Vikan


Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 51

Vikan - 26.07.1984, Blaðsíða 51
hlátrí og grátí Geturðu ekki grátið? Leikarar þurfa stundum að gráta án þess að vera í skapi til þess — og þó, það er hægt að framkalla alvöru- grát: 1. Dragðu inn kviðvöðvana og ýttu á þá um leið þannig að allur kviðurinn spennist og vöðvarnir harðni. 2. Andaðu ótt og títt — með taktföstum hætti. 3. Hugsaðu um eitthvað sem veldur þér sorg eða trega. (Athugaðu að þótt þær minningar séu sterkar virka sorglegar senur úr kvik- myndum eða bókum alls ekki.) 4. Allir horfa niður þegar þeir gráta. Einblíndu á ein- hvern blett á gólfinu (til dæmis smápening) og úti- lokaðu allt annað í sjónmáli. 5. Einbeittu þér að þeirri mynd sem þú hefur af þessum sorglega atburði eða minningu sem þú hefur valið og ímyndaðu þér siðan hvernig þú mundir bregðast við núna. tilfinningar komi harðar niður á körlum en konum, líffræðilega séð — viðbrögð karlmannslíkamas við streitu eru öflugri. „Þegar vandi steðjar að,” segir Levenson, „reynir konan að fá karlinn til að glíma við orsakir vandans.” En karlar vilja fremur bregðast við af sáttfýsi — eða, ef þaö gengur ekki, þeir draga sig inn í skelina. Aðspurður hvernig deilur leyst- ust í hamingjusömum hjónabönd- um sagði Levensen: „Bæði gera ráð fyrir svigrúmi til aö reiðast og greina á um ýmis mál — og þau reyna bæði að sjá hlutina augum hins aðilans. En þau láta deilurnar aldrei magnast svo að þær verki eyðileggjandi á sam- búðina.” Ekki getum við fjallaö um hlát- urinn án þess að minnast líka á grátinn. Dr. William Frey við St. Paul-Ramsey sjúkrahúsið í Minnesota í Bandaríkjunum hefur lengi stundað rannsóknir á þessum eðaldropum — tárunum. Það er meira aö segja til sérstakt heiti á faginu: lacrimology („lacrima” er latneska orðið fyrir tár). Tárafræðingar höfðu lengi vel aðeins einn hlut á hreinu: það er mannlegt að gráta. Mannskepnan ein — homo sapiens getur grátið og þannig látið í ljósi tilfinningar — gleði, sorg, sárindi eða geðs- hræringu. Stundum drýpur hinn dýrmæti vökvi úr augum dýra en ekki af neinum æðri ástæðum. Jafnvel sagan um hræsnisfullu krókódílatárin er röng, þau fræknu skriðdýr gráta ekki fölskum meðaumkunartárum yfir fórnarlömbum sínum. Það rennur einfaldlega úr augnakrókunum vegna þess að munnvatns- og tárakirtlar kjaftstórra skriðdýr- anna liggja þétt saman. Þegar krókódíll fær vatn í munninn fær hann líka tár í augun. Samstarfsmaður tára- fræðingsins Frey, Margaret Crepeau læknir, rannsakaði 100 manns með streitueinkenni. Helmingur fólksins þjáðist af magasári, hinn helmingurinn af ristilbólgum. Niðurstaða rann- sóknarinnar var sú að þessir sjúklingar grétu minna en gengur og gerist hjá heilbrigðu fólki. Að auki töldu flestir þeirra að grátur væri einkenni á veikgeðja fólki og fannst þaö rangt að gráta. Veikindi þessa fólks koma heim og saman við athuganir dr. Frey, hann hefur meira að segja gengið svo langt að lýsa yfir í fagtíma- ritinu Medical Tribune: „Sá sem ekki grætur deyr fyrr en ella. ” Rannsóknir Frey og félaga hafa leitt í ljós að þaö er munur á tárum af völdum einhvers hugar- ástands, til dæmis sorgar, og tár- um af völdum laukskurðar. Eggjahvítuefni eru áberandi meiri í tilfinningatárum. Vísinda- mennirnir vonast til að finna leiðir til að greina tilfinningaástand með því að efnagreina tárin og ekki síður aö komast að raun um hvaða lífefnalegu hlutverki tárin gegna. Umfangsmikil rannsókn á gráti 300 manna hóps, þar sem þátt- takendur færðu „grát-dagbók” í einn mánuð, sýndi eins og við var að búast að karlar gráta minna en konur. Nær því helmingur karl- anna felldi ekki eitt einasta tár á þessum 30 dögum en 94% kvennanna gátu skráð tárvota harma. Mikilvægust þótti vísinda- mönnunum þó sú niðurstaða aö langflestum fannst að þeim liði mun betur eftir aö hafa grátið. Þetta þykir benda til þess að meö tárunum skilji líkaminn út skaöleg efni á sams konar hátt og útskilnaður fer fram viö hægðir, þvaglát og svitun. Þess vegna verður nú grafist fyrir um efna- samsetninguna og lífefnalegt hlut- verktáranna. „Frá því í barnæsku lærum viö að fela tilfinningar okkar fyrir öðrum,” segir tárafræðingurinn dr. Frey. „Þetta gengur oft svo langt að við könnumst sjálf ekki við tilfinningarnar. Hjá karlmönn- um er algengt aö þeir geri sér ekki grein fyrir því í hvernig skapi þeir eru, að þeim sé skapi næst að grenja. Fyrir það gjalda þeir meö streitutengdum sjúkdómum. Þau skaðlegu efni, sem hrannast upp við tilfinningalegt álag, skiljast út meötárunum.” 30. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.