Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 20
&wta&cief,ci
Þeir heilsuðust. David spuröi:
„Hefur ykkur gefist tækifæri til aö
skoða teikningarnar?”
Dr. Crawford svaraði: „Við
erum vissulega búnir að því,
herra Blackwell. Við erum búnir
aðyfirfara þær rækilega.”
David andaði djúpt að sér.
„Og?”
„Mér skilst að einkaleyfaskrif-
stofa Bandaríkjanna hafi veitt
einkaleyfiáþessu?”
„Þaöerrétt.”
„Jæja, herra Blackwell, sá sem
hefur fengið það einkaleyfi á eftir
að veröa ákaflega ríkur maður. ’ ’
David kinkaöi kolli hægt, fullur
stríðandi tilfinninga.
„Þetta er eins og allar miklar
uppgötvanir — hún er svo einföld
að maður furðar sig á að enginn
hafi látið sér koma þetta til hugar
fyrr. Þessi getur ekki mistekist.”
David vissi ekki hvernig hann
átti að bregðast við. Hann hafði
hálft í hvoru vonað aö ákvörðunin
yrði tekin úr höndum hans. Ef
uppfinning Tim O’Neils var
gagnslaus var möguleiki að telja
Josephine á að vera kyrr í Suöur-
Afríku. En það sem O’Neil hafði
sagt honum var satt. Þetta gekk.
Nú varö David aö taka ákvörðun.
Hann hugsaöi ekki um annað á
leiðinni til Klipdrift. Ef hann tók
boöinu merkti það að hann yrði að
fara frá fyrirtækinu og byrja hjá
nýju, óreyndu fyrirtæki. Hann var
Bandaríkjamaður en Bandaríkin
voru útlönd fyrir honum. Hann
var með ábyrgöarstöðu hjá einu
valdamesta fyrirtæki í heimi.
Hann unni starfinu. Og svo var
það Kate. Honum hafði þótt vænt
um hana síðan hún var barn. Hann
hafði fylgst með henni vaxa úr
þrjóskri, óhreinni strákastelpu og
veröa falleg ung kona. Líf
hennar var myndaalbúm í huga
hans. Hann fletti síðunum og
þarna var Kate fjögurra ára
gömul, átta ára, tíu, fjórtán,
tuttugu og eins — viðkvæm,
óútreiknanleg...
Þegar lestin renndi loks inn í
Klipdrift var David búinn að gera
upp hug sinn. Hann ætlaði aö fara
frá Kruger-Brent hf.
Hann ók beina leið aö Grand
Hotel og fór upp í herbergjasam-
stæðu O’Neil-feðginanna. Joseph-
ine lauk upp fyrir honum.
„David!”
Hann tók hana í faðminn og
kyssti hana gráðugur, fann hlýjan
líkama hennar þrýstast að sér.
„Ö, David, ég er búin að sakna
þín svo mikið. Ég vil aldrei nokkru
sinna þurfa að skilja við þig
aftur.”
„Þú þarft þess ekki,” sagði
David hægt. „Ég ætla að fara til
SanFrancisco...”
David hafði beðið með vaxandi
kvíða eftir að Kate kæmi til baka
frá Bandaríkjunum. Nú, þegar
hann var búinn að gera upp hug
sinn, var hann ákafur að hefjast
handa við nýja lífið, óþolinmóöur
að kvænast Josephine.
Og nú var Kate komin og hann
stóð fyrir framan hana og sagði:
„Ég ætla aökvænast.”
Kate heyrði orðin í gegnum
drunurnar í eyrum sínum. Hana
svimaði skyndilega og hún greip
um skrifborðsbrúnina til aö styðja
sig. Ég vil deyja, hugsaði hún.
Gerðu það, láttu mig deyja.
Einhvern veginn tókst henni að
kreista fram bros úr djúpum
brunni viljastyrks. „Segðu mér
frá henni, David.” Hún var stolt af
því hve rödd hennar var róleg á að
heyra. „Hvererhún?”
„Hún heitir Josephine O’Neil.
Hún var hérna á ferðalagi með
föður sínum. Ég veit að ykkur
verður vel til vina, Kate. Hún er
góökona.”
„Hún hlýtur að vera það ef þú
elskar hana, David.”
Hann hikaði. „Það er eitt enn,
Kate. Ég ætla að hætta hjá fyrir-
tækinu.”
Heimurinn var aö hrynja yfir
hana. „Þó að þú ætlir aö gifta þig
þarf það ekki að þýða að þú verð-
ir —”
„Það er ekki það. Faðir Joseph-
ine er að setja á stofn nýtt fyrir-
tæki í San Francisco. Þau
þarfnast mín.”
„Svo — svo þú flytur þá til San
Francisco.”
„Já. Brad Rogers getur
auðveldlega annast mitt starf og
við finnum fyrsta flokks fram-
kvæmdastjórn til að styðja viö
bakið á honum. Kate, ég — ég get
ekki lýst því hvað þetta var erfið
ákvörðun fyrir mig.”
„Auðvitað, David. Þú — þú
hlýtur að elska hana mjög heitt.
Hvenær fæ ég að hitta brúðina?”
David brosti, ánægöur með hvað
Kate tók tíðindunum vel. „í kvöld,
ef þú getur komið í kvöldverö.”
„Já, ég get það.”
Hún leyfði tárunum ekki að
streyma fyrr en hún var orðin ein.
Þau borðuðu fjögur í McGregor-
húsinu. Um leiö og Kate sá
Josephine náfölnaði hún. Drottinn
minn! Þaö er ekki að undra að
hann skuli vera ástfanginn af
henni! Hún var stórglæsileg. Bara
það að vera í návist hennar kom
Kate til að finnast hún vera
klunnaleg og ljót. Og til að bæta
gráu ofan á svart var Josephine
þokkafull og töfrandi. Og greini-
lega mjög ástfangin af David.
