Vikan


Vikan - 17.02.1983, Side 46

Vikan - 17.02.1983, Side 46
/tiaikm yn ddstjs&ms /þrjátíu ár , Það er ekki svo fráleitt að tala um að Audrey Hepburn sé í tísku um þessar mundir. Fatahönnuðir leita gjarnan á vit gamalla tíma eftir hugmyndum að fatnaði og út- litstísku komandi tíma. Gamlar kvikmyndastjörnur verða þá oft fyrirmyndir að tískunni sem glæsilegustu fulltrúar ákveðinna tímabila. Nú er komið að Audrey Hepburn og tískunni frá árunum kringum 1955—60. Þá klæddist Audrey Hepburn samkvæmt nýj- ustu tísku i víð, efnismikil pils eöa stuttar, níðþröngar síöbuxur, ta- mjóa skó, víöar, síöar peysur, bar slæður og kisusólgleraugu. Fata- hönnuður sá sem hannaði Audrey Hepburn og „skapaöi” meö þvi Audrey-stílinn er Hubert de Givency. Audrey Hepburn stjórnaöi nýverið tískusýningu í Fashion Institute of Technology í New York til heiöurs Givency a 30 ara afmæli tiskuhuss hans. Audrey Hepbum er 53 ára, fædd í Belgíu, dóttir ensks bankamanns og hollenskrar barónsfrúar. Rétt nafn hennar er Edda Hepburn. Vegna þess hve hún var há, grönn og limafögur vakti hún athygli tískuljósmyndara strax á unglingsárum. Hún lærði ballett og stundaði leiklistarnám af kappi. Hún fékk smáhlutverk í ýmsum breskum kvikmyndum og þegar verið var aö kvikmynda eina slíka, Monte Carlo Baby, á frönsku Rivierunni kynntist hún franska rithöfundinum Col- ette. Colette fór þess a leit við Audrey aö hún tæki aö sér aðalhlut- verk í leikgerð eftir metsölubók hennar, Gigi, sem átti að fara að setja upp á Broadway í New York. Audrey Hepburn líktist mjög dæmigeröum söguhetjum Colette. Hún var aðlaðandi og fögur, viðkvæm, barnsleg og kvenleg í senn. I raun og veru var Audrey Hepburn þó engin brothætt dúkka eða aukvisi. Hún var ákveðin og bjó yfir skapgerðarstyrk sem fólki sem ætlar sér að komast áfram á framabrautinni er nauðsynlegur. 46 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.