Vikan - 28.06.1984, Page 45
sér ánægöir fram á skíðastafina,
himinlifandi og hressir.
„Váá,” sagði Trevinski, berg-
málaði líðan þeirra allra. „Þetta
gekk eins og í sögu. Ætli það verði
ekki aö vera gott stundum. ”
„Ekkert mál.” Millar berg-
málaði tilfinninguna.
Peterson hlustaði, hugsaði með
sér að jafnvel valdir menn væru
innst inni ekki öðruvísi en aðrir.
Þegar minningar um heiminn
dofnuðu og steikur og ísar síðustu
viku uröu ófáanlegir eins og fjár-
sjóðir voru þeir fljótir að sætta sig
aftur heimspekilega við erfiðleik-
ana sem höfðu veriö baröir inn i
þá frá fyrsta degi í æfinga-
búðunum. Honum létti við að
Bretinn og Norðmaöurinn virtust
steyptir i sama móti. Hann
fylgdist grannt með þeim, var að
ákvarða nákvæmlega hvernig átti
að bæta þeim inn í árásina sem
þeir myndu gera snemma laugar-
dagsmorguns þegar varnarmenn
ratsjárinnar, ef einhverjir væru,
myndu ekki síöur þurfa að berjast
við syfju en kulda. Um klukkan
þrjú að nóttu var líkamshitinn
lægstur og sama var að segja um
baráttuvilja manna. Til aö
hagnast á þessu þurfti sveitin
hans ekki bara að vera örugg með
sig, sem hún var, heldur líka út-
hvíld. Hann vildi vera kominn yfir
jökulinn og á síðasta áfangastaö
klukkan 18.00 á morgun svo að
rúmir sjö tímar fengjust í svefn og
undirbúning á siðustu stundu.
Hann sneri sér að Mydland.
„Heldurðu að þetta veður haldist,
kafteinn?”
„Það er hvassara.” Mydland
velti þessu mikilsveröa atriði fyrir
sér. „Það er óútreiknanlegt
hérna.” Hann efaðist stórlega um
aö það væri viturlegt að fara niður
1 Colesdal þó að það væri styttri
leiö. „Við ættum að halda okkur
eins hátt uppi í fjöllunum og hægt
er.”
„Við paufum sjö klikk enn,”
skipaði Peterson, „holum okkur
svo niður og fáum okkur blund.
Við gætum átt annríkt á morgun.”
„Þaö sem hann á við,” trúði
Trevinski Millar fyrir, glaðlega og
iágróma, „er að þaö gæti orðið
djöfullegt, en ofurstar mega víst
ekki orða það þannig.”
„VIÐ LOKUÐUM gildrunni,
félagi ofursti. Við fundum hjörö af
þessum.” Spetsnaz-kafteinninn
■^eð riffilinn á bakinu benti inn í
Þyrluna, á hreindýrsskrokk. Hann
var ungur og metnaðarfullur og
honum gramdist að vera hafður
aö fífli. „Ef til vill getum við sent
steik í ljósmyndagreinana hjá
flughernum.” Þó hann væri reiður
vogaði hann sér ekki að stinga upp
á svipaðri gjöf handa hers-
höfðingjanum. Þó vissi hann að
hugmyndin um frest til að taka
árásarsveitina lifandi var frá
Stolypin.
„Leituðum þið á öllu svæðinu? ”
„Engin merki um hreyfingu.”
„Engu að síður vil ég hafa tutt-
ugu manna baráttusveit til reiöu
þar til nánar verður ákveðið. Enn-
fremur...” Makarov hélt strang-
leikasvipnum, „veistu ekki að
hreindýrið er friöuð tegund? ”
„Nei, félagi ofursti. Ég áttaði
mig ekki á því.” Sjálfumgleöi
kafteinsins var brostin.
