Vikan


Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 10

Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 10
1 á götum úti, til dæmis eftir að járnbrautarteinar höfðu veriö sprengdir upp, verksmiðjur eyöilagðar eöa Þjóðverjar skotnir. Þetta geröu þeir í hefnd- arskyni. Við hlustuöum alltaf á enska og sænska útvarpið til að fylgjast meö þvi sem var að gerast. Við vissum aö Þjóöverjar áttu til að skjóta inn um glugga ef heyrðist 1 erlendu útvarpi niöur á götuna eöa ef ljósglæta sást meöfram gardínum þegar gluggar áttu að vera byrgöir. Eg man í framhaldi af þessu aö þegar ég kom hingaö 1 fyrsta skipti haustiö 1945 í heimsókn til tengdaforeldra minna gat ég ekki gengið fram hjá gluggunum á kvöldin nema dregiö væri fyrir. Eg var alltaf að gá aö einhverju, — bjóst alltaf viö skoti. Þetta sat svo voðalega í manni. Eg man líka eftir ööru atviki eftir að við vorum komin hingaö alkomin og bjugg- um inni í Kleppsholti. Við bjugg- um í sérstaklega skemmtilegu litlu húsi í Efstasundinu, sem Sig- valdi Thordarson arkitekt hafði teiknað. Það skar sig frá öðrum húsum og fólk kom oft aö skoða það. Einn morguninn var ég ein heima. Þá stoppaði hermannabill fyrir utan. Hermenn hoppuðu ut úr bílnum og nálguöust húsið. Eg stóö alveg máttvana og gat mig ekki hreyft. Eg hugsaöi: Nú eru þeir komnir til þess að sækja Friörik. Þaö er gott aö hann er ekki heima! Þetta voru nú bara Ameríkanar sem voru komnir til að taka mynd af húsinu. Eg stóö algjörlega stíf og gat ekki meö nokkru móti hreyft mig. Þetta er afskaplega undarleg tilfinning og situr lengiímanni.” Friörik Einarsson kom heim til Islands nokkrum mánuðum á und- an Ingeborg og börnunum. Hann haföi gert sér miklar vonir en þegar „skammdegismyrkriö grúföi yfir landinu og líöa tók nærri jólum, leiddist mér svo óskaplega, aö ég hélst ekki lengur við,” segir hann í bok sinni. „Eg hringdi til Ingeborg og sagði: — Eg vil ekki vera hér! Eg get ekki hugsaö mér að setjast hér aö! Eg á kost á góðum stöðum þarna úti — og nú kem ég meö næstu ferö. En hún þvertók fyrir það meö öllu: — Nei, sagöi hún. — Viö höfum ákveðið að flytjast til Islands og því veröur ekki breytt. Þú nýtur þín aldrei til fulls nema í föðurlandi þínu. Bráöum kem ég, og þá lagast þetta allt. Hún hafði lög aö mæla eins og endranær. ’ ’ — Hvers vegna sagöi Ingeborg ekki bara já, blessaður komdu? Hefði þaö ekki verið mun auðveld- ara fyrir hana sjálfa? „Eg fann að hann langaði aö fara heim, eftir aö viö höföum fariö í heimsóknina til Islands. Allir skólabræöur hans voru hér í góðum stööum og þaö nkti eins konar brautryðjendaandi meðal þeirra. Honum fannst hann virkilega geta gert eitthvaö, lagt eitthvaö af mörkum hér, svo aö mér fannst sjálfsagt aö prófa þaö. Þaö gerði líka sitt aö hann haföi nú danskt próf svo viö hefðum get- að farið aftur ef okkur líkaöi ekki og vorum ekki eins bundin hér og annars hefði veriö. Svo hef ég alltaf veriö tilbúin að reyna eitthvað nýtt. ” I/arð bílveik í strætisvögnunum — En breytingin hlýtur að hafa verið mikil? „Já. Þetta voru óskaplega mikil viðbrigði. Eiginlega mjög svipaö og koma til Grænlands 30 árum seinna. Reykjavík var lítil, fáar verslanir, eiginlega engar glugga- útstillingar og þjónusta ákaflega takmörkuð. Kleppsholtiö