Vikan


Vikan - 28.06.1984, Qupperneq 46

Vikan - 28.06.1984, Qupperneq 46
lí Framhaldssaga mölstrin kæmi til Svalbarða. „Það eru forréttindi þín, félagi hers- höfðingi, aö þjóna málstað föður- landsins á þessari örlagastundu.” „Með öðrum orðum,” sagði Stolypin viö sjálfan sig, „sprikla ég fastur á önglinum.” Því fyrr sem hann léti forréttindin ganga áfram því betra. Mestu hæfileikar hans höfðu ævinlega veriö í því fólgnir að bjarga sér. Hann var að gera uppkast að svari, sem til- kynnti Moskvu að Makarov of- ursta hefði veriö falið þaö verkefni að handsama skemmdarverka- mennina, þegar barið var aö dyr- um og ofurstinn var kominn. „Þú varst snöggur, Viktor Mik- hailovitch.” Þó Stolypin fyndi ekki fyrir neinni hlýju gat hann gert sér hana upp ef nauösyn krafði. „Beiöþyrla eftir þér, ha?” „Spetsnaz-sveit getur lagt af stað með hálftíma fyrirvara, fé- lagi hershöfðingi. Vandinn er enn- þá slæm veðurskilyröi.” Af hverju var Stolypin allt í einu vinsamleg- ur? Hann hlaut að hafa áhyggjur. „Gott.” Stolypin lék sér aö bréfahnífnum, sneri honum hring eftir hring. Makarov hafði komist að því að það voru ósjálfráð viðbrögð hers- höfðingjans aö leika sér að ein- hverjum skrautgrip þegar hann var í þann veginn að knýja eitt- hvað fram. Þar af leiöandi horföi hann á magurt andlitiö með hvelfdu enninu og beið sem á nálum. „Mistökin meö hreindýrin hafa kostað okkur mikinn tíma.” „Það er ekki hægt að álasa Spetsnaz-fyrirliðanum.” Makarov haföi góöa stjórn á sjálfum sér. „Eg er búinn að tilkynna flug- varnastjórn um rangtúlkunina á infrarauðu ljósmyndunum.” Stolypin rumdi svo lítiö bar á. Það var skarplega athugað. „Gott,” endurtók hann, sneri litlum, glampandi hnífnum á svörtu skrifborðinu. „Ég er enn búinn að fá ný fyrirmæli frá Moskvu. Það er fimmtudags- kvöld. Arásarmennirnir hafa þeg- ar leikið lausum hala í hálfan ann- an dag frá því aö loftskeytasend- ingarnar heyröust. Flokksritarinn sjálfur vill að þeir náist, lifandi ef hægt er, fyrir laugardag. Þú hefur ákaflega stuttan tíma. ’ ’ „Og ef við höfum ekki fundið þá fyrir þann tíma, foringi hershöfð- ingi? Nordenskioldland er stórt svæöi.” „Þaö skiptir kannski minna máli þá hvort þeir verða á lífi.” Stolypin útskýrði klípuna sem Sovétríkin voru í. „Engu að síður eru þaö forréttindi okkar að sigr- ast á þessu ævintýri heimsvalda- sinna.” Kunnuglegur kuldahreim- urinn læddist inn í rödd hans. „Við slíkar aöstæður er ekki hægt aö viöurkenna mistök.” „Vitum við hvert takmark árásarsveitarinnar er?” Þótt Makarov óttaðist ekki um eigiö skinn, eins og Stolypin hélt, sá hann enga ástæöu fyrir því aö fyr- irmælin væru óljós. Frá þeim degi sem hann gekk í herinn hafði hann vanist því að fá fyrirmæli um hvert einasta smáatriði. Þannig var það í Rauða hernum jafnt og í flokknum. „Ratsjárlóðin í ísfirði er enn greinilega takmarkiö. Þeir gætu verið að fara þangað landleiðina.” Stolypin var ekki hrifinn af aö skjátlast en þaö var hægt að rök- styöja þaö sem hann bjóst viö. Nú var brennipunktur allra átaka þar. „Aftur á móti gæti þetta allt eins verið könnunarhópur sem á aö kanna hvað við hyggjumst fyr- ir. Þaö sem þú þarft að gera, fé- lagi ofursti, er að snuðra þá uppi. Það liggur í augum uppi að þeir hljóta að nálgast aðra hvora byggöina.” Þetta var öll sú opinbera aöstoð sem hann fengi. Þegar Makarov fór út úr skrifstofun.ú lét hann ekki aka sér beint út á flugvöllinn heldur stuttan spölinn niður aö höfninni, undir kolaflutningaföt- urnar uppi yfir, framhjá löngum vöruskemmum, máluöum í ljós- um litum, máðum af óhreinind- um. Það var alls staðar kolaryk í Longyearbæ, þaö var blandað í yfirborð vegarins, þakti glugga, sverti snjóskafla sem ekki tók upp. Jafnvel reytingslegt grasiö, ennþá brúnt eftir snjóþyngsli vetr- arins, var óhreint. Þetta var furöuleg andstæða viö hreinan hvítbláma jökulsins sem rétt var sýnilegur undir skýinu efst í dalnum. Höfnin sjálf var lítið meira en breið trébryggja við nægilegt dýpi til að fraktskip gætu lagst þar að. Norðurljósið lá þar viö festar, tveir áberandi verðir gættu þess. Þeir stóöu í réttstöðu þegar Mak- arov kom að; frakkar þeirra sveifluðust til. Jafnvel þó enn væru bjartar nætur féll hitastigið aönæturlagi. Makarov fór um borð, það drundi undan stígvélum hans þeg- ar hann þrammaði eftir stuttum landganginum. Samkvæmt fyrir- mælum