Vikan


Vikan - 28.06.1984, Síða 44

Vikan - 28.06.1984, Síða 44
\S Framhaldssaga fer fyrir þaö sem hann haföi í hyggju haföi hann eina frá staðalsveitum NATO til tafar- lausrar ráöstöfunar. Norðmenn gegndu miklu hlutverki í ráða- gerðinni sem hann var aö brugga. Þetta var allt spurning um tíma og fjarlægð. Guði sé lof að tími og fjarlægö voru að minnsta kosti endanlegir og útreiknanlegir hlut- ir, ekkert á viö mannleg viðbrögð. Þrátt fyrir rólegan en alvöru- gefinn svip Kings var honum ákaflega brugöið. Hann gat naumast trúað því aö einhver lítil- fjörlegur enskur einkaritari hefði komið upp um sendiferð Feter- sons bara til að fá aö riða. Það var hrikalegt, geöveikt, fullkomlega út i hött. Þó varð hann að ganga út frá því og það særði hann dýpra en þó konan hans heföi haldið fram- hjá honum. Bretar voru alltaf að framleiða svikara, andskotinn hafi þaö. Philby, Blake, Blunt, alla hina. Þrátt fyrir rona, sem King aðmíráli var ásköpuð, tókst honum ekki að halda beiskju sinni í skefjum þegar hann talaöi við breskan aðstoðarmann sinn hjá NATO. „Tæfan hefur komiö okkur í klípu, Frank,” sagði hann reiðilega. „Norðurljósið var tekiö. Þaö hlýtur að koma að Peterson næst. Við verðum að kalla sveitina heim og þaðfljótt.” „Hefur það allan forgang?” F'rank Williams undiraömíráll hafði fylgst með Svalbarða- deilunni aukast frá þeim löngu liöna degi sem hann hafði fyrst hitt Peterson í skrifstofunni uppi á lofti. Nýlegú- atburöir höfðu glögglega undirstrikað viðkvæma tímasetningu sem þurfti fyrir leynilega árásarsveit til aö vinna sitt verk og komast undan. Kenningin um að fylgja eyöi- leggingu ratsjárinnar eftir með skilaboöum á heitu línunni, telexi forsetans til Moskvu, um aö þetta væri óopinber aðvörun um tregöu Bandaríkjastjórnar til að sjá Sval- barða hervæddan, var aðgengileg. Naumlega. En hún byggðist á því að hópur Delta-sveitarinnar gæti komiö fullkomlega á óvart. „Hvað gerist ef við missum sveitina?” spurði hann aftur. „Margir okkar setjast í helgan stein. Það er engin leiö til þess að við getum þaggað niður þann mannamissi, jafnvel þó Rússarnir setji þá ekki á sýningu á Rauöa torginu.” Þetta var meginvanda- mál hins frjálsa heims, vissi King. Politburo þurfti ekki að svara til saka gagnvart borgurunum. For- seti Bandaríkjanna þurfti þess. „Það veröur verra en Teheranbjörgunúi.” Hann sneri sér aö Williams, streitan, sem kvaldi hann, skeúi úi’ hverjum andlits- drætti. „Gott og vel, Frank, ég veit aö stjórnmálalegur forgangur er að stöðva uppsetningu rat- sjárinnar, en hluti af því er að ná Peterson burt,” Hann þagnaði. „Myndu Norðmenn að þínu mati taka forystu um að loka leiöum til Svalbarða?” „Andskotinn, þaö ættu þeir að gera. Það er sú aðgerð sem þeir hafa mælt með allan tímann. ” „Þá ætla ég að biðja þá um aö stöðva og snúa viö rússneska fraktskipinu.” King kallaöi til eins starfsmannsins. „Fyrirlibi, hvenær er áætlað að skipiö meö ratsjármöstrin komi til Is- fjarðar?” „Snemma á laugardag að staðartíma, herra. Þvi gengur hægt, eflaust vegna veöurs.” ,,Þá skjótum við á miðnætti a föstudag, GMT.” King var búinn að taka ákvörðun og gleyma gremju sinni í sama mund. „Frank, þá hefurðu mest þrjátíu og sex stundir til að skipuleggja aögeröir NATO. Hagaöu þeim þannig að Norðmenn grípi í taumana í landhelgi Svalbarða og að við höfum talsverðan styrk til aö styðja við bakið á þeim. Eg ætla til Washington um leið og ég er búinn að tala við skrifstofu for- setans.” Hann kallaöi aftur á aðstoðarmanninn. „Fyrirliði, ég vil aö herskip veröi þegar sett til aö hafa samband við árásar- sveitina og koma henni undan. Reglur um samskipti við óvininn koma bráöum.” „Já, herra,” sagði fyrirliöinn snöggt. Líkt og aðrir starfsmenn SACLANT hafði hann fylgst með ferðum flotanna tveggja, sem flögruöu um eins og skylminga- menn fyrir leik, og var því feginn aö loks voru teknar ákvarðanir. „Og upp á skýrslurnar,” bætti King viö, „þá er ég persónulega ábyrgur fyrir leyfi til að koma Delta-sveitinni undan. Eg sendi mennina inn, andskotinn, ég skal ná þeim burtaftur.” Peterson gat verið að leiða menn sína í launsátur á hverri stundu. „HEYRIÐI, EG held aö við séum komnir í skarðið.” Smith var himinlifandi þó aö hann talaði lágt. Landslagið var grátt aö sjá. Fíngeröur snjórinn blandaðist þokunni en Smith fann