Vikan


Vikan - 24.02.1983, Page 12

Vikan - 24.02.1983, Page 12
Þaö er laugardagskvöld á Hótel Sögu og salurinn er troðfullur af fólki. Og það sem meira er — allir virðast hafa það sama í huga — HAR! Abyrgð á þessum gífurlegu hárhugsunum hvíldi svo á fyrir- tækinu Rolf Johansen og kó sem ákvað að kynna mönnum ágæti L’Oreal hársnyrtivara. Því var fjölda fólks með hár á heilanum boðið aö mæta þetta kvöld og kapp- kostað að kynna helstu nýjungar. L’Oreal er eitt stærsta fyrirtæki heims á þessu sviði, franskt aö ætt- erni en selur vörurnar í yfir eitt hundrað löndum. Og ef einhver skyldi hafa vit á því skal tíundað að veltan var yfir 11 þúsund milljónir franskra franka á síöasta ári. Fyrirtækið sem slíkt er komið til ára sinna, varð 75 ára á síðasta ári og hefur um 24 þúsund manns í vinnu og sýningarfólkið, sem til Islands kom á þess vegum, var frá Teknical Centre í Danmörku. Tveir Islendingar voru í hópnum, systurnar Þorbjörg Bache (öðru nafni Doddý sem greiðir Vigdísi forseta) og Hjördís Hjörvarsdóttir. Auk þeirra á meðfylgjandi myndum er yfirmaður tæknideildar L’Oreal í Danmörku, Bjarne Nielsen, sem jafnframt var kynnir kvöldsins. Einkunnarorðin eru þessa dagana að hárið skal upp — UPP — og til þess þarf sér- hannaðar hárvörur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.