Vikan


Vikan - 24.02.1983, Síða 23

Vikan - 24.02.1983, Síða 23
getuleysi hennar til húsverka, á endalausu naggi þeirra út af börnunum og skilningsleysi hennar á starfi hans í kaup- höllinni. En stúlkan, sem var um aö ræöa, var aöeins tveimur árum eldri en Kate og ef dæma mátti af örstuttri viökynningu þeirra var hún hvorki eins greind né skemmtileg og Kate. — Já, já, allt í lagi. Allt í fína lagi, sagöi Hugh en í rödd hans var varnartónn og jafnframt einhver blæbrigöi sem hún átti ekki létt meö aö skilgreina. Hverju sætti? Þaö var þó hann sem haföi viljað yfirgefa hana. Það var svo aftur annaö mál hvort hann hefði gert þaö ef stúlkukindin hefði ekki ruöst inn á þau óforvarandis, æst og miður sín, einmitt þegar Beth var aö taka til kvöldveröinn (til allrar hamingju höfðu öll börnin veriö úti) og tilkynnt aö hún væri ófrísk og ef hann kæmi ekki og byggi meö henni, eins og hann hefði veriö búinn að lofa, hikaði hún ekki viö aö svipta sig lífi. — Ertu búinn að tala við lög- fræðing og allt það? sagöi Beth viö eiginmann sinn í símanum. — Nei. Nei, ég er ekki búinn aö því. Og svo bætti hann við, hann sem alltaf var svo ákveðinn: — Finnst þér liggja svo mikiö á að koma þessum skilnaði í kring? Beth saup drjúgan sopa af vodka. — Ja, ég hélt reyndar að svo væri með tilliti til kringum- stæðna. Hugh ræskti sig á þann hátt sem Beth kannaðist mæta vel viö. Það fór í taugarnar á henni. — Hún. . Susan.... hérna... sagöi hann. — Hérna... sannleikurinn er sá aö.. grunur hennar var ekki á rökum reistur. — 0, sagöi Beth. Hún hikaöi og reyndi aö melta þessar upplýs- ingar, vissi ekki hvort hann ætl- aðist til huggunaroröa eöa hamingjuóska. Burtséð frá nagginu og gagn- rýninni haföi Hugh verið afskipta- lítill faðir, þegar best lét, afsakaði sig meö þreytu og vinnuálagi þegar hann vildi ekki sinna börn- Þau höföu heitið hvort öðru að standa saman í biíðu og stríðu en þeim hafði sem f/eirum reynst örðugra að haida það heit en að gefa það. Samband þeirra virtist ekki hafa nokkurn tilgang lengur. Diana Dettwiler unum á kvöldin. Hann sýndi þeim litla þolinmæöi um helgar þegar hávaðinn í þeim var einmitt mestur og kröfurnar um stööuga athygli háværastar. Hún haföi átt dálítið erfitt með aö trúa því aö hann heföi beinlínis fagnaö því aö eiga von á barni, 46 ára gamall maöurinn. — Jæja, sagöi Hugh treglega til þess að binda enda á þessar vandræöalegu samræöur. — Ef þú ert viss um aö allt sé í lagi hjá ykkur... — 0, já, vissulega, sagði Beth fullvissandi. Hún teiknaöi með fingrinum í rykið á borðinu. A morgun ætlaði hún aö laga til í húsinu og slétta heilt fjall af þvotti. A morgun ætlaði hún að hringja í vinkonu sína, horfast í augu við spyrjandi og ef til vill svolítiö illviljaöan umheim, byrja aö lifa á nýjan leik. A morgun. — Ertu þarna ennþá? spuröi Hugh. Hún sagöi aö svo væri. — Mér datt í hug hvort ég ætti aö líta inn á morgun, sagöi hann. — Hitta krakkana. Svo ætti ég aö gera viö tengilinn á ryksugunni, þaö getur veriö hættulegt að hafa hann svona. — Nicky er búinn aö gera við hann, sagði hún og undraðist illkvittnislega ánægjuna í eigin rödd. Nicky var sonur þeirra, tvítugur að aldri. Hann haföi ekki minnst á fööur sinn einu orði þessar þrjár og hálfu viku síðan Hugh flutti frá þeim en þegjandi og hljóðalaust hafði hann tekið aö sér hlutverk húsbóndans á heimilinu. Hann hafði gert það svo fallega og sýnt henni svo mikla hugulsemi að hjarta Beth var barmafullt af þakklæti. Hann hafði athugað meö olíu á bílinn, gert viö tengilinn á ryksugunni, höggvið tré sem haföi brotnaö í garöinum. Og nú kom hann inn um dyrnar, hár vexti, ljós yfirlitum, laglegur og líkur fööur sínum. Beth fann til samviskubits þegar hún tók eftir stærðar gati á olnboganum á