Vikan


Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 46

Vikan - 17.02.1983, Blaðsíða 46
/tiaikm yn ddstjs&ms /þrjátíu ár , Það er ekki svo fráleitt að tala um að Audrey Hepburn sé í tísku um þessar mundir. Fatahönnuðir leita gjarnan á vit gamalla tíma eftir hugmyndum að fatnaði og út- litstísku komandi tíma. Gamlar kvikmyndastjörnur verða þá oft fyrirmyndir að tískunni sem glæsilegustu fulltrúar ákveðinna tímabila. Nú er komið að Audrey Hepburn og tískunni frá árunum kringum 1955—60. Þá klæddist Audrey Hepburn samkvæmt nýj- ustu tísku i víð, efnismikil pils eöa stuttar, níðþröngar síöbuxur, ta- mjóa skó, víöar, síöar peysur, bar slæður og kisusólgleraugu. Fata- hönnuður sá sem hannaði Audrey Hepburn og „skapaöi” meö þvi Audrey-stílinn er Hubert de Givency. Audrey Hepburn stjórnaöi nýverið tískusýningu í Fashion Institute of Technology í New York til heiöurs Givency a 30 ara afmæli tiskuhuss hans. Audrey Hepbum er 53 ára, fædd í Belgíu, dóttir ensks bankamanns og hollenskrar barónsfrúar. Rétt nafn hennar er Edda Hepburn. Vegna þess hve hún var há, grönn og limafögur vakti hún athygli tískuljósmyndara strax á unglingsárum. Hún lærði ballett og stundaði leiklistarnám af kappi. Hún fékk smáhlutverk í ýmsum breskum kvikmyndum og þegar verið var aö kvikmynda eina slíka, Monte Carlo Baby, á frönsku Rivierunni kynntist hún franska rithöfundinum Col- ette. Colette fór þess a leit við Audrey aö hún tæki aö sér aðalhlut- verk í leikgerð eftir metsölubók hennar, Gigi, sem átti að fara að setja upp á Broadway í New York. Audrey Hepburn líktist mjög dæmigeröum söguhetjum Colette. Hún var aðlaðandi og fögur, viðkvæm, barnsleg og kvenleg í senn. I raun og veru var Audrey Hepburn þó engin brothætt dúkka eða aukvisi. Hún var ákveðin og bjó yfir skapgerðarstyrk sem fólki sem ætlar sér að komast áfram á framabrautinni er nauðsynlegur. 46 Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.