þrisvar á lífsleið-
inni, borgaralega, kirkjulega og svo
að síðustu að gamalkaþólskum siö.
Heimili þeirra voru að mestu verk
Salvadors Dalís sjálfs og þar fékk
hugmyndaflugið svo sannarlega að
njóta sín. Iburður af ýmsu tagi hefur
ætíð heillað hann og bæði klæöa-
burður meistarans og innrétting
heimilanna ber vott um að þar fer
maður sem ekki er hræddur viö liti
og útflúr.
Myndirnar af heimili þeirra í Port
Lligat á Spáni segja meira en mörg
orð um þennan sérstæða mann og
við verðum aö játa að þær fengum
við að „láni” úr tímaritinu Skonne
hjem. Þar sést innisundlaugin sem
hann notaði mikið og einnig útisund-
laugin þar sem hvítar slæður gefa
andblæ óraunveruleika — draums-
ins. Það þýðir víst lítið að reyna að
vera séní af þessu tagi hérna uppi á
Islandi, veður og vindar noröursins
eru harðleiknir við menn og hluti og
gæða landsmenn ákveðnu raunsæi
hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Stóllinn rauði á einni myndinni er
að sjálfsögðu í kóngastíl enda hefur
eigandi hans oftlega lagt áherslu
á konungdæmi sitt og hneykslaði
marga með því að krýna sjálfan sig
aftur og aftur eigin höndum. Einnig
hafa staðhæfingar í f jölmiðlum farið
fyrir brjóstið á fólki þar sem hann
segist óumdeilanlega mesti snilling-
ur sem uppi hefur verið og fæstir eru
þess umkomnir að greina á milli
hvort honum er alvara eða ekki. Og
ef til vill reynir hann það ekki s jálfur
því skilin milli draums og veruleika
hafa alltaf verið honum lítils virði og
þau landamærin því mun loðnari en
hjá öðrum. Síðari árin hefur hann
þjáðst af þunglyndi og á stundum
virst ætla að sanna svo ekki verður
um villst geðveikikenninguna um
listina og listamenn. Núna segist
hann ætla að búa í Púbolkastalanum
því að hann þori ekki í kastalann í
Port Lligat. Hann hræðist þar bæði
fólkið og bátana — og sérstaklega
ferðamennina. Sagt er að Dalí máli
lítið, mikill þungi hvíli yfir myndun-
um og hann eigi erfitt með að sætta
sig viö að Gala, sem var fyrirsæta
hans í yfir fimmtíu ár, muni ekki
koma til baka.