peysunni hans. — Heyrðu, ég verð að hætta núna, sagði hún viö Hugh. — Eg þarf aö fara að taka til kvöld- verðinn. — Já, já, auðvitað, sagöi Hugh. — Jæja, vertu þá sæll. Rétt í því hún ætlaði að leggja tólið á heyröi hún að hann var aö segja eitthvað. — Fyrirgefðu, sagði hún og bar tólið aftur aö eyranu. — Eg heyröi ekki hvaö þú sagðir. Fumið og fátið á Hugh var ekki honum líkt. — Eg sagöi. . . . ég var aö segja aö hún væri farin. Susan.. . .húnerfarin. — 0, sagöi Beth og varð litið á Nicky sem haföi opnað bjórdós og stóð nú og sneri í hana bakinu, starði út í garöinn og teygaði bjór- inn beint úr dósinni. Þögnin í símanum varð þjak- andi og þrungin óvissu og spennu. Af einhverri ástæðu minnti þessi þrúgandi þögn Beth á allar veisl- urnar og kvöldverðarboðin sem eiginmaður hennar haföi dregiö hana með sér í fyrr á árum, þegar hann var að koma ár sinni fyrir borö í viðskiptaheiminum. Nú, eins og þá, fann hún sárt til eigin vanmáttar og getuleysis til aö ráöa viö erfiöar aöstæður. — Hvaö. . . . hvaö ætlarðu þá aö gera núna? spuröi hún og fyrirleit sjálfa sig fyrir veiklyndi sitt. Hún kæröi sig ekki um aö vita þaö. Hún vildi ekki aö hann segöi henni þaö. Enda þótt síðustu ár hjónabands þeirra hefðu ekki fært henni neina hamingju hafði hún þó aö minnsta kosti borið viröingu fyrir þessum manni og vitneskjan um ótryggö hans, framhjáhald sem augljós- lega hafði varað um nokkurt skeið, varö henni meiri háttar áfall. Einmitt núna var hún rétt aö byrja aö venjast og aðlagast þessu nýja lífi án drottnunarfullrar návistarhans. Hún varö gripin skyndilegri reiði þegar hún hugsaði hversu ósanngjarnt það væri af honum aö varpa byrðinni af þessum nýtil- komnu erfiöleikum á herðar henni. — Eg veit satt að segja ekki hvað ég á aö gera, sagöi Hugh. — Þetta er allt dálítið flókiö, finnst þér ekki? Hana langaði mest til aö æpa að honum: Þetta er þitt vandamál, ekki mitt. En um leið skynjaði hún í auömjúkum oröum hans brot af eigin vanmætti til þess að hafa stjórn á sínu eigin lífi. I fyrsta skipti á ævinni vorkenndi hún eiginmanni sínum. Henni var ljóst hversu hættuleg sú tilfinning gæti reynst henni. Hvaö sem því leiö hafði hann nú opinberaö henni mannlegan veikleika. — Hvaö viltu eiginlega aö ég segi? spuröi hún ráöalaus. —Eg geri ekki ráð fyrir að ég hafi rétt til að vilja að þú segir eða gerir eitt eöa neitt. — Nei, ég geri ekki ráö fyrir því, sannarlega ekki, sagöi Beth, snortin af hreinskilni hans. Nicky kom til hennar, tók tómt glasiö úr hönd hennar og fór og blandaði henni annan drykk. Þegar hann kom aftur meö glasiö stóð hann áfram kyrr viö hliö hennar. Hann var miklu hærri en hún, hún hallaði sér aö honum, fann hlýjuna og styrkinn leggja frá honum. Hún heyröi raddir og umgang dóttur sinnar og vinkonu hennaruppiálofti. Hundurinn reis á fætur, teygöi sig og lallaöi út að franska glugg- anum, lubbalegur, dapurlegur með lafandi eyru og skott. I raun- inni átti Hugh þennan hund og hann hafði neitað að borða matar- bita síðan Hugh fór og var aö dragast upp. Hugh haföi oröið aö skilja hann eftir því Susan haföi ofnæmi fyrir hundahárum. Nicky gekk út að franska glugganum og opnaöi hann. Beth horfði á hundinn og piltinn rölta um grasflötina. Allt í einu sá hún Hugh fyrir sér viö hinn enda línunnar, aleinan í tómlegu, ókunnuglegu herbergi, innan um annarra manna húsgögn, í hinum enda borgar- innar. — Eg býst viö .... sagöi hún hikandi. — Eg á viö ef þig langar aö koma hingað á morgun — til aö hitta krakkana...... — Mig langar til þess, svaraöi Hugh. Þau kvöddust og Beth fór inn í eldhús og tók til viö aö skera lauk. Þaö var áreiðanlega laukurinn sem kom út á henni tárunum, sagöi hún viö sjálfa sig. 8. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.