Vikan


Vikan - 28.06.1984, Page 15

Vikan - 28.06.1984, Page 15
í marga með húðkrabba... En hvað um blessaðar hrukkumar? Er hægt að fá þær burt með undrameðulum? „Nei, ekki er það nú en það er hægt að halda húðinni rakri þannig að hún verði áferöarfal- legri. Kremin koma hins vegar aldrei í veg fyrir hrukkur því það er ekkert sem getur farið ofan í húðina og endurnýjað hana, jafnvel ekki endurnýjunar- maskarnir.” Notar húðsjúkdómalæknir fegrunarlyf? „Ekki get ég nú sagt það, ég nota þó maskara og rakakrem nota ég þegar húðin er mjög þurr. Ég fæ stundum sendar prufur aö utan en er þekkt fyrir aö gefa þær jafnóöum.” Á reyndar fleiri áhugamál en húðina Ellen fékk styrk úr Vísindasjóöi við síðustu úthlutun til að vinna að húðrannsóknum svo það lá beinast við að spyrja hana í lokin hvort allur hennar tími færi í húðina. „Eins og er fer mikill tími í hana. Ég vinn á Rannsóknarstofu háskólans eftir vinnutíma minn á stofunni. Þar er ég aö reyna að komast að hlutfallslegri tíðni sjúk- dóms sem nefnist Subacute Cutaneous lupus og er afbrigði af bandvefjasjúkdómi. Ég er vön því að vinna mikið. I náminu úti voru gerðar miklar kröfur, mottóiö var: Se one — do one sem þýddi að maður átti að fylgjast meö annan daginn og framkvæma síöan þann næsta. En ég á mér auðvitað áhugamál, ég spila á píanó, var í tónlistarnámi áður en ég fór út að læra svo reyni ég að ferðast eins og ég get þegar tími gefst. Á námsárunum ferðuðumst við hjónin mikið. Það má segja að við séum búin aö koma í flest ríki Bandaríkjanna. Erum búin aö eyöa jólum í Mexíkóborg, höfum keyrt um kanadísku Klettafjöllin, dvalið á Jómfrúareyjum og þvælst um þjóðgarða Bandaríkjanna. í nóvember síðastliðnum fórum við til Kenya sem var mikil upplifun.” Er húðsjúkdómalæknir lítið fyrir sólarlandaferðir? „Æ, já. Þegar við vorum úti feröuöumst við helst á vorin meöan ís var enn á vötnum. Ég vil helst kynnast fólkinu á þeim stöðum sem ég kem til og ég hef mjög gaman af að forvitnast um- matargerðina, en ég hef mjög gaman af eldamennsku og kem oftast klyfjuö af alls kyns vörum í hana úr svona feröalögum. ’ ’ Þú ert ekkert að freistast til að kanna húðtegundir fólksins á þeim stöðum sem þú kemur til? „Nei, ég reyni að láta þaö vera. Aö vísu (og nú hlær Ellen dátt) þá kannaði ég þetta aðeins þegar ég fór til Kenya, heimsótti til dæmis spítala, þar sem allt aðrir húð- sjúkdómar eru fyrir hendi, auk þess sem ég hlustaði á fyrir- lestra.” 26. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.