„Jæja, það er það svo að þú
skalt ekki eyða steikum á flug-
herinn en geymdu nokkrar handa
mér.” Hann brosti, gat naumast
varist hlátri. „I þessu eina tilviki,
aðeins þessu, skal ég ekki segja
hershöfðingjanum frá þessu, þaö
er aö segja í smáatriðum. ”
Hann sendi feginn ungan
foringjann burt, óskaði þess að
það væri hægt að hlæja að fleiru í
þessari bölvuðu aöstööu. Einhvers
staðar í þessum hrikalegu, skýja-
huldu fjöllum var bandarísk eða
bresk árásarsveit falin. Það hlaut
aö vera. Utbúnaöur togarans
leyföi enga aðra skýringu. Hann
sendi telex til Arkangelsk og
tilkynnti á hlutlausu hermáli hvað
sveitin hafði fundið og fór fram á
frekari infrarauöa ljósmynda-
töku. Svo skipaði hann tveimur
Mi-tí þyrlum aö fara í ná-
kvæma könnunarferö á strönd
Nordenskioldlands, jafnlangt inn i
land og veöur leyfði. Loks hringdi
hann í Stolypin hershöfðingja og
fékk, eins og hann vænti, stuttorð
fyrirmæli um að koma til Long-
yearbæjar. „Helvítið getur ekki
klínt þessum mistökum á mig,”
sagði hann viö sjálfan sig, ,,en
ætlar greinilega aö gera það. ”
STRIÐSÆSINGAR og stríðsótti
höfðu ráðiö ríkjum í Bretlandi frá
því að innanríkisráðuneytið lak
þeim fréttum að sovéskt fraktskip
hefði siglt frá Murmansk með
auðþekkjanleg aðvörunarratsjár-
möstur á dekki. Aður höfðu mót-
mælin gegn NATO og öll slag-
orðin, sem máluð voru á veggi,
verið fullkomlega laus við að vera
táknræn fyrir venjulega Breta. Að
vísu hafði það aukið áhyggjur
manna þegar varamenn voru
kvaddir í herinn en um leið og
herir NATO og Varsjárbandalags-
ins röðuöu sér upp á landamærum
austurs og vesturs hafði þróast
undarleg stöðugleikakennd, sú til-
finning að þetta væru allt látalæti
og að þaö myndi í rauninni enginn
berjast um Svalbarða.
Nú skall vissan yfir hinn vest-
ræna heim jafnsnöggt og þrumu-
veöur, sú vissa að Sovétríkin væru
af ásettu ráði aö láta reyna enn
frekar á ásetning sinn og að
árekstur austurs og vesturs væri
kominn með nýjan og hættulega
nálægan brennipunkt. Þegar
Bretar gerðu sér grein fyrir þessu
kom það fram í risastórum fyrir-
sögnum í blöðum á fimmtudags-
morgni og hvassyrtum umræðum
í þinginu síðdegis.
Nancy haföi eytt öllum deginum
í íbúðinni, beðiö þess að síminn
hringdi eða hún fengi skilaboð.
Ekkert barst og síödegis horfði
hún á 5.45 fréttir í sjónvarpinu
með ástríðuþrunginni athygli,
hlustaði kvíöin á þulinn segja frá
síðustu fréttum um „Svalbaröa-
deiluna" meðgremjulega hógvær-
um breskum hreim.
„Eftir miklar diplómatískar að-
geröir í dag lýsti norski forsætis-
ráöherrann því yfir að Noregur
myndi taka afgerandi skref til að
tryggja yfirráðarétt sinn á Sval-
baröaeyjum. I höfuðstöðvum
NATO í Brussel” — ljósmynd af
fánastöngum fyrir utan langt
húsið birtist á skerminum —
„skaut varnarmálanefndin á
neyðarfundi og fordæmdi aftur
„ólögmæta veru Sovétmanna á
Svalbarða” og undirstrikaði
fullan stuðning sinn við aðgerðir
Norðmanna, bæöi samkvæmt
fjórðu grein Norður-Atlantshafs-
samkomulagsins og í samræmi
við fimmtugustu og fyrstu grein
yfirlýsingar Sameinuöu þjoð-
anna.”
