Vikan - 24.02.1983, Side 11
i
hvaö þetta væri þegar búðin var
full af fólki. Einu sinni var ég
loksins ein meö honum og spurði.
Þá var þetta skata!
Vöruúrvalið í verslunum var
óskaplega fátæklegt, jafnvel þótt
við kæmum frá skömmtun og
stríði. Þaö var nú reyndar ýmis-
legt til í búðunum en kaup-
mennirnir voru ekkert að flagga
því — höföu það fyrir vini og fasta
viðskiptavini. Ef bjóða átti heim
gestum varö að draga saman
föngin áöur en maöur þorði aö
bjóða þeim. Ekki var úr miklu að
velja nema fiski og lambakjöti.
Breytingin er orðin mikil frá þvi 1
þá daga.”
Ingeborg minntist á að koman
til Islands fyrir nær 40 árum hefði
veriö svipuö því aö koma til
Grænlands 30 árum síöar.
og á sumrin er þar áreiöanlega
yndislegt blómskrúö.
Fékk græðlinga
hjá systrunum
í Hafnarfirði
„Þetta er nú þriöji garöurinn
sem ég gróðurset hér. Vinir mínir
hafa stundum sagt aö þaö hefði átt
að skikka okkur til aö flytja oftar
til þess að ég hefði orðið að koma
upp fleiri görðum. Eg byrjaði í
Kleppsholtinu, fyrst með blóm í
glugga og síðan garöinn. Þá var
lítiö hægt að fá af plöntum og fólk
varö að vera útsjónarsamt til
aö fá afleggjara hér og þar. Eg
man eftir því að ég fékk einu sinni
stikilsberjagræðling hjá
systrunum í Hafnarfirði. Stikils-
„Við hjónin höfum dvalist
fjögur sumur á Grænlandi.
Friðrik stundaöi þar lækningar
þennan tíma. Við höfum veriö í
Narassaq, a Disco-eyju og í
Christiansháb tvisvar. Þetta var
mjög mikið ævintýri. Náttúran er
svo sérstök og Grænland allt. AUa,
sem verið hafa á Grænlandi,
langar til þess að komast þangaö
aftur. Veðráttan er líka svo miklu
betri þar á sumrin heldur en hér,
miklar stillur og ekki eins mikil
rigning. Við kynntumst ekki mikiö
Grænlendingum sjálfum því aö
það er erfitt að kynnast þeim. Þeir
voru hræddir viö að tala dönsku,
þótt þeir skildu hana, en við áttum
þarna samt marga góöa vini.
Gróöurinn í Grænlandi er líka sér-
stakur. Blómin eru svo falleg og
svo mikið af þeim. Stundum er
eins og þau vaxi beint upp úr stein-
unum. Jarðvegurinn er oft svo
lítill.”
Og engan undrar að Inge-
borg skuli tala um gróðurinn þvi
að hann er henni svo sannarlega
hugleikinn eins og við minntumst
á í byrjun. A heimili hennar eru
blóm í öllum gluggum og garö-
urinn er fullur af trjám og runnum
berjarunnarnir báru ósköpin öll af
berjum. Eg hef ekki mikið séö af
þeim hér síðan. Við fluttum úr
Kleppsholtinu eftir nokkur ár,
þegar húsiö var orðið of lítiö fyrir
fjölskylduna, sem stækkaði.
Viö byggöum okkur hús í
Hamrahlíðinni og þar kom ég
upp garði í annað sinn. Þá var orðið
miklu auðveldara aö fá plöntur og
skógræktin farin að stuðla að því
að fólk plantaði út.
Garðurinn í Hamrahlíðinni er
nú orðinn hálfgerður skógur. Hér í
Hvassaleitinu er svo þriöji
garðurinn minn. Mikil vinna er viö
þetta og þar sem ég veiktist fyrir
þremur árum hef ég ekki lengur
þrek til þess aö sinna garðinum og
húsinu. Viö höfum því selt það og
keypt íbúö á elleftu hæð í Sólheim-
um. Þar fær ég útsýniö í staöinn
fyrir garðinn. Heima í Danmörku
hafði ég ekki hugsað sérstaklega
um garðræktina. Eg hafði alltaf
fallega garða í kringum mig þar
sem ég bjó og saknaði óskaplega
mikið trjánna þegar ég kom
hingað. Og þaö var það sem rak
mig af staðí byrjun.”