að skíðin hans hreyfðust léttar og hæðar- mælirinn sagöi 740 fet og það var um það bil rétt. Þeir hlutu aö vera komnir að skarðinu sem lá inn i Colesdal. „Við skulum þá staönæmast.” Peterson stjakaði sér fram til Smith. „Þú hefur líka rétt fyrir þér,” samsinnti hann. „Raunar gætum við líka verið næstum að koma út úr þessu skýi núna.” Þaö hafði hætt aö snjóa fyrir tveimur stundum og þaö var mistruö birta uppi yfir, þó ekki sæjust nein merki um sólina. „Ég ætla lengra upp með Mydland kafteini,” ákvað Peter- son. „Við eltum slóöina okkar til baka. Gefðu merki ef eitthvað gengur úrskeiðis.” Hallinn jókst og skýiö þynntist eftir því sem þeir fóru hærra. Peterson minntist þess þegar hann var eitt sinn í flugvél aö hringsóla yfir Los Angeles. Mengun og ský byrgðu fyrir borgina og hinar flugvélarnar í biðröðinni fóru í gegnum efsta lagið með brodda sína jafnáberandi og hákarlar í gráu hafi. Fáeinar mínútur enn við að puöa upp i móti færöu þá í stór- kostlega hreint loff. Fyrir neðan þá, svo langt sem augað eygði, fylltu skýin dalina eins og baðmull en fyrir ofan, kannski ekkki nema 500 fetum hærra, mynduðu skýin grátt teppi sem breiddi úr sér út aö sjóndeildarhring. „Andskotinn,” sagöi Peterson, „við erum spægipylsan í sam- lokunni og sjáðu þetta helvíti.” Beint framundan, hinum megin viö falinn Colesdal, gnæföi upp nærri því þverhnípt fjallshlíð, snævi þakinn veggur með stöku rönd af sýnilegum klettum sem hvarf aftur upp í skýiö. „Plata-fjall er handan við þetta,” sagði Mydland. Það virtist óþarfi að segja fleira. Þeir vissu báðir af kortinu að þessi kletta- veggur var hluti af óárennilegum, kylfulaga tindum sem risu í 3500 feta hæö. Kylfuskaftið var löng og ámóta há brún á hinni hliöinni. Þessi brún endaði við og gnæfði yfir Plata-fjalli. Meðfram henni var U-laga skriðjökull með anga sem náði niður í Longyearbæjar- dal. Jökulsporöurinn var kíló- metra frá byggðinni. „Þegar viö erum komnir á jökulinn,” sagði Mydland rólega, „ættum við ekki að eiga í alvarlegum erfiðleikum.” Ef kortið var rétt gátu þeir komist framhjá jökulruðningunum. Hann hætti skyndilega að tala, þagnaði þegar kunnuglegt hljóð heyrðist: Fjarlægt glamrið í þyrluspööum. „Við skulum hypja okkur niður.” Peterson sneri skíðunum sínum um leið og hann sagði þetta og fór þegar í stað niður og inn í skjóliö af skýinu. Hann plægöi klunnalega, reyndi að elta lautirnar í slóö þeirra upp í móti, þung byrðin ógnaði jafnvægi hans alla leiðina. Ef Nancy sæi mig núna, hugsaði hann, myndi hún deyja úr hlátri. Nancy var nokkuð góö á skíðun.. Hann mundi eftir henni í skærbleikum búningi á leiðinni niður sólbjarta hlíð í Aspen. Aspen var áreiðanlega annar heimur. „Höfum það á hreinu,” tilkynnti hann þegar þeir voru komnir til hinna, „að viö verðum að vera inni í þessu andskotans skýi jafnlengi og hægt er. Þið heyrðuð í fuglinum þarna uppi. Þessir náungar þyrftu ekki að vera að leita til að sjá okkur. Við skulum fá okkur eitthvað í svanginn hérna og stefna að því aö komast í hina hliö Colesdals, leggja svo aftur af stað snemma morguns.” Því fyn- sem þeir kæmust upp meðfram klettabrúninni háu og í gott skjól því betra. Hann kæröi sig ekki um aö vera allt í einu negldur í nakinni f jallshlíð í glaðasólskini. „Þetta ætti að vera notalega létt ferð niður.” Smith talaöi eins og væru þeir í Aspen. „Ef svo er þá er það sú eina sem líklegt er að við förum.” „Getum ekki geit nema gott úi' því, ofursti.” Smith var staöráðinn í aö halda góðu skapi og glaðlyndi hans var réttlæt- anlegt. Eftir að þeir höfðu boröað þurran matarskammt og skolað niður með kaffi úr flöskum, sem nokkrir þeirra festu meö hvítu límbandi viö búnaðinn sinn, liökuðu þeir vööva í handleggjum og fótum, gengu örna sinna í holu sem þeir grófu og lögðu aftur af stað. Þó að kílómetrarnir 10 upp í skarðið heföu tekið þá sex stundir þurftu þeir ekki nema fjóröung þess tíma til að fara næstu 8 kíló- metra niður í móti. Nýfallinn snjórinn söng undir skíðum þeirra og aö undanskildu því að stansa þegar hreindýrahópur var fram- undan í þokunni rákust þeir ekki á neina hindrun. Þeir námu loks staöar þegar Smith tók eftir að skyggniö var að batna og þeir hlutu að vera aö koma niður úr skýinu. Þeir stóðu kyrrir, hölluöu 44 Vikan 2fc. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.