Vikan - 28.06.1984, Qupperneq 27
Myrtle skaut upp kollinum rétt
eftir að jarðarförin var afstaðin.
Hún kvaðst ganga með barn, sem
Hervie ætti, og krafðist þess að fá
helminginn af öllum eignum hans.
Jason gerði henni ljóst að hún gæti
ekki með nokkru móti sannað að
Hervie væri faðir þessa barns ef
hún gengi þá með nokkurt barn
yfirleitt.
Hún fór við svo búið en kom
aftur sex vikum síðar. Þá var ekki
lengur hægt að efast um að hún
væri vanfær. Aö þessu sinni
krafðist hún einskis. Hún stóð
bara á hlaðinu og sagði:
„Mér datt í hug að spyrja hvort
það væri nokkur leið að ég fengi að
vera hér þangað til þetta er
afstaöið.”
„Mér ber engin skylda til að
hýsa þig,” sagði Jason.
Skyndilega birti yfir svip
Jasons. Hann fékk ekki oft hug-
myndir en einni laust niður í hug
hans á þessari stundu eins og
eldingu:
„Viltu vera ráðskona hjá mér?”
Hún kinkaði kolli.
„Allt í lagi,” sagði hann himin-
lifandi. „Við skulum þá gera
samning með okkur. Þú verður
ráðskona hjá mér, þaö er að segja
ef þú ferö sparlega með matinn og
eyðir ekki peningum í alls konar
óþarfa.”
Það fór sælutilfinning um Jason.
Myrtle var að vísu ekki sérlega
falleg í framan og hún var brjósta-
lítil. En hún haföi mikið og fallegt
hár og alltaf þegar hún gekk og
dillaði mjöðmunum þá fór
fiðringur um Jason. En best af
öllu var aö þetta skyldi vera
kærasta Hervies. Nú haföi hann
ekki aðeins fengið búgarðinn
heldur mundi hann innan skamms
krækja sér í konu Hervies líka!
En hann átti eftir að verða fyrir
vonbrigðum meö Myrtle. Hann
mátti ekki snerta hana. Hún
eldaði góðan mat og hélt húsinu
hreinu, en þegar hann reyndi að
stíga í vænginn við hana brást hún
reið viö.
„Við sömdum ekki um þetta
líka,”sagði hún.
I fyrstu reyndi Jason að hugga
sig við þaö að sennilega stafaði
þessi tregða hennar af því aö hún
væri ólétt. En þegar barnið var
fætt og orðiö nokkurra mánaða
gamalt gerði hann sér ljóst aö
ástæðan hlaut að vera önnur. Ef til
vill beiö hún eftir því aö hann yröi
löglegur eigandi að búgaröinum.
í átján mánuði þurfti hann aö
standa í stappi og málavafstri til
þess að verða löglegur eigandi. En
jafnskjótt og hann haföi fengiö í
hendur skilríki, sem sýndu svart á
hvítu að hann einn væri eigandi
búgarðsins og enginn annar, þá
brá hann sér fram í eldhús og
sýndi Myrtle pappírana.
„Ég býst við að þú sért aö sýna
mér aö þú eigir þetta allt
saman,”sagðihún.
„Já, eins og það leggur sig,”
svaraöi hann sigri hrósandi.
„Nema hvað ég skulda
lögfræðingunum fáeina skild-
inga.”
„Það er gott fyrir þig,” sagði
Myrtle kuldalega og hélt áfram
við eldhússtörfin.
„Ég hef þurft aö bíða lengi eftir
þessu,” sagði Jason. „Ég er aö
vísu ekki ríkur en ég er sæmilega
stæður. Ég get að minnsta kosti
séð fyrir okkur báöum,” sagði
hann og lagði höndina um mittið á
Myrtle.
„Snertu mig ekki,” sagði hún og
sneri sér eldsnöggt við. Hún hélt á
gaffli í hendinni og hóf hann á loft.
„Ef þú vogar þér að snerta mig
aftur þá sting ég gafflinum á kaf í
hálsinn á þér,” hélt hún áfram.
Á þessari stundu tók Jason aö
gruna aö ekki væri allt meö felldu.
Kvenmaður sem neitaði slíku
boði hlaut að vera í tygjum viö
annan mann.
Grunur hans staðfestist þegar
hann komst að því að stundum á
kvöldin bað hún stúlkurnar fyrir
barnið og læddist út. Þá tók hann
símann úr sambandi og keypti
stóran varðhund. Eftii að hundur-
inn kom til sögunnar var ógern-
ingur að læðast út úr húsinu á
kvöldin án þess að hann yrði var
viöþaö.
Myrtle geöjaðist ekki að þessu.
Það leyndi sér ekki á svipbrigðum
hennar og framkomu. Eitt kvöldiö
missti hún alveg stjórn á skapi
sínu.
„Þú heldur að þú getir fengiö
allt með því að bíða nógu lengi og
gefast ekki upp!”
„Þolinmæðin þrautir vinnur
allar,”sagðihann.
„Þótt þú bíðir í þúsund ár færðu
mig aldrei.”
Jason brosti:
„Þú ert ráðskonan hjá mér, er
þaðekki?”
„Þótt ég sé ráöskona hjá þér þá
erekkiþarmeðsagtaöég. . .”
„Við sjáum hvað setur,” sagði
Jason drýgindalega. Þetta var allt
í áttina. Hann var sannfærður um
aö hún gerði sér það jafnljóst og
hann.
„Hvað þú getur veriö andstyggi-
legur,” sagði hún, en hún sagði
það ósköp lágt og henni var
bersýnilega runnin reiðin.