Svo urðu áhrifarík skil i út-
sendingunni. Innanríkisráðherra
Bandaríkjanna var þessa stund-
ina að tala í Washington. Magurt,
næstum tekið andlit hans sagði
sína sögu. Frammi fyrir röö hátal-
ara tilkynnti hann alvörugefinn aö
eftir að hafa ráðgast við banda-
menn sína væru Bandaríkin reiðu-
búin að styðja norsku stjórnina á
allan hátt, þar með talið hernaöar-
lega ef nauösyn krefði. „Við von-
um innilega aö til þess komi
ekki,” sagöi hann, „en hervæð-
ingu þessa svæðis geta Bandaríkin
ekki sætt sig viö fremur en nokkur
önnur þjóð sem undirritaði Sval-
barðasamkomulagið. Aftur á móti
—” ráöherrann þagnaði, horfði
tortrygginn á ósýnilega kvik-
myndatökumenn — „viðurkenna
Bandaríkin þá miklu þörf sem er á
að heimskautasvæðin verði laus
viö valdaátök stórveldanna. Þess
vegna mun forsetinn innan tíðar
leggja fyrir þingið beiöni um viö-
ræður með milligöngu Sameinuðu
þjóðanna um nýjan alþjóðlegan
samning til að tryggja öryggi
þessa svæöis. Markmið okkar
verður, og viö vonum að það verði
eins meö Sovétríkin, að varna því
að nokkur hluti þessa svæðis verði
notaður til hernaðarumsvifa af
einhverri gerð og leggja það undir
alþjóðlegt eftirlit.”
Um leið og fljótfærnislega
gerða kortiö af heimskautinu og
norð’irpólnum birtist á skermin-
um Ofj herfræðilegu útskýringarn-
ar hófust áttaði Nancy sig á þýö-
ingu þessa. Það var verið að bjóða
Sovétríkjunum upp á leið til að
bjarga andlitinu og koma sér burt
frá Svalbarða meö lágmarksút-
gjöldum fyrir Bandaríkin. Skyldu
þeir hallast að því aö samþykkja
þetta? Hún baö þess að þeir gerðu
þaö og óttaðist ósjálfrátt aö þeir
myndu ekki gera þaö.
Svo kom það henni á óvart að
hún skyldi finna til stolts yfir því
að land hennar stæði aö minnsta
kosti gegn yfirgangi viö minni
bandamann sinn. Hvað eru Bretar
að gera? hugsaöi hún. Spurning-
unni var svaraö andartaki síðar
þegar andlit forsætisráðherrans,
sem nú var orðið kunnuglegt, birt-
ist á skerminum og hét stuðningi
viö Noreg með afar svipuðu oröa-
lagi og innanríkisráöherrann
hafði gert. Jæja, hugsaöi hún, var
furðu mikiö létt, þeir hafa aö
minnsta kosti samhæft aðgerðir,
hvaö svo sem þeir ætlast fyrir. Og
enn betra var aö þetta hljómaöi
eins og miklu umfangsmeiri að-
gerð en Tom myndi taka þátt í.
STOLYPIN hershöföingi las
enn einu sinni skilaboöin frá
Moskvu. Þegar oröskrúðiö var
flegið burt staöfestu þau að lokun
á hafi væri yfirvofandi og að tillög-
ur Bandaríkjanna um heim-
skautasvæðiö hefðu þegar fengiö
alþjóölegan stuðning. Núna reið
á miklu að sanna undirferli
Bandaríkjamanna með því aö ná
mönnunum sem norski togarinn
hafði flutt. Þaö ætti ekki aö vera
nauðsynlegt aö leggja áherslu á
það, héldu skilaboðin áfram,
hversu mikið reiðarslag í áróðri
slíkt yrði fyrir heimsvaldasinn-
ana. En þaö reiðarslag þurfti aö
falla áður en skipið með ratsjár-
26. tbl. Vikan 45