Vikan


Vikan - 24.02.1983, Síða 18

Vikan - 24.02.1983, Síða 18
Ar Orwells: 1984 er þegar byrjað T æknibúnaðurinn allur fyrir hendi Texti og teikning: Jón Ásgeir „1984” er ártal sem varö víö- frægt þegar heimskunnur rithöf- undur, George Orwell aö nafni, notaði þaö sem titil á bók sína um pólitískar horfur í heiminum. Aö- ur hafði komið út eftir Orwell bók- in „Félagi Napóleon” (Animal Farm á frummálinu) sem milljón- ir manna lásu og enn nýtur sú saga mikilla vinsælda. Frásögnin í „1984” er um víö- tækt rafeindaknúið eftirlit meö flestum athöfnum þjóðfélagsþegn- anna, „hugsanalögregla” fylgist náið meö fólki og einkalíf án eftir- lits er bannaö. Vináttusambönd og ástir þykja „ógna ríkinu”. Linnu- laus straumur innantómra skemmtiatriöa, pólitísks áróöurs og kláms dynur á fólki, i því skyni aö halda því frá sjálfstæðri hugs- un. Bókin um hið algjöra ríkiseftir- lit kom út fyrir 30 árum og kvik- mynd sem var gerö eftir sögunni hefur veriö sýnd víða um heim. En þrátt fyrir frægð þessara raun- sæju skáldverka hefur fáum sög- um farið af höfundinum sjálfum. Nýlega kom út yfirgripsmikil ævisaga Orwells, sem í raun hét Eric Blair. Hann fæddist í Ind- landi árið 1903 og lést 47 ára gam- all af völdum berklaveiki. I bók- inni „George Orwell: A life” kynnir stjórnmálafræöingurinn Bernard Crick lesendum mann sem þótti vænt um börn, dýr og jurtir, en óttaðist tæknivæðingu og George Orwell skrifaði bókina „1984". Þar segir frá víðtæku rafeindaknúnu eftirliti með flestum athöfnum þjóðfélagsþegnanna, „hugsanalögregla" fylgist náið með fólki og einkalif án eftirlits er bannað. samþjöppun fólks í stórborgir. Þrátt fyrir þetta haföi Orwell bjargfasta trú á manninum. Þessi sonur skosks embættis- manns í breska nýlenduráðuneyt- inu lét sig snemma dreyma um aö veröa „málsmetandi rithöfund- ur”. Samt sem áður fetaöi hann fyrst í staö í fótspor fööur síns. Hann gekk 19 ára gamall í þjón- ustu nýlendustjórnvalda, varö lög- regluforingi og sendur til bresku nýlendunnar Burma. Fljótlega komst hann aö raun um aö „hinir innfæddu” stæðu honum nær en breskir kollegar hans sem eyddu flestum kvöldum í spilavítum. Orwell þótti þaö glæpsamlegt athæfi aö lífláta fá- tæka Burmabúa fyrir þá sök eina aö hafa kvartað undan nýlendu- áþjáninni. Þessi hávaxni, renglulegi maö- ur með athugul augu og langt, mjótt andlit lét nýlendustarfið sigla lönd og leið áriö 1927 og sett- ist aö i París. Hann lifði á því sem hann hafði nurlað saman og skrif- aði greinar sem enginn vildi birta. Þegar spariféð var búiö dró hann fram lífið meö því að taka aö sér einkakennslu. Hann bjó í ódýru húsnæöi og vann aö ritun bókar sem út kom 1933. I bókinni „Down and out in London and Paris” (Viö kröpp kjör í London og París) lýsir hann lífi fátæka fólksins eins og hann hafði kynnst því. Hann hryllir við fátæktinni, en ásakar engan, gefur aðeins lýsingu á ástandinu. Samt sem áður felst í lýsingunni ásök- un, höfundurinn verður að brjóta heilann um stjórnmál og gerist jafnaöarmaöur. Hann hikar viö að vingast við fólk, er álappalegur í útliti og feiminn. En skarpar ádeilugrein- ar hans, oft meö þungum háðs- glósum, vekja athygli og sífellt fleiri tímarit sækjast eftir þeim til birtingar. Arið 1936 giftist hann skoskri konu, Eileen O’Shaughnessy. Þau eignast ekki barn saman en ætt- leiða síðar son. Þau eru bæöi lok- aöar manneskjur og eiga ekki auö- velt með að ræða tilfinningamálin. En í litlu íbúöinni í miöri London, þar sem oft er kalt aö vetri til, hef- ur Orwell loks eignast sitt eigið heimili. Ari síðar fer hann til Spánar, ekki sem stríðsfréttaritari eins og Hemingway heldur til aö berjast í borgarastríöinu. Hann gerist sjálfboðaliði hjá POUM, spönsk- um flokki vinstri róttæklinga. Líkt „Stóri bróðir fylgist með þér" „Stóri bróðir fylgist með þér" 18 Vlkan 8. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.