Vikan - 28.06.1984, Page 22
13" Slúöur
Fyrst vildi hún
Andrew Bretaprins, síðan
Albert af Mónakó
— en sætti sig við austurrískan prins í staðinn
Astrid fékk draumaprinsinn sinn að lokum.
Belgíska prinsessan Astrid, dóttir Paolu og
Alberts, var yfir sig ástfangin af Andrew
Bretaprinsi, en hann vildi ekkert meö hana
hafa. Þá sneri hún sér að Albert prinsi af
Mónakó og lengi vel héldu menn aö hjónaband
yrði úr þeim vinskap. Svo fór þó ekki. Albert
fór aö sjást meö íturvaxinni blondínu og
Astrid skildi sneiðina og lét sig hverfa.
Nú hefur Astrid prinsessa, 22 ára, opinber-
að trúlofun sína og sá lukkulegi er austur-
rískur erkihertogi, Lorenz, 29 ára. Sagt er aö
samband þeirra hafi staöiö lengi en þeim hafi
fundist kominn tími til aö gera lýðnum það
ljóst.
Astrid þykir ekki lík móður sinni, Paolu.
Hún þykir frjálsleg og eölileg í útliti, með fullt
af freknum og rauðleitt hár. Fjölskyldunni
ber saman um aö Lorenz líti einmitt út eins og
prins eigi aö vera, hár, dökkur, rómantískur
og vel upp alinn! Ekki hefur brúökaupsdagur-
inn verið ákveöinn en samkvæmt konungleg-
um reglum verður hans eflaust ekki lengi aö
bíða.
Hin freknótta Astrid hefur nú breyst úr ástsjúk-
um táningi í virðulega prinsessu.
ErAtbert
ioksins
kominn
Frönsku blöðin eru nú yfir sig
hrifin og keppast viö að taka
myndir af Albert Mónakóprinsi og
nýjustu kærustunni hans. Sumir
voru orðnir úrkula vonar um að
þetta gengi eitthvað hjá piltinum en
faðir hans bíður óþreyjufullur eftir
að drengurinn festi ráð sitt svo hann
geti dregið sig í hlé.
Sú útvalda í þetta skipti er 25 ára,
heitir Marléne Vermeulen, starfar
sem fyrirsæta og hefur ekki blátt
blóð í æðum. Er hún var spurð um
samband hennar og Alberts prins á
dögunum svaraði hún: Við erum
baragóðirvinir!!
Þegar Albert spilaði fótbolta fyrir Mónakó á dögunum sat Marléne á
áhorfendapöllunum og fylgdist með.
|
22 Vikan 26. tbl.