Vikan


Vikan - 17.02.1983, Síða 15

Vikan - 17.02.1983, Síða 15
Fjölskyldumál pappirsbleyjum ásamt öðrum nauðsynlegum barnavörum. Ef einhver skyldi ekki vita það þa er til dæmis settur lúxustollur a snuð og þrju stykki kosta um 50 kr. Það er heilmikið mal aö ganga meö barn. Konan breytist ekki bara líkamlega heldur verða yfir- leitt miklar breytingar a sálarlifí, bæði á meðgöngu og á eftir. Talið er meðal annars að um þriðjungur kvenna eigi í geðrænum vand- kvæðum eftir barnsburð. Afstaða til barns, jákvæð eöa neikvæð, verður til á meðgöngutíma. Su af- staða sem kona hefur gagnvart barni á meðgöngu og eftir fæðingu getur mótað öll seinni tengsl hennar við barniö. Margar konur sem hafa veriö andvígar þungun og eignast börn hafa lýst þvi hve erfitt þær áttu með að mynda ja- kvæð tengsl við barnið. Þær hafa oft verið með mikla sektarkennd a meögöngu yfir þvi aö vera andvig- ar þungun. Þegar barnið er komiö 1 heiminn reyna þær oft að bæt.a barninu upp þá fjandsamlegu af- stöðu sem þær hafa haft, með þvi að mynda algerlega óeðlilegt sam- band við það. Það eru til mörg börn 1 dag sem eiga við alvarleg geðræn einkenni aö striöa vegna þess að þau voru óvelkomin og mæður þeirra gátu ekki veitt þeim þaö sem þau þurftu vegna trufl- ana í sálarlífi. Ekki lagar aukin fjárhagsaðstoð slíka hluti, einfald- lega vegna þess að þetta er óvið- komandi fjárhag en er flókiö sálrænt fyrirbrigði. Hvað um börnin? Börnin — þau ófæddu — hafa lítið komiö inn í þessa umræöu. Það er eins og það sem máliö snýst um skipti samt engu máli. Það er yfirleitt ekki minnst á hvaö börnin geta átt í vændum. Hvernig skyldi vera að fæðast óvelkominn í þennan heim? Það er í rauninni heilmikið vitað um þaö. Mörg börn hafa veriö óvelkomin, þó svo að mæðurnar hafi ekki hugsaö mikiö um fóstureyðingu. Börn geta verið óvelkomin af því að þau breyttu ýmsu fyrir móður. Þau voru kannski allt öðruvísi en efni stóðu til, erfiðari, veikari, ljótari en gert hafði verið ráö fyrir. Þau orsökuðu kannski sambúðarslit, stöðvuðu skólagöngu og eyðilögðu fjárhaginn. Eitt versta veganesti sem hægt er að fá út í lífið er að maður se ekki elskaöur, ekki viöur- kenndur. Þetta á auðvitaö við um öll börn — líka þau sem áttu að vera velkomin — en urðu það ekki af því að illa var sinnt um þau eða foreldrarnir voru of uppteknir af sjálfum sér til þess að geta gefiö börnunum þaö sem þau þurftu. En þegar miklar líkur eru til þess aö barn sé og veröi óvelkomiö, á þa aö reyna meö öllu móti að koma því í heiminn? Það hlýtur aö vera mikil spurning um siðferði hvort menn vilji leggja slíkt á börn og vera þátttakendur í aö búa til óhamingjusama einstaklinga. Sú spurning ætti að skipta meginmáli í umræðum um fóstureyöingar og vera mun mikilvægari en spurningin um aö verja líf. Fjö/di fóstureyðinga Það heyrist oft í fostureyðinga- umræðunni að konur verði kæru- lausar og lati sig engu skipta aö þær veröi ófrískar, þær fái „bara” fóstureyöingu. Slíkar setningar hljota aö kalla yfir sig reiði kvenna, bæöi þeirra sem hafa farið í fostureyöingu og hinna. Langoftast er þetta erfið akvörðun fyrir konu og sennilega er mjög fa- títt að um hreint kæruleysi sé að ræöa. Þetta er ekki skemmtileg aðgerö og fáar konur vilja senni- lega kalla hana oft yfir sig. Það hefur hins vegar gjarnan aukið a vanlíðan kvenna að til eru for- dómar í samfélaginu gagnvart fóstureyðingum. Bent hefur verið a að aukning fóstureyðinga a undanförnum arum styðji þa skoð- un að konur verði kærulausari. Tölur frá landlæknisembættinu sýna eftirfarandi fjölda fóstureyö- inga: ariö 1976 — 371 áriö 1977 - 449 arið 1978 - 453 árið 1979-549 árið 1980 - 513 Aukning er a árunum 1976— 1979. Síðan er um að ræða htillega fækkun á tilfellum. En hvað segja þessar tölur eiginlega? Þær ma túlka á ýmsa vegu. Þaö mætti til dæmis ætla aö konur séu orðnar mun meðvitaðri, upplystari og abyrgðarfyllri en aöur, aö þær vilji hreinlega ekki eiga börn nema þær viti að þær geti verið ja- kvæðar í þeirra garð og boðið þeim upp a mannsæmandi tilveru. Kannski hafa fordomar haft minni ahrif en aður og konur færari að taka ákvarðanir sjálfar. Þaö er nefnilega líka hægt aö tulka tölurnar jakvætt, en ekki einungis ncikvætt eins og þingmaðurinn gerir. Hvaða áhrif hefur fóstur- eyðing ákonu? Flestar konur hafa velt þvi fyrir ser hvaða sálrænar afleiðingar fóstureyðingar hafa. Mjög na- kvæm rannsókn var gerð á þessu í Svíþjóð 1982. Rannsóknin byggöist a mjög persónulegum viðtölum við 110 konur sem höföu farið í fostureyöingu. Helstu niöurstöður voru þær að konur fengju ekki sal- ræn eftirköst eftir fóstureyöingu. Tiltölulega litill hluti fekk þung- lyndisköst, fáar mjög alvarleg. Salræn vandamál tengdust þvi gjarnan meira að konan hafði orð- iö ófrísk þegar hun ætlaði ser þaö ekki en ekki þvi að hun let gera fostureyðinguna. I stuttu málí ma segja aö rann- soknin hafi sýnt aö alvarleg sal- ræn einkenni í kjölfar fóstur- eyöingar eru sjaldgæf. Þegar afgreiöa a frumvarp um fóstureyöingar er vonandi að þing- menn kalli ekki yfir þjoðina þaö ástand sem var fyrir 1975, þegar ymsar vafasamar leiöir voru notaðar til að fa fostureyöingu, og aö afstaða þeirra motist meira af nutima þekkingu en óraunhæfri tilfinningalegri miöaldaafstööu. 7- tbl. Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.