Vikan - 17.02.1983, Side 51
Draumar
Glerbrot
Kæri draumráðandil
Viltu ráða þennan
draum fyrir mig. Hann er
að vísu dálítið óljós en það
eru viss atriði í honum sem
ég get ekki gleymt. Eg var
stödd í einhverju húsi, eftir
á að hyggja finnst mér ég
hafa verið á efstu hæð og
húsið ekki nýtt. Þarna var
eitthvert fleira fólk og eitt
nafn man ég en það er ekki
víst að það tilheyri nema
seinni hluta draumsins.
Það er á vinkonu minni,
sem ég sé mjög sjaldan, en
hún heitir B. Eg veit ekkert
hvað hún var að gera
þarna. Eftir öðrum man ég
ekki. En þarna var ég sem
sagt og allt í einu fór að
rigna yfir mig smáum gler-
brotum (svona eins og ég
get ímyndað mér að komi
ef framrúða í bíl brotnar).
Astæðan var sú að einhver
eða einhverjir hentu
glösum og/eða flöskum úr
gleri á hart gólf eða ein-
hvern harðan hlut rétt hjá
mér, þar sem glerið
splundraðist í smátt og
dreifðist yfir mig. Eg gætti
þess að hlífa augunum, en
var ekkert hrædd eða
miður mtn út af þessu. Og
glerið gat ég hrist af mér á
eftir en þetta voru ótal
smábrot og ótrúlega mikið
af þeim svo það var talsvert
verk. Ekkigeri ég mér grein
fyrir hvort ég gerði það í
draumnum eða hugsaði
það bara.
Eg vona að þú getir sagt
mér hvað þetta táknar, því
þetta með glerbrotin er
mjög minnisstætt og ég
get ekki hætt að hugsa um
það fyrr en ég fæ að vita
hvað það merkir.
Með fyrirfram þökk,
Brothætt.
Flest táknin leggjast á
eitt um að gera merkingu
draumsins nokkuð á-
kveðna, allt frá upphafi til
enda. Þarna er um að ræða
einhverjar breytingar sem
hreinlega hellast yfir þig án
þess að nokkuð verði að
gert. Atburðirnir eru utan-
aðkomandi en hafa þó ein-
hver afgerandi áhrif á þig
og þína. Samt er á-
stæðulaust að hafa
áhyggjur af þessu, því alls
ekki er víst að breyting-
arnar verði á nokkurn máta
neikvæðar og víst er að þú
átt þarna mótleik í poka-
horninu ef vel er spilað.
Bein úr maga
og djúpur hylur
Kæri draumráðandil
Mig langar að biðja þig
að ráða fyrir mig tvo
drauma sem mig dreymdi
fyrir löngu.
Fyrri:
Mér fannst ég liggja í
koju og var íþeirri neðri en
einhver strákur sem ég
þekkti ekki í efri. Mér
fannst ég vakna við það að
strákurinn datt niður úr
kojunni. Og þegar ég leit á
hann fannst mér stórt bein
standa úr maganum á
honum. Eg man greinilega
að beinið var stórt og svert.
Seinni draumurinn var
þannig:
Mér fannst ég liggja við
árbakka sem er fyrir neðan
húsið þar sem ég á heima,
fannst ég liggja á blábakk-
anum og svo datt ég niður í
ána. Eg sökk alltafdýpra og
dýpra með rúmið, það
fylgdi mér alltaf.
Mér fannst ég vera þarna
niðri dálítið lengi og allt í
einu skaut mér upp á ár-
bakkann aftur. Þennan
draum dreymdi mig oft og
ég var alltaf við sama
hylinn.
Með fyrirfram þökk fyrir
ráðninguna, Guðrún.
Fyrri draumurinn boðar
einhverja breytingu til
batnaðar á högum þínum,
sem kemur til af
einhverjum óvæntum
atburðum. Þarna gæti jafn-
vel verið um arf að ræða
eða einhvers konar efna-
hagslega breytingu. Þó er
þetta ekki eingöngu
jákvætt því einhver böggull
fylgir skammrifi og farsælla
aðfara varlega.
Síðari draumurinn er
meira í ætt við martröð og
því síður mark á honum
takandi. Þó gæti þarna
verið um einhverja van-
heilsu að ræða sem þú berst
við í lengri tíma. Oft er þá
útlitið ekki sem best en
einhvern veginn tekst þér
alltaf að vinna á veikind-
unum að lokum.
Klippti allt hárið af
Kæri draumráðandi.
Mig dreymdi einkenni-
legan draum sem ég vildi
gjarnan að þú reyndir að
ráða fyrir mig.
Litla systurdðttir mín
hefur ákaflega fallegt, sítt,
rauðleitt hár. Mig dreymdi
að ég var að greiða henni
og setti hárið upp í tagl. Þá
tók ég eftir þvíað endinn á
hárinu var ójafn og slitinn.
Því tók ég skæri og ætlaði
að særa hárið að neðan og
gera það fallegra. Það
næsta sem ég vissi var að ég
hafði klippt allt hárið af
upp við teygjuna og hélt á
þvíí vinstri hendi.
Með kærri þökk fyrir
birtinguna.
Móðursystir.
Innan fjölskyldunnar
koma upp meiri háttar
tilfinningamál og deilur
þeim samfara. Líklega
verður eitthvað til þess að
valda þessari systurdóttur
þinni sálarstríði og áttu ef
til vill sjálf þar hlut að máli
án þess að hafa viljað vinna
henni illt. Við ráðnmgu
hefði verið til bóta að vita
nafn stúlkunnar því það
hefði getað breytt ráðningu
eitthvað, en þó má telja að
svipuð niðurstaða hefði
fengist.
Skop
Karlmenn eru óútreiknanlegir.
Þegar ég giftist mínum dáöist
ég að honum. Núna þoli ég
hann ekki.
7. tbl. Víkansi