Vikan - 17.02.1983, Síða 38
FRA MHALDSSA GA
hann. Hann tók fram skrifblokk.
„Nákvæmlega þaö sem ég er á
höttunum eftir. Minnihlutaofbeld-
iö. Viltu segja mér frá þessu? ”
„Nei, helst ekki. Ef þú ætlar aö
nafngreinafólk.”
Þolinmæðisvip brá fyrir á löngu
andliti hans. Hún tók eftir aö hann
haföi frekar þykkar varir miðað
við grannt andlitið. Samt var
munnsvipurinn ekki slapandi.
Nefiö hvasst og augun grágræn
undir bogadregnum brúnum.
Heildarsvipurinn var spyrjandi,
ef til vill örlítið kíminn.
„Eitt af því fyrsta,” sagöi hann,
„sem fréttamaður lærir á ferli
sínum er hversu langt hann má
ganga. Meiöyrðamál geta veriö
spennandi en þau eru dýr.”
Hún afsakaði sig aftur. „Ef
reynsla mín getur eitthvaö hjálp-
að þér gæti ég sagt nánar frá
þessu. Kannski ætti ég að út-
skýra.. .”
„Eg hef nafnið þitt.” Hann
skrifaði það hjá sér. „Heimilis-
fang. . . Ralph Court, er það ekki?
Þetta er aðeins fyrir eigin skýrslu-
LEIKSOPPUR
gerð. Og aldurinn svona hér um
bil.”
„Til hvers í ósköpunum? ”
„Eg er að gera könnun,” út-
skýrði hann, „á mismunandi
aldurshópum, ekkert síður mikil-
væg en könnun á stétt og stöðu.”
Hann leit á hana og lyfti auga-
brúnunum.
„Eg er þrítug,” sagði hún.
Hann skrifaði töluna í sviga
fyrir aftan nafn hennar í skrif-
blokkinni. „Flestar stúlkur hefðu
dregiöeittár frá.”
„Eg geröi það,” sagöi hún eftir
smáþögn.
Hann leit upp. „Ef þú hefðir
dregið frá nokkra mánuöi í viðbót
værirðu bara á þrítugsaldrinum.”
„Eg hafði ekki hugsun á því,”
viðurkenndi hún alvarlega.
„Jæja, Belinda,” hann rétti úr
sér, „segðu nú frá.”
„Eg dró frá meira en eitt ár. Eg
er þrjátíu og tveggja.”
„Þúþarftekki. . .
„Fréttamaður verður aö fá
áreiöanlegar upplýsingar. Skrif-
aöu þetta niöur.” Hún skipaöi
fyrir og undraöist jafnframt eigin
ákveðni. „Sjáum nú til. Hvernig
væri best að taka á þessu? Ætlar
þúaðspyrja?”
„Segðu bara frá öllu í stórum
dráttum fram á þennan dag.”
Hann skotraöi til hennar augun-
um. „Annars er ég þrjátíu og fjög-
urra.”
Hún lét eins og hún hefði ekki
heyrt þetta. Hann hlustaði af
athygli á frásögn hennar af at-
burðunum og hraöritaði hjá sér
öðru hvoru með löngum köngur-
lóarstöfum. Þegar hann einbeitti
sér stóöu sinarnar á hálsinum út
eins og rifbein.
„Þetta virðist ekki vera merki-
legt þegar því er lýst,” sagði hún
afsakandi. „Þú þyrftir aö
vera. . .”
„Hefurðu aðeins einu sinni hitt
hann?”
„Hingaö til. Eins og ég sagöi er
þetta dálítiö snúið. Hann hefur lag
á að skrúfa fyrir um leiö og ég er
komin upp. Það væri svo heimsku-
legt að hringja upp á og biðja hann
að skrúfa fyrir þegar hann er ný-
búinn aö því. Og auk þess finnst
mér óþægilegt að tala við hann.
Hann er svo skrítinn. ”
„Hvernig?”
„Eins og . . .tómur. Ef ég tala
viö hann er eins og oröin hrökkvi
af honum og aftur á mig.” Hún
hnyklaöi brýrnar þegar henni
varð hugsaö til baka. „Mér fannst
ég engu fá áorkað.
Honum tókst jafnvel að láta líta
svo út að ég væri sökudólgurinn. ”
Eftir stutta umhugsun leit
Hacker á hana. „Væri þaö rangt
ályktað hjá mér, Belinda, ef ég
hugsaöi sem svo að þú væri ekki
sú manngerö sem sætti sig við
óreglu. Eg meina, frekar rólynd
manneskja.”
Hún fann aö hún roðnaði. „Það
er alveg rétt. Eg þoli ekki
árekstra.”
„Og hann hefur uppgötvað
það.”
Hann blístraði lágt og skrifaði
eitthvað hjá sér. Svitadropar féllu
af enni hans á blokkina. Hann
þurrkaði þá af með handarbakinu.
„Þetta síðasta atvik sem þú
nefndir, hvenær var þaö? ”
„I fyrrakvöld.” Hún hikaði. „Eg
skammast mín fyrir að tala um
þaö.”
„Þér mundi líða betur ef þú
gerðir það.”
„Eg missti stjórn á mér. Eg
varð svo reið aö ég lamdi upp í
loftið með kústskafti og eyöilagði
pússninguna. Síðan neyddi ég
sjálfa mig til að fara upp, en áður
AUSTURVERI
2.654, - kr í
afslátt
3tæki
áaðeins
19.950
u|slaí9'Bte'“
Rafha vifta, 3ja hraða
blæs út eða gegnum kolsíu.
Mjög gott vinnuljós.
Rafha eldavél, 4 hellur,
rúmgóður ofn m/grilleiementi
og gott hitahólf
^ r tóO
250 lítra Zanussi ísskápur
sjálfvirk afhríming
Hæð: 141,5 cm
Breidd: 52,5 cm
Dýpt: 60,0 cm
SENDUM í PÓSTKRÖFU
(gildir út febr.mán.)
Austurveri, Háaleitisbraut 68.
Sírnar 84445—86035.
AUSTURVERI
38 Víkan 7. tbl.