Vikan - 28.06.1984, Side 58
L 3 Barna—Vikan
Ævintýrið
um konunginn og
töframanninn
Þaö var sorglegt en satt. — Fólkiö
var fariö aö veröa leitt á kóngi
sínum og drottningu. Þau voru orðin
svo montin að þau vildu alls ekki
tala við aðra en tignustu ráðherrana
og greifana og verst af öllu var að
þau keyptu allt sem þau þurftu í
öðrum löndum.
„Á hverju á fólkið að lifa þegar
enginn vill kaupa vörurnar sem það
býr til?” sagði borgarstjórinn og var
hugsandi á svipinn. „Hér eru margir
duglegir skósmiðir en skór og stíg-
vél, sem fólkið við hirðina notar, eru
keypt í öðrum löndum. ”
„Og viö ræktum þetta ágæta kál,”
sagði garðyrkjumaðurinn og and-
varpaði, „en hver kaupir það? Nú
fer fólkið að herma eftir kóngi og
drottningu og vill aðeins kaupa hluti
sem fást annars staðar.”
„Þetta dugar ekki,” sagði borgar-
stjórinn. „Það versta er að margt
fólk heldur að það þurfi að fá allt
eins og fólkið við hirðina. ”
Og þar með skellti hann aftur bók-
inni sem hann hafði verið að skrifa í.
Hann var reiður og ekki að ástæðu-
lausu.
„Ef kóngur og drottning bæta ekki
ráð sitt og láta skynsemina ráða
aftur, eins og þegar þau tóku við
stjórninni, þá verðum við að reka
þau úr landi og velja okkur annan
konung og aðra drottningu,” sagði
hann. Þessi orð bárust kóngi til
eyrna og hann varð mjög hræddur.
„Þetta er afleitt, vina mín,” sagði J
hann við drottningu sína. „Fólkið
vill ekki hafa okkur til þess að
stjórna sér af því að við kaupum
ekki hjá því og erum ekki vinir
þess.”
„Hvað eigum við að gera?” sagði
drottningin. „Ég vil alls ekki láta
reka mig. Getum við ekki reynt að
fara til fólksins og kaupa hjá því?
Sendu eftir töframanninum,” sagði
hún. „Til hvers höfum við töfra-
mann ef hann getur ekki hjálpað
okkur úr svona vandræðum?”
„Þetta var góð hugmynd,”
svaraði kóngur glaður og ákvað að
fara sjálfur og heimsækja töfra-
manninn í gamla kastalanum hans.
Þetta var óvenjulega góður töfra-
maður. Hann framdi aldrei aðra
töfra en þá sem gerðu menn glaða.
Um nýársleytið gerði hann til dæmis
flugelda sem stigu upp í loftið eins og
eldflaugar og sáldruðust svo niður
eins og neistaflug. En áður én
neistarnir dóu út breyttust þeir í
konfekt og brjóstsykur — og senni-
legt er að börnum hafi líkað slíkir
flugeldar vel. Konungurinn trúði nú
töframanninum fyrir öllum áhyggj-
um sínum en hann hlustaði þolin-
móður á allt og sagði að lokum:
„Þetta er ekki gott en ég verð að fá
tíma til að finna upp einhverja
töfra.”
Þetta skildi kóngur og hélt heim á
leið. Þremur dögum síðar kom töfra-
maðurinn með töfralyf í flösku.
„Sjáið nú til,” sagði töframaður-
inn. „Fólkið er orðið leitt á montinu í
ykkur en ef það sæi ykkur fara sjálf í
bæinn aö kaupa inn þá fengi það
meira álit á ykkur.”
„Fara í bæinn!” hrópaði drottn-
ingin. „Ætti ég — ég að fara í bæinn
með körfu að kaupa kál, lauk, brauð
ogmjólk? Aldrei.”
„Já, en ef enginn gæti séð ykkur?”
spurði töframaðurinn.
„Ég skil þig ekki,” sagði drottn-
inginhissa.
58 Vikan Z6. tbl.