Vikan


Vikan - 24.02.1983, Qupperneq 30

Vikan - 24.02.1983, Qupperneq 30
Litið til baka Jacob A. Riis — einn af frumkvöðium fréttaljósmyndunar Áriö 1885 fann George East- man upp filmu, sem hægt var aö selja í rúllum, og upp úr því opnaöist leið fyrir almenning aö kaupa myndavélar og taka mynd- ir án þess að kostnaðurinn væri óheyrilegur. Fyrir þann tíma höfðu Ijósmyndarar, sem vildu taka augnabliksljósmyndir og lýsa atburðum utanhúss, orðið að burðast með Ijósmyndavélar og framköllunarverkfæri er vógu á bilinu 10—20 kíló. Á þessum tíma voru vissulega prentaðar myndir í blöðum og tímaritum en tæknin var ekki komin á það stig að hægt væri að gera myndamót, þar sem fram kæmu hin ýmsu blæbrigöi Ijósmyndarinnar í prentun. Það var þvi algengt á þessum tíma að teiknarar gerðu teikningar eftir Ijósmyndunum, því myndamóta- menn þeirra tíma réðu við að skila strikunum yfír á prentaðan pappírinn. Árið 1873 kom fyrsta frétta- myndin í bandarísku blaði. Eftir það varð þróunin afar hröð og um aldamótin hófu fyrstu Ijósmynda- blöðin göngu sína. Listunnendur voru byrjaðir að safna Ijósmynd- um fyrir aldamót og eru margar myndir frá aldamótum nú í geysi- háu verði. Á undanförnum árum hafa komió út margar bækur um verk brautryðjenda í listrænni Ijósmyndun og frétta- eða heimildaljósmyndun. Meðal hinna merkustu í síðarnefnda flokknum er Daninn Jacob A. Riis, en úrval mynda hans er að finna í safni New York borgar. Riis fæddist í Danmörku árið 1849 en fluttist 21 árs til Bandaríkj- anna. Sex árum síðar hóf hann starf sem lögreglumálafréttarit- ari fyrir New York Tribune og fréttastofu AP. í þessu starfi kynntist hann vel högum alþýöu- fólks í skuggahverfum New York en á þessum tíma voru kjör þessa fólks almennt hörmuleg. Inn í landiö flæddu skarar af Evrópubú- um í leit að atvinnu og frama. Riis fannst hann ekki geta þagaö yfir því sem hann sá og heyrði og hóf því að skrifa greinar um aöbúnaö þessa fólks. Hann lét ekki þar við sitja heldur samdi fjórar bækur um sama efni. Skrif hans vöktu mikla athygli og Riis varð brátt svo þekkt nafn að Theodor Roose- velt, 26. forseti Bandaríkjanna, kallaði hann eitt sinn „gagnleg- asta borgara New York”. Riis var boðið að gegna háum embættum en hann hafnaði öllum slíkum til- boðum. Riis er nú talinn sem blaða- maður og rithöfundur einna áhrifamestur allra sem böróust fyrir mannréttindum á þessum tíma. En hann er um leiö talinn meðal bestu Ijósmyndaranna. Þegar Riis hóf ritstörf sín fyrir al- vöru kunni hann ekki að taka myndir og fékk því til liðs við sig ýmsa Ijósmyndara er hann var á ferðum sínum um fátækrahverfin. Hann sá þó fljótt að ef hann ætti að geta náð verulegum árangri yrði hann sjálfur aötaka myndirnar og því lagði hann á sig að læra Ijós- myndun. Hann náði fljótt góðum tökum á tækninni og myndir hans vöktu brátt ekki minni athygli en skýr og beitt skrif hans, enda bjó eldhugur að baki öllum hans störf- um. Þegar við skoðum myndir hans í dag getum við ekki annað en undr- ast glöggt auga hans og það áræði að dvelja löngum stundum með myndavélina innan um utangarðs- fólkið sem margt hirti lítt um mannsli'f ef því var aö skipta. Við sjáum að hér hefur enginn meðal- maöur verið á ferð. Myndir þær sem hér birtast eru teknar úr bók- inni HOW THE OTHER HALF LIVES sem fyrst kom út árið 1890. Þá fylgdu með 38 teikningar, unn- ar eftir Ijósmyndum Riis, en 100 Ijósmyndir fylgja þeirri útgáfu sem prentuð var 1970, eða áttatíu árum síðar. SJ Þúsundir barna voru á vergangi á þessum árum og fundu sér svefnstaði eftir hendinni. Á ensku nefndust þau þá „Street Arabs". Þessi maður svaf í þessum kjall- ara í fjögur ár (myndin er tekin um 1890). Stúlka og barn. 30 Vikan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.