Stolypins hafði Norður- ljósinu veriö haldiö nákvæmlega í sama horfi og þegar það var tekið. Norski fáninn hékk enn á mastr- inu. Aö því er bæjarbúar best vissu hafði skipið verið tekið fyrir óskilgreint afbrot. Weston, sem svaf í káetunni, settist upp þegar Makarov kom inn. „Hvað viltu?” spurði hann á norsku. Ef Rússarnir ætluöu að halda uppi leikaraskapnum ætlaði hann líka að gera þaö. „Sýndu mér lestina! ” „Ekki aftur!” Weston stóö treglega á fætur, fór í buxurnar og vísaði veg niður í gegnum vélar- rúmið. Hann kannaöist við tignar- merki Makarovs og þegar ofurst- inn hafði lokið við að skoða trékoj- urnar fannst Weston þaö þess viröi að reyna að spyrja. „Hvað ætlið þiö aö halda okkur lengi hérna?” Makarov hló. „Kannski þangaö til flotinn ykkar kemur.” Þetta var tvíeggjað svar og það vissi Weston. Hvaða floti? Sá norski? „Má ég spyrja þig að nokkru í staöinn?” Framkoma Makarovs var kurteislegri en framkoma hans hefði verið við yfirheyrslu. Hann vissi nákvæmlega hver Weston var, tign hans, feril hans í sjóhernum, hvaðan hann hafði upphaflega siglt, hver átti skipið; og hann bar viröingu fyrir djarf- legri ráðagerðinni. Þetta haföi verið fífldjarft en kjarkað. „Þú getur reynt það, ofursti.” Spurningin myndi hugsanlega út- skýra hvaö Rússarnir hygöust fyr- ir. Weston var enn furðu lostinn yfir því aö þeir höfðu ekki sökkt Norðurljósinu og sett hann í fang- elsi. „Þú getur komiö hérna fyrir fimmtán eða sextán mönnum.” Makarov horföi í andlit Westons, leitaöi að staöfestingu á áætlun sinni. „Hvaö settirðu marga í land?” „Við vorum að veiða. ” „En voruð sjálfir veiddir, ha?” Makarov lék sér að þeirri hug- mynd að hefja vinsamlegar sam- ræður í þeirri von að fá fáeinar ábendingar, vísaði henni svo á bug. Foringi meö feril Westons að baki myndi litlu sem engu glopra út úr sér. „Það skiptir ekki máli, majór,” sagði hann vingjarnlega. „Þetta gæti komiö fyrir hvern okkar sem vera skyldi.” Og Drott- inn góður, það var líka satt. En þegar þyrlan skrölti aftur til Heerodda síöar vissi hann aö heimsóknin í skipið hafði borgað sig. í Norðurljósinu var svefnað- staöa fyrir sextán en ekki nægilegt rými til að koma fyrir farangrin- um sem þeir þyrftu í fjöllunum. Hann gat sér þess til að þeir hefðu ekki verið fleiri en tíu. Sama kvöld fór Makarov snemma í háttinn. Hver svo sem búið hafði herbergið húsgögnum hafði sá ekki sett upp nema þunn gluggatjöld og þó gamalreyndir heimskautakappar vendust stöð- ugri dagsbirtunni hélt hún fyrir honum vöku. Hugsanir hans reik- uðu sundurlausar, hann velti fyrir sér hvenær mávar svæfu, hve mikill hiti bærist í gegnum ein- stakan einangrunarfeld hrein- dýrs, hvaða leið hann myndi kjósa sjálfur ef hann ætlaði aö gera árás á Plata-fjall. Loks breiddi hann aukateppi yfir gluggastöngina, staðráðinn í að hvílast vel áöur en næsta skýrsla um ljósmyndakönn- un bærist. Það voru ekki líkur á að hann svæfi mikið næstu tvo eða þrjá sólarhringa og aldurinn var tekinn að deyfa seigluna sem hann bjóyfiráður. AÐRA NOTTINA í röð var sveitin grafin niður í holur í snjónum, í þetta sinn upp við fjallshlíðina sem var næst Plata-fjalli. Á morg- un, föstudag, yrði erfiöasti áfang- inn á langri leiðinni þangað. Þar af leiðandi ákvað Peterson að nota þessar fáu stundir, sem þeir voru óhultir bæði fyrir kulda og hugsan- legum óvinasveitum, til að yfir- fara með hverjum einasta manni hvert hlutverk hans var, rétt ef vera kynnu ófyrirsjáanleg vanda- mál á síðasta viðkomustaö. Hann byrjaði að sjálfsögðu með næstráðanda sínum, Howard Smith, sem deildi holu meö Trevinski. Peterson tróðst þar inn og settist á aðra svefnhilluna en þeir sátu gegnt honum á hinni. Kertiö blakti þegar hann breiddi úr kortinu, sem varpaði hrika- legum skuggum á matta snjó- veggina, og hann notaöi vasaljós tilaðbæta birtuna. „Ég ætla að fá Mydland kaftein bæði til að fara fyrstan og stjórna á morgun,” útskýröi hann, rakti einu hugsanlegu leiðina upp fárán- lega bratt fjallið að skeifulaga skriöjöklinum fyrir ofan Long- yearbæ, yfir hluta hans og svo meðfram jökulruöningunum hinum megin, að ratsjánni. „Við kærum okkur ekki um að vera allt í einu á leiðinni niður að bænum vegna mistaka, rétt?” „Hárrétt, ofursti,” samsinnti Smith. l p Framhald í næsta blaði. k i 46 Vlkan 26. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.