Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 46
FRAMHALDSSAGA
Ég veit líka aö þú vilt skipuleggja
alla sýninguna, samanber kvöldiö
í kvöld. En þú getur þaö ekki. Ekki
alla leiö eða allan tímann. Ekki
meömér.”
Hann beygði sig til að leita að
skó, setti hann svo upp og hoppaði
á sama staö. „Þetta er fáránlegt!
Allt þetta ósnertanlega, það ólík-
lega, efnafræöin, það sem við ráð-
um ekki við gengur eins og í
sögu.” Hann stóð kyrr og hélt á
hinum skónum. „Er þaö ekki?
Það er öðruvísi. Við snertumst á
réttan hátt, hlæjum á réttan hátt.
Hef ég rangt fyrir mér? ”
„Nei.”
„Hvað er þá svona hræöilegt? ”
Hún tiplaði spori aftar.
„Suzannah, ég verð að vita það.
Ég skal gefa þessu allan tíma í
heiminum. En ef þín hugmynd um
fullkomna hamingju — eða vel-
gengni — um að vera eitthvað —
er aö telja peninga undir tíu feta
háu lofti — ef þú skilgreinir. . .
jæja, ég veit ekki hvort ég vil
vera......” Hann veifaði skónum,
vildi ekki ljúka við setninguna.
Hún nálgaðist svefnherbergis-
dyrnar. „Ég er ekki sú sem þú ert
aðgeramig, Coby.”
„Ég hélt að þú vildir... þú varst
einu sinni gift, þegar allt kemur til
alls. Ég hélt að þú vildir meira.
Viltu þaö ekki? Heldurðu aö þú
viljir aldrei meira en glæsilega
einangrun, einstaka graðfola og
góöan mat?”
„Ég gæti elskað þig,” hvíslaði
hún. „Það er ýmislegt af lífi mínu
sem ég vildi deila með einhverj-
Auðveld
svör
um. En þú ert að biðja mig um að
færa þér það á silfurbakka, fórna
því.”
Hann leit á hana, greip svo aftur
um höfuðið.
„Því ekki... aðláta þetta líða?”
Hún veifaði hendinni, hreinsaði
loftið. „Það er ýmislegt gott á
milli okkar.”
„Það er þaö.” Hann rétti aftur
úr sér. „Ég veit aö ég er ekki ann-
að en flón að halda þessu til streitu
núna. En það er ekki tíminn sem
við erum að tala um, er það? Við
erum að tala um einhvern tíma og
einhvern tíma vil ég að líf mitt
komi heim og saman, verði heilt.
Ég vil ekki eilífar barnapíur, fólk í
hálfu starfi sem dansar inn og út
úr lífi mínu. Ég vil fá vin, félaga
ekki síöur en ástkonu. Ég veit að
við erum sérstök. Ef við værum
það ekki hefði ég aldrei byrjað á
þessu. Þaö myndi ekki skipta
máli. En, Suzannah, það er vegna
þess að þú ert sérstök, vegna þess
að hluti af mér er verulega hrædd-
ur. Ég vil ekki halda áfram að
vera aö jafna mig á ýmsu. ”
„Og þaö sem ég þarf er að vera
Suzannah. Ekki eiginkona ein-
hvers eða móðir eða herbergis-
félagi. Þaö leysir konur upp, dreg-
ur úr þeim mátt. Þú skilur ekki við
hverju er búist, hvað er falið í orð-
unum kona, móðir, eiginkona. Þið
mynduð báðir nota mig þangað til
ekkert er eftir. Þið mynduð ekki
ætla ykkur það en þið mynduð
gera það. Það er gildran, þannig
eru hlutirnir.”
Hann virtist ekki vita sitt
rjúkandi ráð. „Ertu hrædd um að
tapa framaferlinum, að vera
hlekkjuð við eldhúsvaskinn? Ég er
með ráðskonu nú þegar. Ég þarf
ekki að búa með henni. Hvaö held-
urðuaðég sé?”
„Pakkinn er logandi fallegur —
þess vegna gleypa svona margar
konur við honum — en hvort sem
þú ert aðlaðandi eða ekki er þetta
pakki og hann er með sprengju.
Ég myndi glata öllu. Ég myndi
enda eins og helmingur kvenn-
anna í kringum mig, full af ein-
tómu hatri og örvæntingu og dauö-
umdraumum.”
„Hverslags málæði er þetta?
Hvernig varð ég að hættulegu
óargadýri? Drottinn minn, hvað í
ósköpunum gengur á? Þú veist —
þú hreinlega veist hvernig ég yrði
vegna þess að ég er karlkyns? Þú
yrðir að halda mér og öllum öðr-
um mönnum á mottunni vegna
þess að annars myndum við eyði-
leggja þig? Suzannah — þú og ég
— við erum sama tegund! ’ ’
„Ekki berja í vegginn minn! ”
„Drottinn minn, hvað þú gerir
mig reiðan. Þú hörfar, er það mál-
ið? Þú! Kjarkaða, fífldjarfa þú!
Ég hef nóg rúm fyrir frama minn
og fjölskyldu. Því þá ekki þú?”
Vöðvarnir í hálsi hennar voru
þandir og henni stóð á sama hver
heyrði hvaö vegna þess aö karl-
maðurinn þarna haföi ekki heyrt
neitt. „Þú notfærir þér konur, það
er ástæðan!”
Hann gapti af undrun.
Hún gat ekki hætt. „Karlmenn
eru feður, fíflið þitt! Það er auð-
velt aö búa til barn! Það er auð-
velt að vera eiginmaður! Karl-
menn bjuggu til reglurnar og það
er ástæðan!”
Hann beið þangað til hún var
hætt að titra. „Ja hérna,” sagöi
hann. „Ekki hlutlæg píluskífa
rauðsokka.”
Eftir nokkra stund hættu sinarn-
ar á hálsi hennar að kippast til og
húðhitinn varð eðlilegur. En þegar
reiðin hélt henni ekki lengur uppi
datt hún næstum og hún tróðst
framhjá honum til aö grípa um
bakið á sófanum og halda sér í
það.
Hann horfði dapur á hana, hristi
svo höfuðið og talaði blíðlega.
„Suzannah, hvernig varð ég óvin-
ur þinn?”
Hann opnaði dyrnar en tók þá
eftir skólausum fæti sínum og stóð
ringlaður þangað til hann kom
auga á skóinn og gekk að honum
til að taka hann. „Þú hefur lagt
saman það sem þú hefur séð,
Suzannah, en þú hefur lagt rangt
saman og þannig færðu núll. Ekk-
ert. Ekki leika á sjálfa þig. Þú get-
ur falið þaö með hverri þeirri rök-
fræði sem er í tísku þessa dagana,
en það sem hræðir er sambandið.
Heimspeki þín er of nýtískuleg,
kemur of vel heim og saman, er
andskotann of mikið af metsölu-
bók dagsins í dag. Reiði og and-
vörp. Afneitun þess að hamingja
sé möguleg. Andskotinn —
heimskt fólk sem veit ekki hvaö er
í tísku, sem hefur ekki komist að
því að karlmenn og konur geti
ekki annað en eyðilagt hvert ann-
Við eigum ávallt tilá lager hellur eins og myndin sýnir.
Kanfsteinn
\ \
^GanostettajieHurT^
Framleiðnnt pinnig milliveggjahellnr 5,7 og 10 sm
Ennfremur veitum við heimsendingarþjónustu,
góða greiðsluskilmála eða staðgreiðsluafslátt.
Vinnuhœlið á Ciila-'ttrauni sími3i04O9).
46 Vikan 20. tbl.