Vikan


Vikan - 28.06.1984, Síða 18

Vikan - 28.06.1984, Síða 18
~a Smásaga Gildran Mark var elskhugi minn og einkavinur og mér haföi alltaf þótt það nóg, þangað til núna. . . Ég veltist og endasentist gegnum marglitar myndir, komst loks upp á yfirborðiö, svefn- þrungin og dauf. Síminn hringdi hvellt. Ég greip umtóliðogstundi: „Já?” „Fyrirgefðu, elskan, vakti ég þig?” Ég fékk í magann. „Ert það þú, mamma?” „Ja, ekki eru þetta fagnaðar- kveðjur, elskan.” „Fyrirgefðu, mamma — ég fór seintaðsofaígær.” „Fóruð þið Mark út að skemmta ykkur?” „Nei, mamma. Það var föstudagur ígær.” „Og?” „Við förum aldrei út saman á föstudagskvöldum. Ég er búin að segja þér þaö. Á föstudags- kvöldum hittir hann vini sína. Ég fór út með stelpunum úr vinnunni og hann fór eitthvað með félögum sínum.” „Nú,” sagði hún eins og hún vissi allt. „Auðvitað væri það öðruvísi ef þiö væruð gift.” Úr- slitaorð móður minnar, rothöggið. „Ef þið væruð gift væruð þið heima eða hittuð vini ykkar saman eins og annaö siðmenntaö fólk á ykkar aldri í stað þess að flækjast um á ógeðslegum diskó- tekum eins og táningar. ’ ’ „Það kallar enginn þetta diskó- tek lengur, mamma — þetta eru klúbbar. Svo eru flestir á aldur við mig eða eldri.” „Sama er mér. Þetta er ekki heilsusamlegt. Þú ættir að fara aö koma þérfyrir.” „Ég er búin aö koma mér fyrir. Það er enginn sjúkdómur að vera ógift, mamma. Ég held að hjóna- bandið sé sjúklegra ástand. Allt þetta meö húsbyggingar og barna- uppeldi og halda í við hina. Ég lít á það sem sjúkdóm, mamma, and- legan og líkamlegan sjúkdóm.” Hún reyndi aðra leiö. „En langar þig ekkert til að giftast, elsku Nathalie? Þú veist að við pabbi yrðum svo hrifin.” „En við yrðum ekki hrifin, mamma. Ég hef sagt þér það áður — við erum ekki tilbúin undir hjónabandið, viö erum of ung. Núna erum viö óbundin. Það er einmitt rétta leiöin aö búa saman.” En jafnvel ég var ekki sannfærð og mamma fann það. Ég sá hana í anda með glitrandi augu, spennt- ar klær vomandi yfir bráðinni. „Það er ekki það sama, elskan. Þaö er ekki siðferðilega eða lög- lega bindandi að búa saman ógift. Okvæntur maður ræður sér sjálfur og maður sem ræður sér sjálfur er stórhættulegur.” Ég heyrði á röddinni að það var kominn tími tilaðhætta. „Fyrirgefðu, mamma, en ég verð að leggja á — það var einhver að hringja dyra- bjöllunni,” sagði ég. Mér létti þegar ég haföi lagt á og ég lagðist aftur í rúmið. Ég verð að viðurkenna það að mér væri ekkert um móður mína ef skyldan krefðist þess ekki að ég elskaði hana. Þaö er ekki aðeins vegna þess aö hún er sífellt að hamra á hjónabandi heldur vegna þess að hún er eins konar framlenging af sjálfri mér, mitt annað ég. 18 Vikan Xb. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.