Jason ruggaði sér fram og aftur
í ruggustólnum og horfði á sjón-
varpiö sitt. Þetta er allt í áttina,
hugsaði hann. Henni er ekki eins
leitt og hún lætur. Þolinmæðin
þrautir vinnur allar. Það voru orð
að sönnu.
Jason var að plægja þar til sólin
hneig til viðar. Þá hélt hann loks
heim. Mánuður var liðinn frá því
að ofangreind orðaskipti áttu sér
stað milli þeirra. Myrtle hafði
ekki gert minnstu tilraun til aö
læðast út úr húsinu á kvöldin allan
þann tíma. í hvert skipti sem
Jason hafði lokiö vinnu sinni og
rölti heim á leið gældi hann í
huganum við þann möguleika að
þegar hann kæmi heim sannaðist
það sem þau bæði vissu að koma
mundi á daginn: Að hann hafði
beðið þar til hún gafst upp og lét
undan.
Hiö fyrsta, sem Jason tók eftir
þegar hann kom inn í þetta skipti,
var að þaö var einhver óvenju-
leg angan af Myrtle. Hún hafði
borið á sig ilmvatn! Auk þess var
hún í fínum kjól og hafði greitt á
sér hárið.
Þetta var eiginlega meira en
hann hafði búist viö. Nú var loks
hin langþráöa stund runnin upp.
Það leyndi sér ekki. Hún brosti til
hans og rödd hennar var svo
blíöleg aö það lá viö að hann félli í
stafi.
„Elskan,” sagði hún. „Þú ert
svo þreytulegur. Langar þig ekki í
kaffibolla áður en ég fer aö útbúa
kvöldmatinn. Sestu inn í stofuna
og ég skal koma með hann inn til
þín. Ég er búin að svæfa barniö
svo aö það verður kyrrt og rólegt
hjá okkuríkvöld.”
Hún kom með kaffið og sat við
hliðina á honum í sófanum á
meðan hann drakk það. Hún talaði
blíðlega um hitt og þetta og
laumaði hendinni yfir um öxl
honum. Sælutilfinning fór um
hann allan. Hann var eins og í
leiðslu. Hann reyndi að hlusta á
hana en heyrði varla hvað hún
sagði. Hann var svo utan við sig af
sælu. Það var eins og hann væri
kominníannanheim. . . .
Allt í einu glaðvaknaði Jason og
honum varð heldur en ekki hverft
við. Hann var þurr í kverkunum
og tungan í munni hans var svo
þykk að hann gat varla komið upp
orði. Þegar hann hafði ætlað að
bera höndina upp aö munninum
hafði hann komist að raun um aö
hann varbundinn.
„Myrtle! Myrtle!”
Hún kom inn úr eldhúsinu,
beygði sig yfir hann og sagði glott-
andi:
„Var ekki gott aö fá sér
ofurlítinn blund?”
„Hvers vegna hefurðu bundið
mig?”
„Til þess að þaö veröi auðveld-
ara að fleygja þér í ána.”
„Hættu þessari vitleysu, segi
ég. Leystu mig!”
„Mér eralvara.”
Jason var nú orðiö ljóst að hún
var ekki að gera að gamni sínu.
Hann sá að hún gekk að dyrunum,
opnaði þær og hlustaði.
„Ég er að bíða eftir Buck. Ég
var vön að fara út með honum
áður en þú keyptir þennan
déskotans hund. En ég svæfði
hundinn á sama hátt og ég svæfði
þighérna áðan.”
Hún kerrti hnakkann.
„Eg heyri að Buck er aö koma.”
Hún lokaöi dyrunum og hélt
áfram aö útskýra málið fyrir
Jason:
„Buck ætlar aö hjálpa mér.
Hann ætlar að halda þér niðri í
vatninu. Þegar þú hefur drukkið
nóg leysum við af þér böndin og
þetta lítur út eins og ósköp
saklaust slys.”
Jason heyröi að bíl var ekið upp
veginn. Kaldur sviti spratt fram á
enninu á honum. Hún ætlaði sér að
gera þetta, það var bersýnilegt.
Það var óðs manns æði. Hún
mundi ekki hafa neitt upp úr því.
En hún ætlaði samt að gera það —
eftir allan þennan tíma — binda
hann og drekkja honum síðan í
ánni.
Jason reyndi að slíta af sér
böndin en það var vonlaust. Hann
verkjaöi aðeins í úlnliðina.
„Ef þú gerir þetta,” sagöi hann
loks, „þá verður það engum til
góðs. Þú hefur ekkert upp úr þvi.
En ef þú leysir mig strax skal ég
gefa þér peninga. Ég skal meira
að segja giftast þér. . . ”
„Giftast mér,” sagöi hún og hló.
„Þess gerist ekki þörf. Við höfum
þegar búið saman í meira en tvö
ár. Þeir kalla það víst sambúð eða
eitthvað í þá áttina á lagamáli, er
það ekki? Það veröur tekið gott og
gilt fyrir hvaða rétti sem er. Við
höfum búiö saman í tvö ár, eins og
þú veist: ég og þú, maöur og
kona!”
„En ég hef aldrei svo mikið sem
snertþig.”
Hún hló aftur.
„Það er laukrétt hjá þér. En því
trúir enginn. Eg efast meira að
segja um að Buck trúi því. Hann
hefur að. minnsta kosti verið
logandi hræddur allan tímann. Og
þegar öllu er á botninn hvolft:
Hversu margar stúlkur mundu
hafa haft þolinmæði til þess að
bíöa allan þennan tíma?”
Jason heyri fótatak í stiganum
og reyndi aftur án árangurs að
slíta af sér böndin. Myrtle opnaði
dyrnar, féll í faðm ókunnum
manni og sagði:
„Komdu inn, elskan! Biðin er á
enda.”
26. tbl. Vikan 27