Vikan - 17.02.1983, Side 39
FRAMHALDSSA GA
en ég komst aö dyrunum hjá hon-
um skrúfaði hann fyrir eins og
venjulega. Síðan fannst mér ég
veröa aö komast burt og hljóp út
og í bíó og horföi á einhverja
hræöilega mynd. Reglulega ógeðs-
lega. Hún var... ”
Hannhló. „WendyBaby?”
Hún kinkaöi kolli og roðnaði aft-
ur við minninguna. „Eg gat þó
veriö í burtu í tvær stundir. Ekk-
ert gerðist meira þaö sem eftir
varnæturinnar.”
„Og síöan?”
„Eg hef ekki hugmynd um
það,” játaöi hún. „Eg var gripin
ótta í gærmorgun og pakkaöi niður
í tösku og tók á leigu herbergi á
Majestic hótelinu. Þar var næst-
um fullt svo ég var heppin að fá
herbergi. Eg svaf þar síöastliðna
nótt og hef ekki komiö í íbúðina
síðan.”
Hacker horföi yfir garöinn. „Þú
hefur veriö hrakin út. ”
„Bara í eina eða tvær nætur,
þangað til ég fæ safnað kjarki aft-
ur. Amorgun... ”
„Skrattinn hafi morgundag-
inn.” Hann staröi á hana. „Gerir
þú þér grein fyrir því, Belinda,
hvað þessi náungi hefur gert þér?
Hann hefur framið skemmdar-
verk. Það er ekki hægt aö lýsa því
öðruvísi. Hann hefur eyöilagt
frumrétt þinn til að lifa lífinu eins
og þú kýst sjálf án nokkurrar
ágengni við aðra. Ætlar þú aö láta
bjóðaþér þetta?”
„Strax og ég er búin að jafna
mig... ”
„Nærtækasta leiöin, þú fyrir-
gefur að ég gríp fram í fyrir þér,
er að hefja sókn. Og viljirðu
þiggja mitt ráð þá gerðu þaö
strax. Það minnsta, þaö allra
minnsta, sem þessi brjálæöingur
skuldar þér er ný pússning í loftiö
og næturdvöl á þriggja stjörnu
hóteli. Að ekki sé minnst á aðrar
skuldir sem verra er að koma
höndum á. Þú verður að fara beint
heim, elskan, og segja honum til
syndanna.”
„Þetta virðist svo einfalt hjá
þér.”
„Eg er ekki að segja aö það sé
auövelt. En það er ekki eins
ómögulegt og þú hefur talið þér
trú um. Sjáðu til. Þessar íbúöir í
Ralph Court eru samkvæmt leigu-
samningi, eða hvað? Nú, ef þú lest
samninginn muntu sjá... ”
„Eg veit það. Eg get klagað
hann fyrir hússtjórninni. Hún get-
ur varað hann við. Ef hann valdi
ónæði verði hann sóttur til saka. ’ ’
Hacker smellti með fingrunum.
„Þarna hefurðu lausnina alveg í
hendi þér.”
„Eg vildi helst komast hjá því
nema það sé alveg óhjákvæmi-
legt.”
„Hvað er á móti því? ”
„Hann myndi vita að það væri
ég semhef kvartaö.”
„Hvaðumþað?”
„Það myndi bara gera illt
verra.”
Hacker sagði mjúkum rómi.
„Er þér umhugað um að halda nú-
verandi vináttu viö manninn? ”
„Eg veit að þetta er asnalegt.
Eg get bara ekki hugsað til þess að
vera... ”
„Ovinsæl?” stakk hann upp á.
„Hristu þetta af þér, elskan. Ef þú
heföir verið í Auschwitz hefðir þú
gengiö í fararbroddi til gasklef-
anna — þú ert þannig gerð. Eg hef
samúð meö þér, skil þig. En þaö
kemur að því að maður verður að
snúa við blaöinu.”
„Auðvitað er það rétt hjá þér.”
„Leggöu inn kvörtun strax í
kvöld.”
„Eg er búin aö taka hótelher-
bergiöínótt... ”
„Afpantaðu. Gerðu það strax.
Þú munt ekki sjá eftir því. ”
„Eg ætla aö hugsa um það á
eftir.” Hún stóö upp og rétti hon-
um höndina. „Þakka þér fyrir,
herra Hacker, að sýna málinu
áhuga.”
5. KAFLI
„Ja, hver fjandinn,” sagði
múrarinn. „Hvernig gastu farið
að þessu?”
Lindy ákvað að láta spurning-
PASKAFERÐIR 1
Mallorca
perla Miöjarðarhafsins
17 daga ferð: 27/3 - 12/4
Amsterdam
í vorblóma
Vikuferð
29/3 — 5/4
Páskaferðin er mjög vinsæl, vegna þess að þá eru margir frídag-
ar og vinnutap með minna móti.
Mallorca er vöknuö af vetrardvalanum, mátulegur lofthiti, gott sólskin og sjórinn
farinn aö hlýna. Atlantik býöur upp á gistiaöstööu viö allra hæfi, svo allir ættu aö hafa
þaö gott um páskana.
Pantið tímanlega, því framboö er takmarkað.
Sumir kalla borgina „Feneyjar noröursins", enda má meö sanni segja aö Amsterdam
meö öll sín síki sé sérstæö borg. í Amsterdam er fjölskrúðugt mannlíf og eru
Hollendingar sérstaklega viömótsþýtt fólk. i Amsterdam finna flestir eitthvaö viö sitt
hæfi. Þar er hægt aö sigla um síkin á daginn eöa um kvöld viö kertaljós og
rómantík. Hægt er aö fara í skoöunarferöir um borgina eöa út í friösælar sveitir og
þorp. Ekki má heldur gleyma listasöfnunum, tónleikasölunum, verslunargötunum og
skemmtanalífinu.
Já, vikan er fljót aö líða í Amsterdam ...
7. tbl. Vikan 39