Vikan


Vikan - 28.06.1984, Page 25

Vikan - 28.06.1984, Page 25
Eldhús Vikunnar Umsjón: Jón Asgeir Sætsúr, ofnbökuð svínarif (Matreiðslan tekur eina og hálfa klukkustund) Nœgir fyrir fjóra 1,5 kíló svínarif (bidjið kjötkaup- manninn ad höggva þau í hœfilega stóra bita — stundum fœr maður vandrœðalega stóra bita...) 1 búnt steinselja, smásöxuð 1 lárviðarlauf 4 heilpiparfræ salt 1 matskeið hunang 2 matskeiðar rauðvínsedik 1 matskeið matarolía nýmalaður svarturpipar 150 grömm gulrœtur, sneiddar í mjóa renninga 150 grömm sellerírót, sneidd í mjóa renninga sítrónusafi 1 hnífsoddur engifer 1 chili-pipar, lítill lítils háttar af kartöflumjöli 1 sentílítriþurrt sérrí 1. Þvoið svínarifin og leggið þau í stóran pott. Bætið steinselju, lárviðarlaufi, piparkorn- um og salti saman við. Hellið vatni þannig aö rétt fljóti yfir, látiö suðuna koma upp og krauma í 15 mínútur. 2. Veiðið svínarifin úr pottinum, þerrið þau og penslið með blöndu úr hunangi, ediki, olíu, salti og pipar. 3. Bakið rifin í mjög heitum ofni um það bil 20 mínútur. Veltið þeim af og til og penslið meðsoðinu. 4. Sjóðið niður soðið í pottinum á meðan rifin bakast, þannig að um það bil hálfur lítri sé eftir. 5. Bætið grænmeti, sítrónusafa, engifer og chili saman við soðið og látið krauma í öllu í nokkrar mínútur. Grænmetið á ekki að verða lint. 6. Gerið sósu með því aö bæta kartöflumjöli út í og bragðbætið með sérríi. Berið fram ásamt kartöflum, ofnbökuðum í álpappír, soönum maísstönglum og öli. 26. tbl. Víkan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.