Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 36
FRAMHALDSSAGA
Annar hluti
Martin Russell
Augsýnilega haföi hann
aðeins legið niðri og var nú kom-
inn aftur og hjó í hana klónum.
Hún vissi aö brátt myndi draga úr
henni allan mátt. Hún tvíhenti
kústskaftið og geröi aðra atlögu.
Pússningin sprakk. Sements-
ryk, steypumolar og flögur
hrundu niður og tróðust niður í
teppið. Handleggirnir urðu blý-
þungir. Másandi lamdi hún fimm,
sex högg í viðbót áður en hún
sleppti kústinum og lét hann falla
kæruleysislega á miðstöðvarofn.
Fleiri molar féllu úr loftinu og
einn lenti upp í hana. Rykið dreifð-
ist um allt. Hún reyndi að ná
andanum, hóstaði, hélt um hálsinn
en hallaði sér síðan aö sporöskju-
laga borði í einu horninu og horfði
vantrúuð á eyðilegginguna.
Pússningin hafði hruniö úr loft-
inu á eins til tveggja metra svæði
og skein nú í hráa steypuna. Ur
jöðrunum lágu sprungur í allar
áttir. Allt að því þriðjungur úr loft-
inu var skemmdur og þegar hún
færði sig til muldust flögurnar
undir fótum hennar. Hún steig til
hliöar úr hrugunni, let fallast 1 sóf-
ann og reyndi að ná andanum.
Slátturinn að ofan varð hraöari,
síðan hægari og hélt síðan
upprunalegum hraða, háttbund-
inn, miskunnarlaus.
Nokkru síðar var hún komin
36 Vikan 7. tbl.