Vikan


Vikan - 24.02.1983, Side 43

Vikan - 24.02.1983, Side 43
FRAMHALDSSAGA Aðstaöan á áhorfendapöllunum var ekki upp á marga fiska. Smáupphækkun í öðrum enda salarins með plássi fyrir tíu til tólf áhorfendur. Með tilliti til þessa, hugsaði Lindy með sér, var eins gott að aðeins fimm til sex höfðu látið freistast til að horfa á keppni milli rymjandi karla sem virtust hafa meiri áhuga á að hrópa hvor að öörum heldur en að slá boltann á ákveðna staði. Eftir fimm mínútna bardaga mátti sjá svita- bletti á gólfinu. Lindy var viss um að þátttakendur væru aö hníga niður. „Eg er næst,” hvíslaöi Maureen. Hún var grönn og glæsi- leg í hvítum búningnum. „Móti hverjum leikurðu?” Maureen gretti sig. Klúbbmeist- aranum. Sally Brett. Ætti að taka fljóttaf.” Annar leikmaðurinn í salnum leit reiðilega upp á áhorfenda- pallinn og Maureen þagnaði. I fyrstu haföi Lindy þótt gaman að horfa á tilburði leikmanna en nú var henni farið að leiöast þar eð hún hafði enga hugmynd um hvor væri að vinna og þaðan af síður aö hún héldi með einum leikmanni fremur en öðrum. Strax í byrjun virtust þeir áþekkir aö útliti og eftir því sem á leikinn leið og svitastorkið háriö hékk niður í andlitið gat hún ómögulega greint á milli þeirra. Skylduræknin bauö henni samt aö horfa á leikinn milli Maureen og hinnar hræðilegu Sally Brett. Hún haföi séð þá síðarnefndu fyrir sér sem tveggja metra stöng, þrekna og rauðbláa, en hún reyndist vera mjór álfa- kroppur sem þeyttist um salinn og geröi hinum lánlausa mótherja sínum lífið leitt með leiftur- snöggum skotum. I byrjun seinni lotu, þegar Maureen var orðin eldrauð og örvæntingarfull, kom einhver upp aö hliðinni á Lindy og hvíslaði: „Ertu aö hugsa um að ganga íliðið?” Hún náöi sér fljótt á strik. „Eg vissi ekki að þú værir í því. ” „Eg get ennþá staulast um,” fullyrti Hacker. „Leikur þú vegg- bolta?” „Leik ég? Eg skil ekkert í honum.” „Mjög einfalt. Bara sá sem gefur upp skorar og það eru fyrstu níu stigin sem gilda með tveggja stiga hlaupi.” Hún kinkaöi kolli gáfulega. „Eg þakka.” Hún botnaöi ekkert í því sem hann haföi sagt. Hann var áberandi horaður í íþróttaföt- unum, hugsaði hún, sérstaklega axlirnar sem mynduðu slapandi línu frá hálsi að handleggjum, þeir gætu sennilega fokið af ef hann lenti í hvassviðri. En hann virtist unglegri. Þegjandi fylgdust þau meö niðurlægingu Maureen og klöppuöu hughreystandi þegar hún haltraði af velli með þrjú stig eftir þrjár lotur. „Nú er komiö að mér,” sagði Hacker og stökk niður af pallinum. Lindy sá hann aftur niðri ásamt miklu vöðvafjalli sem hún starði á skelfingu lostin. Voru engin þungatakmörk eða reglur eins og í hnefaleik? Svona ójafnan leik heföi vissulega aldrei átt aö leyfa. Hún fylgdist undrandi meö fyrstu lotu, þar sem Hacker vann með níu stigum móti einu, og næstu lotu, níu gegn engu. Þegar þriðja lota stóö fimm gegn engu kom Maureen aftur hlaöin peysum og handklæðum og sagði hásum rómi: „Viltueitthvaðaðdrekka?” Með hálfum huga fylgdi Lindy henniaöbarnum. Hún dreypti á svaladrykk og sagöi kæruleysislega: „Adrian er bara góður, finnst þér þaðekki?” „Hann vann meistaratitil síðastliöið ár.” Það var eins og höfuðiö á Maureen hefði verið slegiö niður á milli herðanna. „Hann er snöggur á vellinum og leikur yfirvegaðan leik.” „Þú lékst reglulega vel miðað við hvern þú áttir í höggi við,” sagði Lindy vingjarnlega og gat ekki aö sér gert að bæta viö: „Komst þú Adrian inn 1 klúbbinn?” „Þaö var þveröfugt,” Maureen nuddaði á sér fæturna og stundi. „Eg sagði honum aö ég hefði áhuga svo hann kom mér inn. Hann gerði þaö eflaust fyrir þig líka ef þúbæðir hann.” „Eg yrði mér bara til skammar.” „Þú yröir fljót að læra þetta. ” Lindy hristi höfuðið. „Eg reyndi einu sinni við tennis en ég gat ekki séð boltann. Það er eitthvað að augunumímér”. Maureen horfði gagnrynandi á augu hennar. „Það er ekkert aö sjá á þeim.” „Eg er svolítiö nærsýn. Ætti 1 rauninni að nota gleraugu. ” „Þú gætir reynt linsur.” „Mér líst ekki á þær. Eg verð að fara til augnlæknis. Eg er byrjuð aðfá höfuöverk.” „Það er ekki frá augunum. Það er streita.” „Hver þjáist af streitu?” spurðí Hacker sem kom í ljós fyrir aftan þær. Hann lét fallast 1 stól. „Eg hélt að raunir þínar væru nú úr sögunni, Belinda.” Olnbogarnir á honum voru svo hvassir aö Lindy hélt að það hlyti að meiða hann ef hann styddistá þá. „Nú er einhver dóni farinn að hringja íhana.” „Bara einu sinni,” mótmælti Lindy,, ,og hann sagöi ekki orö. ’ ’ „Hvaðer þá aö?” „Eg held að það sé bara vegna 8. tbl. Víkan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.