Vikan - 28.06.1984, Blaðsíða 31
Leitin að orkunni
—vindur, mór og jarðeldar að
komast í gagnið.... erlendis
Allt er í heiminum hverfult. Ætli
veröi ekki litið á tröllaukin
orkuver fyrri ára sem risaeölur
tæknibyltingarinnar þegar fram í
sækir. Slysahætta af kjarnorku-
verum, vandræöi viö að koma
geislavirkum úrganginum fyrir
kattarnef og náttúruspjöll af
völdum annarra gerða af stór-
orkuverum — erlendis herða
menn leitina að öðrum kostum.
Fyrir löngu framleiddu litlir,
sjálfstæðir orkuframleiðendur
raforku um allt land. Bændur
komu sér upp vatnsorkuverum á
bæjunum — sum þeirra starfa
enn. Þróunin virðist nú stefna í
þessa átt erlendis, þar fjölgar litlu
orkuframleiðendunum ört. Þeir
beina ekki einungis augum að
venjulegum orkugjöfum eins og
vindi, vatni og sól heldur einnig að
óvenjulegum hlutum eins og
ferskjusteinum og mó.
Hnetubændur í Kaliforníu nýta
til dæmis valhnetuskurn til að
framleiða orku, þannig ná þeir hjá
Sun Diamond Growers 4,5 mega-
vöttum úr „rusli”. Orku-
sparnaðurinn jafngildir 70.000
tunnum af olíu á ári. Annað fyrir-
tæki, Imotek í Sacramento, fram-
leiðir 8,5 megavött meö því að
brenna möndluskurn og steina úr
ólífum, ferskjum og sveskjum. I
Minnesota-fylki, þar sem búa
margir af afkomendum Islend-
inga, hafa menn nú uppgötvaö
ágæti hins gamla íslenska elds-
neytis um aldir: mósins. Þeir
reikna með því að geta tekið mó
(sem er jarðlag myndað úr jurta-
leifum) á milljónum hektara.
Það er ekki nóg að á þennan hátt
sé rusli breytt í orkubirgðir, mörg
þessara efna hafa ýmsa aðra
kosti. Þannig mun það staðreynd
aö í valhnetuskurn er mjög lítið af
brennisteinsefnum og ösku, sem
veldur því að bruninn gefur svo til
engan mengandi reyk frá sér.
Sú orka sem hægt er aö afla frá
hitanum í iðrum jarðar er okkur
Islendingum að góðu kunn.
Hefðbundin nýting á heitu vatni og
gufu þekkist víða. En við höfum
reynt aö krafla okkur áfram í
þessum efnum, í Vestmannaeyj-
um hefur gefist vel aö dæla vatni
Fyrir ekki alllöngu hefðu bara bjánar haft orð á því að það
gæti verið sniðugt að setja á fót VINDBÝLI.
Texti: Jón Ásgeir
niður og fá þaö upp aftur snöggt-
um heitara (orkumeira). Orku-
málaráðuneyti Bandaríkjanna
hefur stærri plön á prjónunum.
Þar ætla menn aö gera tilraun til
að nýta bráöna bergkvikuna svo
um munar. I því skyni að kanna
þennan möguleika á orkuöflun
veröur fyrir lok áratugarins boraö
fimm kílómetra beint ofan í jörð-
ina í átt að eldleöjunni. Svo er að
sjá hvað kemur upp. En banda-
ríska jarðfræðistofnunin U.S.
Geological Survey reiknar meö
því að í eldinum leynist orka sem
sé 8000-falt meiri en árleg orku-
notkun Bandaríkjanna. Miklar
birgðir fljótandi eldkviku hafa
fundist í jörðu niöri í Alaska, á
Hawaii og vestarlega í Norður-
Ameríku.
Þetta tal um aöra kosti í orku-
málum hljómar kannski sem hel-
ber heilaspuni. Samt er það nú svo
að tvö bandarísk stórfyrirtæki,
Pacific Gas and Electric
Company og Southern California
Edison, hyggjast næsta áratuginn
afla allrar sinnar viðbótarorku
eftir nýjum leiðum eins og hér
hefur verið lýst. I stað 2000 mega-
vatta kjarnorkuvers eða kolavers
koma hundruð af litlum orkuver-
um af ýmsu tagi — allt frá lifefna-
orku til vindorku. Ennfremur
munu þessi fyrirtæki kaupa orku
af litlum framleiðendum eins og
hnetubændunum sem áöur var
lýst. Aðkeypt orka borgar sig fyrir
stórfyrirtækin, þau spara auknar
fjárfestingar.
Vindorkan er á góðri leiö meö að
verða hefðbundinn orkugjafi á ný,
hún var talsvert notuð á bænda-
býlum hér fyrr á öldinni. I Kali-
forníu eru núna reknir nokkrir
tugir „vindbýla”, þeim hefur ört
fjölgað frá árinu 1982. Ef öll orku-
framleiösla bandarískra vindbýla
er talin saman jafngildir hún 230
megavöttum, eöa fjóröungi þeirr-
ar orku sem meöalstórt kjarn-
orkuver framleiðir viö mesta
álag. En á Islandi, sem er heims-
ins mesti vindrass, fer ekki mörg-
um sögum af nýtingu vindsins
sem orkugjafa — nema til að
hreyfa seglbáta...
26. tbl. Víkan 31