Vikan


Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 24

Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 24
Á grænni grein Kristján Sigurðsson er 18 ára gamall og var á námskeiði fyrir verðandi sýningarfólk. I þeim hópi voru karlmenn í meirihluta. Hvernig atvikaðist það að þú tókst þátt í þessu námskeiði, Kristján? Vinkona mín var beöin um að taka þátt í þessu námskeiði og ég fór með henni á þaö. Þetta er tveggja mánaða námskeið og við hittumst á hverjum sunnudegi þann tíma. Það sem mér finnst maður einkum hafa upp úr því aö sækja þetta námskeiö er þrennt: Maður kynnist nýju fólki, lærir framkomu og svo er þetta gott tækifæri fyrir þá sem vilja verða sýningarfólk til aö sýna hvað í því býr. Ertu kvíðinn fyrir því að koma fram íkvöld? Nei, ég hlakka æðislega til. Geturðu hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? Ég hef áhuga á aö leggja þetta fyrir mig, að minnsta kosti næsta vetur. Njóta þess á meðan gaman er að því. Ahugamálin tengjast tískunni, skemmtanir. músík og föt. Eru strákar hættir að vera ragir við sýningarstörf? Þetta er allt aö breytast. Þeir voru tregir til fyrst en nú eru sem sagt fleiri strákar en stelpur á þessu námskeiði. Hvað er framundan? Eg er kominn á græna grein, búinn aö fara í myndatöku til ljós- myndara sem dreifir myndum af sýningarfólki í fyrirtækin. Margtsetn kom á óvart Guðbjörg Karlsdóttir er að verða 47 ára. Hún fór á námskeið hjá Módelsamtökunum fyrir jól og síðan á framhaldsnámskeiö sem hún er nýútskrifuð af. Hvað var það sem dreif þig á þetta námskeið, Guðbjörg? Systir mín ætlaði aö fara á þetta námskeið og teymdi mig með og ég sé ekki eftir þeim tíma sem farið hefur í þetta. Hvað hefurðu helst lært af nám- skeiðinu? A þessu námskeiði, sem núna var að ljúka, skiptir aðallega máli hvernig maður gengur og hvernig maður kemur fram. Við höfum lært ýmis atriði sem skipta máli í framkomu, borðsiði til dæmis, og svo fengum við tilsögn í hár- greiðslu og snyrtingu. Þegar Her- mann Ragnar var að sýna okkur ýmislegt í sambandi viö borðsiði fannst mér margt koma á óvart, en svo var mesta furða hvað vel gekk aö muna það þegar maöur var búinn að sjá það og hugsa út í þaö. Finnst þér þú verða öruggari með þig eftir að hafa verið á svona námskeiði? Mér finnst allt sem viö höfum lært koma að gagni. Mestan áhuga hef ég á aö læra aö ganga rétt. Tilhugsunin aö koma fram fyrir hóp af fólki í fyrsta skiptiö var hræðileg en þegar maður byrjaði aö ganga hugsaði maður ekkert um fólkið. Þetta gekk merkilega vel mið- aö við hvað viö vorum stressaöar. Öryggi í framkomu Guðrún Guðmundsdóttir er 16 ára og aö verða 17 ára. Hún var á námskeiöi hjá Módelsamtökunum fyrir jól, hélt síðan áfram og fór á „göngunámskeiðið” svonefnda. Hvað kom þér af stað á námskeið, Guðrún? Ég fór meö vinkonum mínum, okkur langaöi að prófa hvernig væri. Og hvernig var? Þaö sem mér finnst við helst hafa lært er öryggi í framkomu, að vita hvernig tískusýningar eru uppbyggðar og ýmislegt sem við- kemur fötum og snyrtingu. Og það var æöislega gaman. Við lærum sporin sem tískusýningarfólk not- ar og að koma fram. Hvað með þessa upptalningu sem fylgir fyrsta námskeiðinu, ræðumennsku til dæmis? Ég kveiö alveg óskaplega fyrir því aö reyna mig í ræðumennsku en þegar á hólminn var komið var þetta allt í lagi. Þetta er þó nokkuö erfitt allt, sérstaklega að koma fram fyrir áhorfendur, en ég vil hvetja alla, bæöi stelpur og stráka, til að fara á svona nám- skeiö. ■ Hvort sem fólk hefur áhuga á lað veröa sýningarfólk seinna meir leða ekki hefur það gott af aö læra Iþað sem kennt er þarna, til að Iverða öruggara með sig. 24 Víkan 20. tbl. Prófa eitthvað nýtt Karólína Björg Porter er 15 ára. Hún var á framhaldsnám- skeiöi þar sem aöaláherslan var lögð á að koma fram, öðlast meira öryggi í því og læra að ganga í takt við músík, snúninga og annað sem aðgagni má koma. Hvað varð til að þú fórst á þetta námskeið, Karólína? Ég var að sýna þegar ég var lítil, 10 ára gömul, og mig langaði að rif ja þetta upp. Varstu eitthvað undirbúin þegar þú fórst að sýna föt fyrst? Ég fékk auðvitað þjálfun áður en ég fór að sýna fyrst en ekkert í líkingu við svona námskeið. Það eru engin námskeið haldin fyrir krakka. Hverjir sækja svona námskeið? Þaö er mjög algengt að stelpur fari saman tvær eða þrjár á svona námskeiö, þær þurfa ekki endilega að hafa svo mikinn áhuga á fötum. Ég hef engan sérstakan áhuga á fötum, áhugamálin eru allt sem er skemmtilegt, skíði, dans og aö kynnast fólki. Mér fannst mest gaman á námskeiðinu að læra að ganga og prófa eitthvaö nýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.