Djöfuls andskoti!
Meðan þau snæddu sagði Tim
O’Neil Kate frá nýja fyrirtækinu.
„Þetta hljómar mjög spenn-
andi,”sagði Kate.
„Ég er hræddur um að það sé
ekki neitt Kruger-Brenl., ungfrú
McGregor. Við veröum að byrja
smátt en þar sem David stjórnar
því verður þetta allt í sómanum.”
„Með David við stjórnvölinn
getið þið ekki siglt í strand,” full-
vissaði Kate hann.
Kvöldið var henni kvöl. Á sama
afdrifaríka augnablikinu hafði
hún misst bæði manninn sem hún
elskaði og eina manninn sem var
ómissandi fyrir Kruger-Brent.
Hún hélt uppi samræðum og tókst
að klóra sig fram úr kvöldinu, en
eftir á hafði hún ekki hugmynd um
hvað hún hafði sagt eða gert. Hún
vissi bara að í hvert sinn sem
Josephine og David litu hvort á
annað eða snertust langaði hana
tilaödeyja.
Á leiðinni heim á hótelið sagði
Josephine: „Hún er ástfangin af
þér, David.”
Hann brosti. „Kate? Nei. Við
erum vinir. Við höfum verið vinir
frá því hún var ungbarn. Hún
kunni mjög vel við þig.”
Josephine brosti. Karlinenn eru
svo einfaldir.
Á skrifstofu Davids næsta
morgun sátu þeir Tim O’Neil og
David hvor gegnt öörum. „Ég
þarf svona tvo mánuöi til að kippa
mínum málum í lag hérna,” sagði
David. „Ég hef verið að hugsa um
fjármagniö sem við þurfum í
byrjun. Ef við förum til eins af
stærri fyrirtækjunum gleypir það
okkur og við fáum lítinn hlut. Þá
tilheyrir þetta okkur ekki lengur.
Mér finnst aö við ættum að fjár-
magna þetta sjálfur. Ég reikna
meö að áttatíu þúsund dollara
þurfi til að koma undir okkur fót-
unum. Ég á sparifé sem nemur
um fjörutíu þúsund dollurum.
Okkur vantar fjörutíu þúsund til
viðbótar.”
„Eg á tíu þúsund dollara,” sagöi
Tim O’Neil. „Og ég á bróöur sem
lánar mér fimm þúsund til
viðbótar.”
„Jæja, þá vantar okkur tuttugu
og fimm þúsund dollara,” sagði
David. „Við reynum að fá lán í
banka.”
„Viö förum þegar í staö til San
Francisco,” sagði O’Neil við
David, „og undirbúum allt fyrir
þig-”
Josephine og faöir hennar fóru
til Bandaríkjanna tveimur dögum
síðar. „Sendu þau til Höfðaborgar
í einkajárnbrautarvagninum,
David,” bauðKate.
„Það er mjög fallega boðið,
Kate.”
Morguninn sem Josephine fór
fannst David hluti af lífi sínu hafa
verið fjarlægður. Hann var
óþreyjufullur að komast til hennar
í San Francisco.
Fáeinar næstu vikur fóru í aö
leita aö hópi framkvæmdastjóra
til að styöja við bakiö á Brad
Rogers. Listi yfir hugsanlega
menn var samviskusamlega
skrifaður og Kate, David og Brad
ræddu hvern og einn tímunum
saman. Undir mánaðamót voru
þau búin að skera listann niöur í
fjóra menn til að vinna með Brad
Rogers. Þeir störfuðu allir erlend-
is og þaö var sent eftir þeim í
viðtal. Fyrstu viðtölin tvö gengu
vel. „Ég yrði ánægð með hvorn
þeirra sem vera skyldi,” sagði
Kate við David og Brad.
Morguninn sem þriðja viðtalið
átti aö fara fram gekk David inn í
skrifstofu Kate, fölur á vangann.
„Er starfið mitt enn laust? ”
Kate leit upp, sá á honum
svipinn og spratt skelfd á fætur.
„Hvaðerað, David?”
„Ég — ég —” Hann hneig niður
ístól. „Þaökomnokkuöfyrir.”
Kate var komin fram fyrir
borðið og að hlið hans á
svipstundu. „Segðumér hvað!”
„Ég var að fá bréf frá Tim
O’Neil. Hann er búinn aö selja
fyrirtækið.”
„Við hvaðáttu?”
„Nákvæmlega það sem ég
sagði. Hann tók tilboði um tvö
hundruö þúsund dollara og laun
fyrir einkaleyfið frá Three Star
Meat Packing Company í
Chicago.” Rödd Davids var full af
beiskju. „Fyrirtækiö vill gjarna
ráða mig sem framkvæmda-
stjóra. Honum þykir leitt ef þetta
hefur komið sér illa fyrir mig að
einhverju leyti en hann gat ekki
afþakkað slíka f járhæð. ”
Kate horfði rannsakandi á hann.
„Og Josephine? Hvað segir hún?
Hún hlýtur aö vera öskureiö við
föður sinn.”
„Það kom líka bréf frá henni.
Við giftum okkur um leið og ég
kem til San Francisco. ’ ’
„Og þú ætlar ekki?”
„Auðvitaö ætla ég ekki! ” David
sprakk. „Áður hafði ég eitthvað að
bjóöa. Eg heföi getaö gert úr
þessu blómlegt fyrirtæki. En þeim
lá andskotann allt of mikiö á að ná
ípeningana.”
„David, þú ert ekki sanngjarn
þegar þú segir „þau”. Vertu
bara—”
20 Vikan 20. tbl.