Vikan - 28.06.1984, Síða 10
26. tbl. — 46. árg. 28. júní — 4. júlí 1984. — Verð 90 kr.
GREINAR OG VIÐTÖL:
12 „Á Islandi færðu ekki að sjá marga með húðkrabba.” Viðtal Vikunnar við Ellen Mooney húðsjúkdómalækni.
17 Oppenheimer og vetnissprengjan — vísindi fyrir almenning.
20 „Lítið um gull, mikiö af pappír” — Vikan heimsækir ruslahaug- ana í Gufunesi.
30 Æ fleiri hús með viti. Tölvur gegna veigamiklu hlutverki í nú- tíma húsum.
31 Leitin að orkunni. VIKAN segir frá vindbýlum í Kaliforníu.
38 Hópurinn sem vantar. Dóra Stefánsdóttir skrifar lesendum frá Kaupmannahöfn.
SÖGUR:
18 Smásagan: Gildran.
26 Spennusaga: Þolinmæöin þrautir vinnur allar.
40 Willy Breinholst: Ofurhuginn frá Kang Puuh.
42 Framhaldssagan: Isköld átök.
58 Barna-VIKAN: Ævintýrið um konunginn og töframanninn.
ÝMISLEGT:
4 Leður er lykilorð í tískunni ’84-’85.
8 Afmælisgetraun VIKUNNAR, IV-6.
24 Heimilið.
25 Sætsúr, ofnbökuð svínarif. Bragðlaukarnir kitlaðir í eldhúsi VIKUNNAR.
28 Fegurðardrottning Íslands.
32 Upprisa og endurfæöing sósíal-realismans.
34 Risahúsið í metró.
35 Draumaráðningar VIKUNNAR.
50 Kötturinn, næstbesti vinur mannsins. Myndafrásögn.
60 Popp: Michael Jackson — maður áratugarins? Seinni hluti.
VIKAN: Útgefandi Frjáls fjölmiðlun hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Hrafnhildur Sveinsdóttir. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir
Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Jón Ásgeir Sig-
urðsson. Utlitsteiknarar: Eggert Einarsson og Páll Guðmundsson. Ljósmynd-
ari: RagnarTh. Sigurðsson.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 33, sími 27022.
AUGLÝSINGAR: Geir R. Andersen, sími 85320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þvorholti 11, simi 27022, pósthólf 533. Verð í
lausasölu 90 kr. Áskriftarverð 295 kr. á mánuði, 885 kr. fyrir 13 tölublöð árs-
fjórðungslega eða 1.770 kr. fyrir 26 blöö hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyr-
irfram, gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Um málefni neytenda er fjallað í samráði við Neytendasamtökin.
Forsíðan:
Leörið er núna í miklu uppá-
haldi hjá tískukóngunum. Af því
tilefni settum við tískumynd af
leðurfatnaði á forsíðuna og
birtum þar að auki fleiri myndir
af leðurtískunni á bls. 4—7.
Ljósmyndina tók Ragnar Th.
„Iss, sírkus, það er nú ljóta vit-
leysan,” sagði Jón á Brekku eftir
heimsókn sína til Hollands.
„Þarna var meðal annars kall
sem kastaði upp undir tuttugu
hnifum að kerlingunni sinni, á
stuttu f æri, og hitti aldrei! ”
— Það er V.M. í Reykjavík sem
fær vinninginn að þessu sinni og
verða honum sendar fjórar
VIKUR ókeypis.
En V.M. átti meira í poka-
horninu, meðal annars þetta:
Það er sagt að eins flokks kerfi
sé í Sovétríkjunum. Þetta er
rangt. Þar er tveggja flokka kerfi.
Annar flokkurinn situr á valda-
stólunum — hinn situr inni.
„Það tók mig tíu ár að uppgötva
að ég er gersamlega
hæfileikalaus,” sagði lista-
maðurinn. „En þá var orðið of
seint fyrir mig að hætta að mála.
Ég var orðinn frægur.”
&
Og svo voru það herramennirnir
tveir sem stóðu þöglir og virtu
fyrir sér dökkan flekk á götunni.
„Ætli það sé blóð?” spurði
annar.
Hinn beygði sig niður, drap
fingri í vökvann og þefaði.
„Nei,” sagði hann. „Þetta er
portvín.”
„Já,” sagöi hinn. „Þetta
grunaði mig. Hér hefur orðið
slys.”
SlWn
'V'v '• 6« (p'YT
•, ' ,53 Wf'.. A<**>
M J \ —#’
lO Vikan 26. tbl.