En það er fleira en blómin í
gluggunum sem vekur athygli 1
stofunni hjá Ingeborg. A
veggjunum er mikið af
málverkum og það hrekkur upp úr
henni að hún málí nú svolítiö sjálf.
Við nánari athugun kemur líka 1
ljós aö ýmsar myndanna eru eftir
hana sjálfa.
Við vorum aiitaf
að máia
„Það má segja að ég hafi alltaf
málað. Eg hugsa eiginlega aö
fyrsti hvatinn hafi verið þegar
mamma dó. Pabbi vissi þá ekki
hvað hann átti að gera við þessi
þrjú börn. Vandamálin voru ekki
hvað snerti matargerð,
hreingerningar og slíka hluti,
heldur hvernig átti að hafa ofan af
fyrir okkur. Eg man að fyrsta
veturinn eftir að mamma dó
vorum viö teiknandi allan timann.
Við höföum stórt herbergi með
stóru borði og þar setti hann okkur
meö nóg af pappír og alls konar
litum. Þegar okkur leiddist
leituöum við þangaö inn til að
teikna. Pabbi gaf mér bók með
myndum eftir Michelangelo og ég
var alltaf aö reyna að teikna eins
því að ég var stórhrifin af mynd-
unum.
Þegar ég kom til Kaupmanna-
hafnar fór ég að læra postulíns-
málningu. Viö lærðum aö mála og
teikna eftir módelum og gifs-
myndum. Eftir aö ég kom hingaö
einu sinni í viku og máiar.
Jóhannes Geir listmálari hefur
leiöbeint okkur og nú gerir þaö
Valtýr Pétursson. Eg hélt sýningu
í Eden þegar ég var sextug, þar
sem ég sýndi aöallega vatnslita-
myndir. Nú mála ég meira í olíu.”
Ingeborg og Friðrik eiga fjögur
uppkomin börn, en fimmta barnið
misstu þau. Barnabörnin eru
orðin 9.
„Börnin búa öll hér í Reykjavík
og mjög gaman er að hafa náiö
samband viö fjölskylduna. Þegar
við bjuggum í Hamrahlíöinni var
gott að hafa stórt hús. Börnin
bjuggu þar fyrstu árin eftir að þau
stofnuðu heimili, á meðan verið
var að koma sér upp þaki yfir
höfuöið. Þrjú elstu barnabörnin
passaði ég fyrstu eitt til tvö árin
alveg á meðan mæðurnar unnu úti
heils dags starf. Viö höfum mikið
samband við börnin okkar og fjöl-
skyldur þeirra og þangað til ég
veiktist borðuðu þau yfirleitt öll
hjá okkur i hádeginu á sunnudög-
um bara til þess aö allir gætu
hist.”
En hvað ef Friðrik hringdi nú
eins og endur fyrir löngu og segð-
ist vilja flytja til Danmerkur?
„Eg held ég myndi ekki vilja
flytja þangað aftur núna. Mér
finnst gott aö koma þangað og við
eigum þar okkar góðu vini frá
þeim tíma sem viö bjuggum í Dan-
mörku. En ég myndi ekki kæra
mig um að flytja. Það gerir
var allt of mikið aö gera svo ég
varð aö leggja postulíns-
málninguna á hilluna. Það þarf
svo mikla ró til og þegar búiö er að
hræra út litina þarf að vera hægt
að nota þá. En ég málaði alltaf í
huganum og þaö eru kannski
bestu myndirnar sem ég hef gert!
Aðallega gerði ég þetta þegar ég
var ein heima meö börnunum. Þá
hélt ég nú reyndar líka rokna-
ræöur á ensku yfir sjálfri mér til
þess að æfa mig í enskunni.
Fyrir nokkrum árum fór ég svo
í klúbb þar sem er fólk sem hittist
auðvitað mikið að börnin eru hér
og við höfum svo náið samband
við þau. Það væri sennilega ekki
eins í Danmörku því þar myndu
þau vera úti um allt landiö. Eg á
alveg eins heima hér og héðan eru
flestar minningarnar.
Það fór nú svo að ég setti aldrei
upp barnaheimiliö, sem mig
dreymdi um í æsku úti í
Danmörku, en þess í stað hef ég
haft mitt eigiö barnaheimili, meö
börnunum mínum og svo barna-
börnunum hér á Islandi, og það
hefurekki síður veriðgott.”
8. tbl. Vikan II