Vikan


Vikan - 24.02.1983, Page 16

Vikan - 24.02.1983, Page 16
Toto Coelo Man ekki einhver eftir aö hafa séö þessar skvísur í Skonrokki fyrir nokkrum vikum? Þar fluttu þær lagiö sitt sem oft hefur heyrst í útvarpinu, I Eat Cannibals, sem þýöir ég ét mannætur. Um dýpri merkingu þess verður ekki fjölyrt. Hljómsveitin heitir Toto Coelo og er skipuö fimm stúlkum, Anita Mahadervan, Sheen Dorah, Lind- sey Danvers, Ros Holness og Lacy Bond. Þær eru frá Englandi og hafa allar frá unga aldri meira og minna sýslað í skemmtiiönaðinum og auglýsingastarfsemi. Sumar hafa leikið í sjónvarpsauglýsing- um, aörar smáhlutverk í sjónvarps- leikritum og kvikmyndum. Allar hafa þær dansað og sungið frá því þær muna eftir sér. Loks fannst þeim kominn tími til að sameina alla sína fjölmörgu hæfileika og skapa eitthvað sjálfar fyrir þær sjálfar. Afkvæmiö varð Toto Coelo sem er nú tveggja ára. Þær hafa oft komiö fram á tónleikum og í klúbbum en þaö var ekki fyrr en í sumar að þær vöktu verulega at- hygli með mannætulaginu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.