Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 18
frönsku. Þó franska sé nú það mál
sem kemst næst ensku að út-
breiöslu eru enskumælandi menn
fjórum sinnum fleiri en frönsku-
mælandi og því ljóst aö enska er
oftar notuð sem opinbert mál á al-
þjóðlegum fundum, ráðstefnum
og þingum. Enska og franska eru
aðaltungumál Efnahagsbanda-
lagsins, Alþjóöadómstólsins og
Sameinuðu þjóöanna. Auk ensku
og frönsku eru spænska, rússn-
eska, kínverska og arabíska opin-
ber mál á þingi og í störfum Sam-
einuðu þjóðanna. Til þess að fyrir-
byggja hugsanlega afdrifankan
misskilning er háþróað túlkunar-
kerfi í gangi á þinginu og menn
eiga að geta fengið allar ræður og
gögn þýdd yfir á tungumál sem
þeir skilja.
Ymis alþjóöasamtök hafa ekki
yfir svo umfangsmiklu þýðingar-
kerfi að ráða og notast flest við
ensku eða ensku og frönsku. Þar
má nefna alþjóða ólympíunefnd-
ina og Miss Universe fegurðar-
samkeppnina og allt þar á milli.
Svíar ræða viðskipti sín við
Mexíkómenn á ensku, bankastjór-
ar frá Hong Kong ræöa málin í
Singapore á ensku. A Indlandi eru
milli 100—150 mismunandi tungu-
mál og mállýskur, en máliö sem
sameinar alla málhópana er
enska.
Draumurinn um tungumál sem
allir gætu skiliö er gamall. Sumir
hafa viljað að slíkt tungumál
kæmi í stað hinna 2600 tungumála
heimsins sem yrðu þá lögö af.
Fleiri hafa fremur óskaö þess að
til væri eitt tungumál sem allir
Það fer ekki mikið fyrir íslensku
meðal tungumála heimsins en þó
leggja fjölmargir útlendingar sem
hér búa það á sig að læra málið.
Myndina tók Ragnar Th. í Mála-
skólanum Mími i íslenskutíma fyrir
útlendinga.
íbúar heimsins kynnu auk móður-
málsins.
Siglingar og landafundir og
hnignandi veldi latínunnar urðu
þess valdandi aö menn fóru í al-
vöru að viðra hugmyndir um al-
þjóðatungumál. Kómeníus biskup
í Bæheimi lagði til að helstu tungu-
mál Evrópu yröu gerð að aðalmál-
um. Enska og franska skyldu
þjóna Vestur-Evrópu en rússn-
eska Austur-Evrópu. Franski
stærðfræðingurinn og heimspek-
ingurinn René Descartes hafði
skömmu áður sett fram hugmynd-
ir um tilbúið tungumál. Síðan þá
hafa mörg slík verið búin til. Nokk-
ur hafa byggst á latínu en öllum
erfiöu beygingunum sleppt.
Fyrsta tungumáliö af þeim toga
kom fram 1880 og var kallað vola-
puk. Málið vakti ekki mikla
athygli og naut lítillar útbreiðslu.
En aðeins nokkrum árum síöar
kom esperanto fram á sjónarsvið-
iö. Það mál er hálf-tilbúið, samiö
af Rússanum Lazarus Ludwig
Zamenhof. Esperanto byggist á
oröstofnum evrópskra tungumála
en öll málfræði er eins einföld og
veröa má. Annar helsti kostur er
sá aö öll hljóö eru stafsett ná-
kvæmlega eins í öllum tilvikum,
undantekningarnar, sem oftast
eru að gera tungumálanemendur
gráhæröa, eru ekki til. Olíkt öllum
töluðum tungumálum þjóða er
esperanto fyllilega rökrétt og
breytist ekkert nema að þvi einu
leyti að ný orö koma fyrir ný fyrir-
bæri.
Um ein milljón manna víðs
vegar um heiminn kann esperanto
og samtök esperantista hafa unnið
ötullega að því að koma esperanto
á framfæri með fjölþættri útgáfu
prentaðs máls. Ríkisstjórnir
ýmissa landa, einkum austan-
tjalds, hafa stutt þessa tilburöi að
meira eöa minna leyti. Þrátt fyrir
þetta er varla hægt að reikna meö
því aö esperanto geti keppt við
enskuna að vinsældum, hvað þá
oröiö raunverulegt alþjóðamál.
Astæður þess að eitt tungumál
verður öðrum útbreiddara og
meira notað á alþjóðavettvangi
eru margslungnar, bæði land-
fræðilegar, pólitískar og félags-
legar. Gríska og latína voru
heimsmál mennta- og stjórnmála
þegar Grikkland og síðar Róma-
veldi voru heimsveldi og áhrif-
anna gætti lengi eftir að veldin
voru liðin undir lok. A sama hátt
hefur breska heimsveldið skilið
eftir spor sín um víða veröld. Ibú-
ar heilla heimsálfa, Norður-Amer-
íku og Astralíu, hafa ensku að
móðurmáli. Hvarvetna í heimin-
um er að finna hópa enskumæl-
andi fólks, diplómata, mennta- og
tæknimanna. Uppgangur Breta-
veldis og síöar Bandaríkjanna, og
forystuhlutverk þeirra á sviði iðn-
aöar, tækni og vísinda, varö til
þess að fyrstu orðin sem búin voru
til yfir hvers kyns nútímafyrir-
bæri uröu til í Bretlandi eða
Bandaríkjunum. Aðrar þjóðir sem
síöan kynntust fyrirbærinu reyndu
ýmist að þýða heiti þess úr ensku
eða tóku orðið upp í eigiö tungu-
mál. Þá má ekki gleyma að nefna
þau atriði sem ef til vill hafa stuöl-
aö hvaö mest að útbreiðslu ensku
og enskra máláhrifa á þessari öld,
það er heimsstyrjaldirnar og
dreifing breskra og fyrst og
fremst bandarískra herja út um
allar jarðir, ferðamannastraumur
og síöast en ekki síst kvikmyndir,
sjónvarpsefni og popptónlist.
Enskumælandi menn, ekki síst
Bandaríkjamenn, eru frægir fyrir
aö tala ekkert tungumál nema sitt
eigið. Hvar sem þeir fara í heimin-
um ætlast þeir til þess að gestgjaf-
arnir tali ensku eða skilji. Aðeins
tíundi hver Bandaríkjamaður
getur bjargaö sér á öðru tungu-
máli en ensku. Bandarískir ferða-
menn eru víðast hvar drjúg tekju-
lind og þeir sem þurfa að skipta
viö þá neyðast til þess að afla sér
einhverrar enskukunnáttu.
Enska er mál poppsins. Björn
Ulvaeus í ABBA segir aö honum
falli betur aö semja á ensku,
áherslur málsins eru breytilegar,
orðin styttri (en í sænsku) og létt
að finna rímorö. Fyrir ABBA var
enskan lykillinn aö heimsfrægð-
inni og kannski búa heimsfrægð-
ardraumar í öllum sem raula
frumsamin popplög með enskum
texta í staö móðurmálsins. Hér á
landi var lenska að syngja popp á
ensku þar til þjóöernisvakning
varð á þessu sviði. Popparar báru
því við aö íslenska væri of erfitt
mál til þess að syngja rokklög á.
Islenska með sinn harða hljóm,
18 Vikan 7> tbl.