var eins og sveit og göturnar ekkert nema drulla. Börnin voru mikið úti að leika sér en það höföu þau líka getað gert í Kaupmannahöfn þar sem við bjuggum í fjölbýlishúsa- samstæðu meö leikvelli á milli. Munurinn var nú aöeins sá aö ég man eftir aö ég þurfti aö taka þau minnst þrisvar sinnum inn suma dagana og skipta á þeim og setja öll fötin þeirra í þvott af því aö þau voru alltaf á kafi í drullunni. Mér fannst líka aö þaö rigndi allt árið. Þetta var afskaplega erfitt fyrstu tvö árin. Friðrik vann mikið og ég var bundin heima meö tvö lítil börn og það var erfitt aö komast í bæinn. Strætisvagnarnir fóru á hálftíma fresti og voru hræðileg skrapatól, lyktandi af brenndri olíu. Þeir hristust og skoppuöu á leiðinni svo að ég var alltaf bílveik þegar ég kom niður á torg. Eg fór ekki mikiö i bæinn í þá daga. En okkur var strax tekið tveim höndum af öllum sem þekktu Friörik. Þaö var eins og skólasystk- inin heföu beöiö eftir að hann kæmi heim. Eg eignaöist mjög fljótt mikið af góðum vinum, auk fjölskyldu Friöriks. Annars var lítíð hægt aö fara nema á kvöldin en svo þurfti ég líka aö passa símann og það er kapítuli út af fyrir sig.” Friörik stundaði heimilis- lækningar jafnframt starfinu á sjúkrahúsinu og í þá daga var hringt heim til læknanna til þess aö biöja þá að koma í vitjun. „Við fengum síma hálfum mánuði eftir aö við fluttumst í Kleppsholtið og þaö gekk nú svona og svona að tala í símann. Eg hafði reyndar fariö á íslensku- námskeiö áöur en við komum hingað í heimsóknina áöur en við fluttumst alkomin. Nokkrar eigin- konur íslenskra námsmanna fréttu af því aö Sigfús Blöndal væri meö byrjendanámskeiö í íslensku viö háskólann og við fórum þangað. Námskeiöið stóö í tvo mánuði. Sigfús var mikill málamaöur en dálítið gamaldags og haföi ekki komið til Islands í mörg, mörg ár. Eg man þegar hann var aö skýra fyrir okkur oröiö samferöamaöur, þá sagði hann að þaö væri maður sem heföi verið samferða einhverjum langa leiö á hestbaki. Þetta var hans ferðamáti. Einu sinni kom ég lika heim meö góöa setningu handa Friðriki: „Vel barinn þorskhaus er góöur matur.” Og ég spuröi hvort þaö væri eitthvað sem maöur borðaöi. Máliö sem viö læröum hefur áreiðanlega verið mjög gott, en hugsunarhátturinn var ööruvísi en almennt geröist. Þegar síminn hringdi og fólk sagöi eitthvað svaraöi ég bara — hann er ekki heima. Og svo sagði fólkið eitthvaö og ég sagði — hvar er það? Oftast var náttúrlega erindið að biðja Friðrik að koma í vitjun en sjálfsagt hefur þaö líka verið eitthvað allt annað stundum. Aöeins í eitt skipti fann hann ekki heimilisfangið sem ég skrifaöi niður, og þaö þykir mér nú bara nokkuð gott. Svo lagaöist þetta auðvitað þegar frá leiö.” FHseyrun reynd- ust vera skata „I þá daga var mjólkin seld á mjólkurbrúsa í búðunum. Fisk- búöin var í bílskúr og þaö stóö karl í klofstígvélum í miöri kösinni. Fiskinn fékk maöur meö vír í gegnum augun og hélt á honum i annarri hendi og mjólkur- brúsanum í hinni, ýtti barna- vagninum á undan sér og meö eldra barnið á eftir. Eg man eftir því að þaö lá alltaf eitthvaö úti í horni í fiskbúðinni, voöalega skrýtiö, sem líktist filseyra. Eg þorði aldrei aö spyrja fisksalann ÍO Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.