Vikan


Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 25

Vikan - 22.09.1983, Qupperneq 25
 Hafliði Magnússon: Tréfótur skipstjórans að tréfótur langa-langafa var geymdur í drasli uppi á háalofti svo ég tók hann í notkun og spar- aði þannig nokkur útgjöld. Þegar gamli maðurinn vill gefa mér við- vörun verkjar mig í tréfótinn. Það er eins og beinverkur eða gigtar- óféti.” Stýrimaður svaraði litlu en renndi öðru hvoru augum til tré- fótarins. Hann vissi að hjátrú og grillur fylgdu gjama gömlum sjó- mönnum og hann var reyndar ekki alveg sneyddur þeim sjálfur. „Ég ætla að hægja ferðina og láttu tvo menn fara fram á hval- bak,” sagði skipstjóri um leið og hann tók í handfang vélsímans og tilkynnti hæga ferð. „Við verðum að halda sjó þar til veðrið lægir og reyna að fá ratsjána í lag. Ég tek ekki þá áhættu að lenda upp á skerin hér við eyjamar.” Stýrimaður hneppti að sér úlpunni og fór út úr brúnni að framkvæma skipun skipstjóra. Skömmu síðar sást örla fyrir hreyfingu á mönnum gegnum. sortann þegar þeir paufuðust fram á hvalbakimi. Stýrimaður kom aftur inn í brúna og var blaut- ur og snjóbarinn. „Þetta er annars ljóta veðrið,” tautaði hann. „Það er ekki að því að spyrja á þessum slóðum um miðjan vetur,” svaraði skipstjóri. Hann sagði manninum við stýrið að snúa upp í vindinn og skipið tók feiknalegar veltur meðan það snerist á hægri ferð þar til það hjó stefninu beint í öldumar. Þær vom nú orðnar risavaxnar og þeyttu sælöðrinu yfir brúna þegar þær skullu yf ir skipið. „Mennimir haldast ekki á hval- baknum i þessum látum,” sagði stýrimaður og það var áhyggju- hljóð í röddinni. „Þeir verða að reyna það. Það sést ekki glóra héðan úr brúnni og þetta er eina vonin ef við erum að nálgast skerin. ” Skipstjóri stappaði tréfætinum nokkrum sinnum í gólfið og draugslegt dumbungshljóðið virt- ist hafa slæm áhrif á stýri- manninn. „Er sá gamli orðinn óstýri- látur? ” spurði hann og glotti. „Með alversta móti.” Skipstjórinn hló kuldalega en það mátti greina óróleika í hlátr- inum. örlítið rofaði til í bylnum og það mátti greina einhver öskur frá mönnunum á hvalbaknum þó hljóð þeirra köfnuðu að mestu í veðrahamnum. „Hlauptu fram á og athugaðu hvað þeir em að segja,” sagði skipstjóri og stýrimaður hraðaði sér aftur út úr brúnni. Hann mætti mönnunum við mastrið þar sem þeir vora á hraðri ferð aftur eftir skipinu. Annar þeirra þreif í stýri- manninn og öskraði upp í eyrað á honum til að yfirgnæfa veðurgný- inn: „Land framundan. Við erum að farauppísandana.” Stýrimaður sneri við í skyndi oghljópuppíbrúna. „Við erum að sigla í strand,” hrópaði hann. „Hart í bak.” skipaði skipstjóri snöggt til mannsins við stýrið og setti um leið vélsímann á fulla ferð. Hásetinn sneri stýrinu hratt í botn og skipið hristist af átökun- um þegar skrúfan rótaðist gegn- um sjóinn. En það var of seint. Höggið kom um leið og skipið stakkst í sandinn. Ægileg hol- skefla reið vfir um leið og lagði það næstum því á hliðina. Þegar sjórokið sjatnaði sást að mastrið var brotið við þilfarið og mennim- ir vom horfnir. Olagið hafði greinUega þeytt þeim fyrir borð. „Kallaðu saman allan mann- skapinn og láttu þá koma hingaö upp,” skipaði skipstjóri stýri- manni. „Við reynum að sjá út hvort við getum bjargað okkur á land.” Innan skamms hafði öll skips- höfnin kiöngrast upp í brúna þó ill- fært væri um skipið fyrir hallan- um og ólögum brimsins. Um leið sást hvar ægileg holskefla reis úti í sortanum og um stund gein hún eins og svartur veggur yfir skipinu með hvítfyssandi löðrið við efstu brúnir. „Varið ykkur.” öskraöi skip- stjóri, en hljóð hans kafnaöi í gnýnum þegar aldan reið á brúnni. Rúðumar méluðust og grængolandi sjórinn hálffyllti brúna. Mennimir flutu í einum haug úti í annarri hliðinni og supu hveljur og reyndu að festa hönd á einhverju til að krafla sig upp úr sjónum. Annað ólag fylgdi í kjöl- far hins og meö ægilegu braki hreinsaði það burt með sér helm- inginn af brúnni. Mennimir þeytt- ust burt með öldunni eins og hrá- viði og hurfu í brimið. Skipstjórinn lenti niðri á þilfari og þegar hann reyndi að staulast á fætur hálf- rotaður reiö yfir eitt brotið enn og negldi hann undir spilið. Aðeins tréfóturinn stóð útundan og bærð- ist eins og í örvæntingu þegar öldumar skoluðust yfir hann. Veðrið hélst stanslaust í fjóra daga og þegar lygndi var skipiö horfið í sandinn. Hópur manna var kominn austur á sandana með torkenni- legan búnað meðferðis. Þeir vom ákveðnir í að finna Austur-Indía- far, sem strandað hafði á söndun- um fyrir tveimur öldum, fullt af gulli og gersemum. Þeir höfðu lof- orð fyrir tugmilljóna ríkisstyrk til uppgraftarins ef þeir fyndu ömggt sýnishom þess efnis að þeir hefðu staðsett skipið. Þeir höfðu með sér vélgröfur og leitar- bor og sérfræðing í aldursgrein- ingu á timbri og málmum. Nokkrir héldu af stað með málm- leitartækin og aö stundarkomi liðnu var ekki um að villast að þeir höfðu fundið skip í sandinum. „Komið þið með borinn,” kall- aði foringinn og hraðar hendur komu borútbúnaðinum fyrir. Bor- inn snerist með murrhljóði niður í sandinn og skömmu síðar réttu þeir sérfræðingnum sýnishom af viðarbút. Hann velti fyrir sér bútnum og þefaði af honum og stakk honum svo í mælitæki. Þeir fylgdust með í ofvæni meðan hann reiknaði út niðurstööumar. Hann tók bútinn aftur út úr tækinu og hélt honum á lofti milli tveggja fingra og horfði sposkur á mann- skapinn. Foringinn ók sér óþolin- móður og beið eftir að hann segði eitthvað, en sérfræðingurinn virt- ist njóta þess að ljóstra ekki strax upp niðurstöðunni. „Hvaö heldurðu að komi út úr þessu?” stundi foringinn loks upp svo lágt að varla heyrðist, en hóp- urinn laust upp fagnaöarópi þegar sérfræðingurinn svaraði: „Þið hafið fundið skipiö og þið fáið áreiðanlega styrkinn. Þetta er að minnsta kosti tveggja alda gömulfura.” 38. tbl. Vlkan 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.