Vikan


Vikan - 24.02.1983, Page 47

Vikan - 24.02.1983, Page 47
I Þýðandi: Anna draumahúsið, verksmiðjufram- leitt, einnar hæðar verðlaunahús úr arkitektasamkeppni þar sem rými var skipað á einkar hagan- legan hátt. Vinnan bar vott um mjög þróað handverk. Húsið uppfyllti hundrað prósent þær kröfur sem við gerðum til heimilis okkar á elliárunum, eftir að ung- arnir voru flognir úr hreiðrinu. — Einstaklega falleg, rúmgóð dagstofa, finnst ykkur ekki? sagði maðurinn. — Og takið eft- ir parketgólfinu, arninum og hvítu útveggjunum sem setja einstaklega fallegan svip á heild- ina. — Hrífandi, sagði Maríanna. — Með glæsilegu rýjateppi á múrsteinsveggnum og fallegum ísbjamarfeldi framan við arin- inn, hélt maðurinn áfram, verð- ur þessi stofa hreint út sagt ein- stök. — Töfrandi, sagði Maríanna og bætti við áköf: — Má ég líta á eldhúsið? Það var alltílagi. Það var allt í íbenholti með ítölsku mósaíki á veggjum, gólfí og lofti, fallegur matbar með þægilegum en verklegum bar- stólum, einmitt eins og finna má á góðum skyndibitastöðum. Heildarsvipurinn var þróaður, svo þróaður að ég áttaði mig eiginlega ekki á því hvernig maður gæti búið til mat þarna, en ég vildi að sjálfsögðu ekki verða mér til skammar með því að nefna það. — Hrífandi, töfrandi, sagði Maríanna, — og innbyggður ör- bylgjuofn, innbyggð örbylgju- þvottavél og innbyggður orku- sparnaðarpottur og innbyggður fondúpottur og innbyggður sér- stakur T-beinsteikur-grillofn með infrarauðu 30 sekúndna prógrammi. — Hér vantar ekkert, sagði maðurinn. Maríanna sneri sér að mér. — Mér virðist ekki þurfa mikillar umhugsunar við I þessu tilviki, sagði hún og reyndi ekki að leyna hrifningu sinni. — Hvernig er með svefnrými? Það er ekki neitt sérlega mikið, sagði ég dálítið gætinn og ábyrgðarfullur í rómnum. Maðurinn sýndi okkur svefn- álmuna. — Þrjú svefnherbergi í röð, andalúsískt flísalagt baðherbergi með japönsku vatnsnuddi, finnsku saunabaði og rússnesk rómverskri hvíldarvin. Alsjálfvirk al-þurrkun. Hér vantar ekki neitt. — Nei, það segir þér sannar- lega satt. En hvað þetta er allt skemmtilegt og haganiegt og vel fyrir komið, ljúft og vel verkandi allt saman. Maríanna sneri sér enn að mér. — í hreinskilni sagt, sagði hún, — þá fæ ég ekki séð að hér sé nokkurrar umhugsunar þörf. Við finnum aldrei neitt sem okkur líkar betur. Ef þetta er ekki draumahúsið þá veit ég sannarlega ekki hvað. . . — Er nokkurt gestaherbergi? spurði ég. Maðurinn leit steinhissa á mig. — Gestaherbergi, endurtók hann. — Nei, auðvitað ekki. Ekkert gestaherbergi, engin óþægindi. . .Er það ekki rétt, frú? Maríanna gaf til kynna að hann hefði hundrað prósent rétt fyrir sér. — Það er einmitt hús eins og þetta sem mig hefur dreymt um I tuttugu ár, sagði hún. — Eru veggirnir vel einangr- aðir? spurði ég. Eru þeir það ekki annars? — Tíu sentímetra einangrun- arplasticfix, kulda- og hitaein- angrun, afjónaðar rafmagnseyð- andi einangrunarplötur alls staðar. Þetta sparar 33% í kynd- ingu. Það er ekki hægt að fá það betra. Maríanna opnaði dyrnar að þvottaherberginu og féll sam- stundis fyrir smáatriði sem þar var að finna. — Sjáðu, sagði hún, — þarna eru meira að segja nýjar nælon- snúrur og karfa full af hvítum plastklemmum. — Hér vantar sem sagt ekk- ert, sagði maðurinn og notaði tækifærið að fylgja athugasemd Maríönnu eftir. — Hum, sagði ég og gekk til baka inn í stóru stofuna, þar sem ég leit enn I kringum mig gagn- rýnum augum, bankaði I arin- inn, leit á þrefalda glerið rann- sakandi augnaráði, leit á gólf, loft og dyr. — Það er þá ekkert sem þarf meir að hugsa sig um, eða hvað? sagði Maríanna áköf og beið eftir úrskurði mínum. — Allt í lagi, sagði ég og sneri mér að manninum, — láttu mig hafa fimm heilmiða I happ- drættinu og ég ætla bara að vona að við vinnum. ÍMSfÚAÐ SKIÐAKENNSLA VERIAÐEIMS nwn BYRJENDUR? Ef svo er lestu þá eftirfarandi. Byrjendur Þeir læra grurminn sem vanir skídamenn hafa kannske aldrei lært, og eru þvi oftast betur búnir undir framhaldskennslu. Fyrstu skrefin eru oft hættuleg. Hjá okkur lærir þú að beita skiöunum á réttan hátt frá grunni. Góðir Þá vantar oft herslumuninn til þess að geta rennt sér óþvingað og áreynslulaust niður brekkurnar. Komdu i létta brautarkennslu. Við bætum tæknina. „ Vanir“ Þeir hafa oft tamið sér ranga skíðamennsku. Hjá okkur bætir þú tæknina og færð innsýn inn í nýja hluti sem voru þér áður óþekktir. Kennsla þriðjud./miðv. d./fimmtud. Allarhelgarfrákl. Námskeið fyrir alla aldurshópa. (Börn/Unglingar/Fullorðnir/ Hópnámskeið/Einkatímar. Pantanir í síma 22571 8. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.