Vikan


Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 27

Vikan - 19.05.1983, Blaðsíða 27
inni ága BRYNJU < gER Texti: Hrafnhildur Ljósmyndir: Ragnar Th. Til eru hús sem eiga sér skemmtilegri sögu en önnur. Brynja Benedikts- dóttir leikstjóri og Er/ingur Gíslason leikari búa i einu slíku húsi í Þingholtunum ásamt syni sínum, Benedikt. Við báðum Brynju að segja okkur frá þeim endurbótum sem þau hjónin hafa gert á húsinu og leyfa sögunni að fljóta með. „Núna þykir ágætt aö búa í gömlu timburhúsi, en þaö hefur ekki alltaf verið þannig. Þegar viö fluttum hingað inn, 1973, þótti hræöilegt aö eiga heima í slíku húsi og þaö var áreiöanlega bannaö aö byggja timburhús í Reykja- vík um þaö leyti. Timburhús þurfa reglulegt viöhald og láta fljótt á sjá ef þeim er ekki sinnt. I okkar húsi haföi ekki veriö búiö í meira en ár og þaö leyndi sér ekki. Auk þess haföi húsiö verið múrhúöaö 30 árum áöur og hinir geigvænlegu ókostir forskalningarinn- ar svokölluöu voru aö koma í ljós. Staðurinn freistaði okkar mest. Starfi í leikhúsinu er þannig háttaö aö vinnu- túninn hleypur til og frá, frá kl. 10 á morgnana til miðnættis. Þó eigum viö alltaf öruggt frí sunnudagsmorgna og mánudagskvöld. Meö því aö kaupa þetta hús sáum viö fram á aö komast heim á milli, í staöinn fyrir aö hanga niöri í leikhúsi allan daginn og vera bókstaflega aldrei heima. Svo þetta breytti ansi miklu. Þaö munar öllu aö geta hlaupið heim á þremur eöa fjórum mínútum. Og svo er gott aö hafa pláss. Þaö er svo oft sem maöur verður aö taka vinnuna heim, þegar maöur hefur engan staö til aö æfa á. Ahugamannafélög, fátæk leikfélög og svo Þjóöleikhúsiö, þar er nú ekki heldur ennþá viöunandi æfingaaðstaða. Og þaö var ósjaldan sem t.d. bæöi Inuk og Flugleikur var æft hér í gamla daga, bæöi hér og úti í garöi. Þetta er því á vissan hátt vinnu- staöur um leiö og heimili. Þaö er ljómandi aö búa hér og við erum alltaf aö uppgötva ný skúmaskot í húsinu. Þaö er heilmikill kjallari undir öllu húsinu, meö endalausu'm kompum, því Carl heitinn Ölsen kunni sannarlega að skipuleggja í kringum sig. Áriö 1942 breytti hann húsinu og bætti viö þaö eftir sínu höföi. Hann hafði geymslu fyrir bæöi köld og heit vín því hann haföi lager af vínum hér. Maöur sér þaö á hillunum. En það var ein kompa sem viö skildum ekkert í aö alltaf var leki í. Þaö var alltaf raki í þeirri kompu. Viö héldum aö nú þyrftum viö aö „brjóta, bæta og laga”, eins og viö segjum gjarnan. En þá kom í ljós aö þessi kompa haföi veriö vindlageymslan hans Ölsens. Þarna haföi hann geymt alla vindlana sína. Eg man vel eftir honum, háöldruöum, alltaf með digran vindil í munninum, og í þessari röku vistarveru geymdi hann Bjarna frá Vogi og fleiri úrvals tegundir. Aöur fyrr var svo eldhúsiö þarna niðri í kjallaranum og þar var allur matur unninn. Þar voru þrjár elda- vélar: kolaeldavél, mjög góö og gömul, og svo þessi rafmagnseldavél, ein af þeim fyrstu sem komu til landsins, og hún skartar nú í borðstofunni. Einnig var þá gömul Rafha eldavél í eldhúsinu. Uppi í risinu, eöa hanabjálkanum, eru líka pínulítil herbergi undir súö. Dóttursonur Olsenhjónanna sagöi mér einhvern tíma aö risið heföi verið kallaö „þrælabúöir”, í gamni auövitað, af vinnukonunum, því þær bjuggu þar. Viö vitum ekki upp á hár hvenær húsiö var byggt en lóöin var mæld út og tilbúin 1901 og síöan höfum viö frétt af því aö húsiö hafi verið notað sem veö áriö 1905. Húsiö byggöi Oddur Gíslason yfirdómari, síöar sýslumaöur á Isafiröi. Olsen var síöasti eigandi á undan okkur, keypti húsiö árið 1942. Margir kannast viö Olsen, hann stofnaöi meöal annars Almennar tryggingar, sem nú eiga afmæli, atti þær reyndar líka. Einnig Nathan og Olsen. Þar áöur áttu húsiö Tulinius og Beck. Svo er lítiö, skritið skrúöhús í garöinum, ég veit ekki hvaö þaö er gamalt. Eg veit bara aö þar drukku Olsenhjónin te og börnin súkkulaöi á sumrin. Og flötin þar fyrir framan var notuö til aö spila krikket. 20. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.