Vikan - 28.06.1984, Síða 17
vs Vísindi fyrir almenning
Harry Bðkstedt
Einkaréttur á (standi: Vikan
Oppenheimer
og vetnissprengjan
Það var ekki pólitísk andstaða
Roberts Oppenheimer og félaga
hans sem tafði tilurð hinnar
bandarísku vetnissprengju. Þar
var fyrst og fremst um að ræða
tæknileg vandamál sem
orsökuðust af skekkjum í útreikn-
ingum Edwards Teller, „föður
vetnissprengjunnar”, en hann var
einmitt harðasti andstæðingur
Oppenheimers innanhúss.
Nýju ljósi hefur verið varpað á
frægustu „galdraréttarhöld”
McCarthy-áranna sem fóru fram
1954 gegn Robert Oppenheimer og
enduöu með því að hann neyddist
til þess að láta af störfum sem for-
stöðumaður kjarnavopnarann-
sóknastöðvarinnar í Los Alamos.
Sá sem stendur að þessari „leið-
réttingu á sögunni” er úr fremstu
röð þeirra sem störfuðu í Los Ala-
mos: Hans Bethe, sem fékk
nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir
uppgötvanir sínar um að kjarna-
samruni væri meginorkulind sóln-
anna í stjarnkerfum alheimsins.
1 lok réttarhaldanna gegn
Oppenheimer skrifaði Bethe niður
eigin viðhorf til atburöanna í Los
Alamos. Þessi skrif voru af
öryggisástæðum flokkuð sem
trúnaöarmál. Nú er sá tími sem
kveðiö var á um í leyndar-
ákvörðuninni liöinn.
Ástæöa þess að Bethe gerir nú
opinber gögn sín um tilurð vetnis-
sprengjunnar, í tímaritinu „Los
Alamos Science”, er sú að hann
vill leiðrétta missagnir um hvern-
ig vetnissprengjan varð til, ekki
síst um hlut Oppenheimers í því
verki. Þessar missagnir voru
meira að segja til staðar í hinni
umfangsmiklu sjónvarpsmynda-
röð um Oppenheimer.
Edward Teller fékk hugmynd-
ina að vetnissprengjunni þegar
árið 1942. Hann ræddi þessa hug-
mynd þá þegar við Oppenheimer
og Bethe. Allar bollaleggingar um
þetta urðu þó að bíða því verkefnið
„Manhattan”, sem var smíði
fyrstu kjarnorkusprengjunnar,
hafði algjöran forgang. Það verk
var unnið af mikilli gjörhygli
undir öruggri stjórn Roberts
Oppenheimer.
Eftir að sprengjunum var
varpað á Híróshíma og Nagasaki
og stríðinu lauk voru Oppenheim-
er og félagar hans ófúsir að halda
áfram þessum störfum, þar á
meðal vinnu við hönnun vetnis-
sprengjunnar. Þeir höfðu bæði
siðferðislegar og pólitískar efa-
semdir um að það væri réttmætt
og þar að auki drógu þeir í efa að
mögulegt væri að smíða sprengju
af þessu tæi.
Rússahatarinn Teller vildi hins
vegar róa aö því öllum árum að út-
búa „súperbombuna”. Hann setti
fram ekki minna en þrjár tillögur
um gerð hennar. Tvær þeirra
reyndust ómögulega" í fram-
kvæmd en hin þriðja, sem
byggðist á gömlu hugmyndinni frá
1942, var sett á vinnuáætlun í Los
Alamos. Vinnan gekk hægt, fyrst
og fremst vegna þess að allir út-
reikningar voru mjög flóknir.
Reyndar höfðu sumir á orði að
réttast væri að bíða með þetta
eftir því að betri tölvur kæmu í
notkun því reikningarnir væru svo
snúnir.
Veturinn 1950 var friðurinn úti í
Los Alamos. Rússarnir höfðu
sprengt fyrstu kjarnasprengju
sína og höfðu auk þess með njósn-
um komist yfir hluta af upp-
götvunum Bandaríkjamanna um
vetnissprengjuna. Forsetinn,
Harry Truman, fyrirskipaði að
lokið skyldi við gerð vetnis-
sprengjunnar eins fljótt og hægt
væri.
En samt gekk starfið hægt í Los
Alamos. Hvers vegna? Ástæðan
var sú aðskyndilegakomust menn
aö því að lausnin, sem unnið var
að, var efnahagslega ómöguleg.
Teller-hópurinn hafði reiknað
skakkt frá upphafi. Það var sára-
einföld villa sem Bethe vill núna
ekki álasa neinum fyrir.
Þetta var meiriháttar áfall fyrir
Teller en snilld hans bjargaði
honum úr klípunni. I upphafi árs
1951 setti hann fram nýja hug-
mynd að vetnissprengjunni ásamt
stærðfræðingnum Stanislaw
Ulam. Hún var svo gallalaus, svo
tæknilega „sæt”, eins og Oppen-
heimer orðaði það, að nú var
ekkert að vanbúnaði að leggja
ofuráherslu á þessa „súper-
bombu”. 1953 var fyrsta tilrauna-
sprengjan spengd.
Þetta varð fyrst og fremst
vegna þess, að sögn Bethe, hve
vísindamennirnir í Los Alamos
lögðu hart að sér. Það hve starfið
gekk fljótt og vel var ekki vegna
þess að menn heföu seint og um
síðir fallist á rök Tellers sem
alltaf heföi haft rétt fyrir sér. Það
hafði einfaldlega veriö gerð ný
uppgötvun.
En Edward Teller hélt áfram að
ásaka samstarfsmenn sína,
\ V '
einkum Oppenheimer, fyrir að
hafa tafið þróun vetnis-
sprengjunnar. Þessu hélt hann
raunar einnig fram við réttar-
höldin 1954 og það var einmitt
vitnisburður hans öðru fremur
sem stuðlaði að brottvikningu
Oppenheimers.
Þetta hafa samstarfsmenn Tell-
ers frá Los Alamos átt erfitt með
aö fyrirgefa honum, sérstaklega
vegna þess að þeir áttu sjálfir
ómögulegt með aö stíga fram til
varnar Oppenheimer vegna leynd-
ar sem hvíldi á hinum tæknilegu
atriðum sem raunverulega
orsökuöu tafirnar á verkinu. Þaö
er fyrst nú sem þessari leynd
hefur verið aflétt og því geta menn
lesið um þetta í mörgum virtustu
vísindatímaritum vestanhafs.
26. tbl. Víkan 17